Leita í fréttum mbl.is

Alþingi dragi verklausa ríkisstjórn að landi.

Eins og fram hefur komið í fréttum, þá ætlar Menntamálanefnd Alþingis að funda með framkvæmdastjóra LÍN, vegna máls einstæðrar móður, sem að segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við sjóðinn. 

Hvað sem nefndin getur gert fyrir konuna, veit ég ekki.  Líklega lítið meira en að hvetja framkvæmdastjóra LÍN, til þess að breyta starfsháttum sjóðsins, eða þá leggja fram frumvarp á Alþingi um breytta starfshætti sjóðsins. 

Réttast væri þó að nefndin kallaði menntamálaráðherra einnig á fundinn og krefðist skýringa þaðan. Það er jú, í orði það minnsta, stefna þeirrar ríkisstjórnar sem ráðherrann tilheyrir að aðstoða heimilin í landinu, með svokallaðri "skjaldborg um heimilin".  Reyndar væri það eðlilegasti hlutur í heimi að ráðherrann mætti með framkvæmdastjóranum á fundinn, enda er ráðherrann æðsti yfirmaður framkvæmdastjórans. 

Ætti nefndin að gera ráðherranum það ljóst, að gripi hann ekki til viðeigandi ráðstafa, vegna málsins og eflaust fleiri mála er lúta að LÍN, þá sæi Menntamálanefnd sig tilneydda til þess að leggja fyrir þingið, frumvarp er tryggði fólki í svipaðri stöðu og þessi kona er í, réttláta og mannúðlega meðferð við lausn á skuldavanda sínum.

Reyndar er þetta ekki eina tilfellið þar sem innheimtuaðgerðir Rikissjóðs bitna á lántakendum og gerir þeim nær ómögulegt að ganga endanlega frá sínum málum við bankann sinn.  Í kjölfar ásakana forsætisráðherra um það að bankarnir drægju lappirnar í lausn á skuldavanda heimilana, kom fram að bankarnir, hefðu getað verið búnir að hjálpa mun fleiri, en þeim rúmlega hundrað, sem að þá hafði verið hjálpað, ef að ekki hefði verið fyrir innheimtugrimmd innheimtumanna Ríkissjóðs.

Það er því einboðið að Efnahags og skattanefnd, Félags og tryggingamálanefnd, Viðskiptanefnd og allar þær nefndir þingsins, er vinna að lausn skuldavanda heimilana, kalli á sinn fund yfirmenn þeirra stofnana er hvað harðast ganga fram í innheimtuaðgerðum sínum, ásamt fjármálaráðherra og krefjist skýringa. 

Í framhaldinu af því verði þeir aðilar beðnir um að koma með tillögur til úrbóta og framlagningu frumvarps í þinginu, er kveða á um þær úrbætur.  Að öðrum kosti skulu nefndirnar taka af ráðherra ómakið og semja sjálfar þau frumvörp er þurfa þyki til lausnar vandans.  Ráðherrann starfar jú í umboði þingsins og það er eitt af höfuðverkefnum þingsins að veita honum aðhald.

Fari svo að þeir ráðherrar er málið varða, sjái ekki ástæðu til þess að bregðast við núverandi aðstæðum, þá skulu þeir sjá sóma sinn í því að þakka Alþingi af auðmýkt fyrir aðkomu sína og áhuga á  málefnum skuldsettra heimila í landinu og segja af sér í kjölfarið, enda þeir þá ekki starfi sínu vaxnir geti þeir ekki sjálfir unnið þessum málum framgöngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf einfaldlega að fá svör frá ráðherrunum hvort það hafi verið meiningin allan tímann að ekkert yrði gefið eftir af opinberum gjöldum, t.d. sköttum, sveitasjóðsgjöldum og vanskilum við LÍN, þegar lögin um úrlausnir fyrir skuldugustu einstaklingana voru sett.

Maður trúir því varla að það sé fyrir einhvern klaufaskap eða ókunnugleika, sem haldið var fast í að þessi gjöld yrðu greidd í topp, þó allir aðrir lánadrottnar gæfu eftir af sínum kröfum.

Ef þetta hefur ekki einmitt verið ætlun ríkisstjórnarinnar, þá er hún enn verri en áður hefur verið talið, því þetta væri slík yfirsjón að brottrekstur ætti að liggja við slíkum vinnubrögðum. 

Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Alþingi eða nefndum þingsins, ber að krefjast svara frá fyrstu hendi.  Ég held að það sé lítið á einhverjum undirmönnum ráðherrana að græða.

Alþingi þarf svo að gefa ráðherrum möguleika á því að grípa til viðeigandi ráðstafana.  Að öðrum kosti verður Alþingi að taka málin í sínar hendur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.10.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband