23.10.2010 | 18:40
Álfheiður út á túni, sem fyrr.
Í viðtali við fréttamann RÚV í hádegisfréttatíma útvarps, sakaði Álfheiður Ingadóttir þá félaga Styrmi Gunnarsson og Björn Bjarnason, um að afvegaleiða hinn almenna flokksmann Vg. með baráttu sinni gegn aðildar og aðlögunnarferlinu að ESB. Ennfremur sagði Álfheiður að tilgangur þeirra Styrmis og Björns með þessu brölti sínu, væri að koma höggi á forystu Vinstri grænna. Ég held að það þurfi nú engan "óháðan" álitsgjafa ofan úr Háskóla, til þess að átta sig á því að forysta Vg., hefur grafið grafið sér sína gröf, alveg ein og óstudd og hefur ekki þurft neina hjálp við það.
Hins vegar hljóta þeir Styrmir og Björn að vera uppi með sér, eftir þessi úmmæli Álfheiðar, þar sem í þeim fellst hrós um röggsaman og rökrænan málflutning. Eitthvað sem að Skjaldborgarslektið, státar ekki af nema þá í mjög smáum og ógreinanlegum skömmtum.
Annars eru ummæli Álfheiðar gersamlega á pari við aðra aðildarsinna. Enda aðildarsinnum það tamt að dæma menn úr leik, hvað umræðu um Evrópumál, fyrir þá einu sök að vera andvígir aðild að ESB, auk þess sem flestir þeirra eru einnig andvígir aðlögunnarferli því að ESB, sem að nú er komið í gang.
Ummæli þessi eru einnig af sama kaliberi og ummæli rökþrota stjórnarsinna, er þeir halda því fram að stjórnarandstaðan á þingi, hindri framgang "góðra" mála á Alþingi. Við getum til gamans ímyndað okkur það, hvaða mál væru nú komin í gegnum þingið og eflaust í framkvæmd, ef að stjórnarandstaðan væri ekki statt og stöðugt að "þvælast" fyrir "góðum" málum í þinginu. Sjálfsagt, væru þau "góðu" mál ekki mikið fleiri heldur en að þjóðin væri núna þegar þetta er skrifað búin að greiða rúmlega 70 milljarða í vexti, af Icesave-klafa þeim er Félagi Svavar bar okkur á borð í sumarbyrjun 2009. Úrræðaleysi stjórnvalda gagnvart öðrum málum eins og lausn skuldavanda fyrirtækja og heimila í landinu væri það sama, sem og viðspyrna þeirra gegn atvinnuuppbyggingu í landinu.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Hvílík fjarstæða. Þó get ég ekki sagð að ég sé neitt hissa því að því er manni hefur virst, heldur Álfheiður Ingadóttir ekki að landsmenn geti hugsað sjálfstætt og hefur enga virðingu. Við þurfum hana víst til að hugsa fyrir okkur, við mannleysurnar, forræðishyggjan í fullu veldi og óþolandi. Þvílík fjarstæða að halda að 2 menn stýri okkur öllum sem VORUM andvíg innlimun í Evrópustórríkið frá upphafi.
Elle_, 23.10.2010 kl. 21:11
Það er býsna langt seilst að saka tvo áhrifamenn í Sjálfstæðisflokki um meinta skoðanavillu hjá grasrót V.g. Reyndar bara eitt dæmi af fjölmörgum sem sýna að þungaviktarmenn í íslenskum stjórnmálum hafa allir fengið sín eftirmæli og huggulega legsteina.
Bullið er blátt áfram orðið heilsuspillandi.
Árni Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 21:22
Það er ekkert langsótt að formaður Heimssýnar fái línuna lagða frá hrunpostulunum í Sjálfstæðisflokknum. Hann er jú málsvari þeirra. Sjálfstæðismenn eiga Heimssýn þó að Hjörleifur og Ragnar Arnalds hafi fengið að vera með af því að þeir stofnuðu ósómann. Síðan er hentugt að etja þeim á foraðið. Þeir eru nóg brjálaðir til þess. Ég myndi gera það líka ef ég væri þessari aðstöðu. - Álfheiður Ingadóttir er alin upp í gamla Alþýðubandalaginu og veit alveg hvað er að gerast. Þessir gömlu dónar hata Steingrím einsog pestina enda hefur hann ekki hlustað á glataðar ráðleggingar afdánkaðra kommúnista.
Gísli Ingvarsson, 23.10.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.