Leita í fréttum mbl.is

Aðild eða stjórnarslit.

Þegar umsókn að ESB var til umræðu í þinginu sumarið 2009, þá voru frasar eins og "kanna hvað er í pakkanum",  "kíkja í pakkann" og "ath hvað væri í boði", allsráðandi.  Það má alveg færa fyrir því rök að innihald pakkans sé ljóst.  Greinargerð framkvæmdastjórnar ESB, nánast upplýsti það, sem og yfirlýsingar framkvæmdastjórnarinar, eða fulltrúa hennar þess efnis að varanlegar undaþágur, vegna sjávarútvegs og landbúnaðar væru ekki boði, eingöngu tímabundnar aðlaðanir að kerfi ESB.

Það er líka alveg ljóst að umsóknarferlið/aðildar og aðlögunnarferlið er í gangi, vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa gefið þau skilaboð til Brussel, að það sé einlægur vilji þeirra að ganga í ESB. 

Skiptir þá engu hvað grasrót Vg. og einstaka þingmenn þess flokks segja.  Það er stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB, það er alveg óumdeild.  Þessari meintu "könnunnarferð" til Brussel er löngu lokið.

Það er því alveg ljóst að stjórnvöld ætla í ESB.  Þessi fyrirvari um viðunnandi samning er í raun marklaus, því varla er við því að búast að samningaviðræðum ljúki með samningi, nema báðir aðilar séu sáttir við samninginn.

Eins er frasinn "ÞJóðin mun svo að lokum taka ákvörðun um inngöngu" marklaus.  Að undirritun samnings lokinni, verður þjóðin spurð í "ráðgefandi" þjóðaratkvæði, hvort hún vilji ganga í ESB. 

Í undanfara kosningana má fastlega búast við því að stjórnvöld tali fyrir samningnum og í rauninni berjist fyrir því að já-in verði fleiri en nei-in.    Hvernig sem að þjóðaratkvæðið fer, mun svo utanríkisráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar, leggja fram stjórnarfrumvarp, þess efnis að Ísland gangi í ESB. (Eða trúir því einhver að verði nei-in fleiri, þá verði lagt fram frumvarp um að hætta við allt saman?)

 Það er ófrávíkjanleg hefð og regla að stjórnarfrumvörp eru ekki lögð fram, nema með samþykki stjórnarflokkana beggja og þar sem meirihlutastjórn er við völd, þá er að sjálfsögðu gengið út frá því að meirihluti sé fyrir málinu í þinginu.  Það er nánast ómögulegt að forðast stjórnarslit, verði stjórnarfrumvarp um jafn veigamikið mál í stefnu stjórnarinar fellt í þinginu.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði, er því rauninni ekkert annað en "marklaus skrípaleikur", með ígildi skoðanakönnunnar.


mbl.is Krafa um víðtæka aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvergi annars staðar hef ég heyrt minnst á annað en að fram fari fullgild þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykki eða synjun aðildarumsóknar að evrópusambandinu. Hvernig væri stætt á öðru? Þannig hefur ferlið verið hjá öllum öðrum aðildarþjóðum. hljómar eins og enn einn holur hræðsluáróðurinn, þar sem sannleikurinn er aukaatriði.

tshhddshgdsh (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt þingsályktunnartillögu þeirri er aðildarumsóknin byggir á, er talað um "ráðgefandi" þjóðaratkvæði, ekki "bindandi". 

Tillögur um að kjósa, hvort sækja ætti um ( enda slíkt ekki nema sanngjarnt, sé litið til kosningaloforða Vg.) og tillögur um að þjóðaratkvæðið verði "bindandi" var hins vegar fellt af þeim er gáfu jáyrði sitt við aðildarumsókn.

 Afhverju þora stjórnvöld þá ekki að hafa atkvæðagreiðsluna "bindandi"? Varla fara þau að skrifa undir samning, nema sannfæring þeirra sé sú að hann sé þjóðinni fyrir bestu og ættu því ekki að óttast bindandi vilja þjóðarinnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Tillögur um að kjósa, hvort sækja ætti um aðild ( enda slíkt ekki nema sanngjarnt, sé litið til kosningaloforða Vg.) og tillögur um að þjóðaratkvæðið verði "bindandi" var hins vegar fellt af þeim er gáfu jáyrði sitt við aðildarumsókn.

Svona átti málsgrein þessi að líta út í innleggi mínu hér að ofan.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er greinargóður pistill hjá þér Kristinn og er ég þér algerlega sammála. 

Afstaða sumra í VG virðist vera sjónarspil í þeim tilgangi að reyna að halda grasrótinni rólegri.  Jón Bjarnason og Ögmundur, ég tala nú ekki um hina VG ráðherrana, eru komnir á fullt í aðlögunarferlið.  Upphrópanir Jóns eru í þeim eina tilgangi að láta fólk halda að það eigi sér málsvara innan ríkisstjórnarinnar, þegar raunin er sú að þeir ljá þessu ferli samþykki sitt með því að vera í ríkisstjórn Samfylkingarinnar þar sem fólk er barið til hlýðni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.10.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband