Leita í fréttum mbl.is

Forseti ASÍ með óráði.................

...... eða hefst núna massívur stuðningur hans við Setuverkfallsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þetta er í það minnsta einhver furðulegasta fullyrðing, sem að frá Gylfa hefur komið lengi og eru slíkar fullyrðingar ófáar. Eiginlega svo margar að varla entist mér dagurinn til að rifja þær upp.

Ef að eitthvað er, þá hefur stjórnarandstaðan verið boðin og búin að aðstoða ríkisstjórnina til góðra verka og oftar en ekki lagt við nótt sem nýtan dag í nefndarvinnu í þingnefndum, við útfærslur á vanbúnum frumvörpum ríkisstjórnarinnar.

Eina merkjanlega andstaða stjórnarandstöðunnar, ef að einhver er, gæti hugsanlega verið sú að stjórnarandstaðan hefur bent á aðrar leiðir en stjórnvöld hafa viljað fara.  Gylfi hefur kannski gleymt því að ríkisstjórnin, hefur fengið að "leysa" skuldavanda heimila og fyrirtækja fjórum sinnum, en án merkjanlegs árangurs.  Gylfi telur það kannski koma í veg fyrir góð verk að benda á aðrar leiðir, en farnar hafa verið í þessum fjórum misheppnuðu björgunnarleiðangrum?  

Það er í rauninni nær sannleikanum, að stjórnarandstaðan hafi reynt að styrkja ríkisstjórnina, til "góðra" verka, vegna veikleika hennar.  Veikleika hennar sem lýsir sér í heimilserjum á stjórnarheimilinu.  

Svo er kannski spurning hvort að Gylfi telji hluta þingflokks Vg. til stjórnarandstöðunnar, því að það er einmitt sá hluti þingmanna sem að í raun hafa staðið í vegi fyrir öflugri atvinnuuppbygginu í landinu.  Burt séð frá öllum misgóðum eða misgóðum skuldaúrræðum sem í boði eru, þá er trygg atvinna fyrir alla hin eina sanna kjarabó.  Trygg atvinna fyrir alla er sá mótor sem knýr efnahagslífið áfram á þann hátt að líkur á virkni skuldaúrræða stóraukast. 

Frost í atvinnuuppbyggingu, stuðlar hinsvegar að endalausri leit að skuldaúrræðum, fyrir fólkið í landinu, því án atvinnu og mannsæmandi tekna, eykst skuldavandinn, því langvarandi atvinnuleysi og lágar tekjur, búa til nýja forsendubresti slag í slag.

 


mbl.is Framsóknarmenn mótmæla orðum Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband