20.10.2010 | 12:51
Mótmæli í réttu póstnúmeri, en ekki við rétt hús.
Hvað sem segja má um gjörðir Landsbankans fyrir og eftir hrun og þá sérstaklega eftir hrun, þá eru flestar ef ekki allar gjörðir hans innan þeirrar löggjafar sem að honum er sett. Það má svo hins vegar alveg deila um, hvort geðþótti stjórnenda bankans, hafi teygt þau lög lengra í þági einstaka viðskiptavina.
Sé það svo að bankinn taki umdeildar ákvarðanir, sem að þó rúmist innan verklagsreglna bankans, sem að settar hljóta að vera af eiganda bankans, ríkinu í gegnum Bankasýslu ríkisins og þeirra úrræða sem að bankanum ber að fara eftir, samkvæmt þónokkrum úrræðapökkum stjórnvalda, misgagnlegum réyndar, þá hlýtur ábyrgðin fyrst og fremst að liggja hjá þeim sem eiga bankann og setja honum þessi lög og þessar reglur, Alþingi.
Það mál sem að hefur eflaust ekki latt mótmælendur til mætingar við Landsbankann í gær, afskriftir Nóns, hefur hins vegar verið útskýrt með vísan í verklagsreglur bankans, samþykktar af Bankasýslu ríkisins, í umboði stjórnvalda. Það er svo allt annað mál hvort, sá gjörningur sé sanngjarn eða ekki.
Það er líka morgunljóst að hafi bankinn farið að lögum og sínum verklagsreglum varðandi þessar afskriftir, þá verða þær ekki aftur teknar, enda undirritað samkomulag milli hlutaðeigandi að afgreiða málið á þennan hátt. Það er því í rauninni fáranlegt, að fara fram á slíkt, alveg óháð því hversu há upphæðin var sem slík og hverjir áttu þar hlut að máli. Efist fólk hins vegar um lögmæti þessara gjörða, þá er sjálfsagt að krefjast rannsóknar á þeim, en varla vill fólk að bankinn sjálfur annist þá rannsókn.
Þegar kemur að skuldavanda heimilana, þá kom fram í svörum bankana við orðum forsætisráðherra í stefnuræðu sinni, um að bankarnir drægju lappirnar í viðleitni sinni við að aðstoða heimilin, að hið opinbera setti þeim oftar en ekki stólinn fyrir dyrnar vegna vangoldinna opberra skulda lántakenda þeirra lántakenda er til bankans leita. Með öðrum orðum, þá hindra meldingar innheimtumanna hins opinbera bankana í sinni viðleitni að semja við lántakendur, vegna vangoldinna gjalda þeirra við hið opinbera. Krafan ætti því að vera á stjórnvöld að þau byggju svo um hnútana að kröfur innheimtumanna hins opinbera, vikju á þann hátt að bönkunum væri það mögulegt að láta úrræði sín lántökum til handa ganga í gegn.
Hvort sem að kröfur hins opinbera væru hægt að innheimta, síðar eða ekki. Kröfur hins opinbera, fengjust hins vegar ekki greiddar, færu eignir þessara lántakenda á uppboð, enda eru þær með lítinn sem enginn veðrétt á við bankann. Hvort að boðuð Gjaldþrotalög stjórnvalda, komi í veg fyrir að hægt sé að elta menn endalaust vegna skattskulda veit ég ekki, enda ekki séð frumvarpið.
Nú er það svo að stærstur hluti húsnæðislána er hjá Íbúðalánasjóði, sem að heyrir beint undir stjórnvöld. Langstærstur hluti þeirra uppboða sem fram fara þessa dagana og vikurnar, eru að beiðni Íbúðalánasjóðs og þó svo að þær íbúðir séu dregnar frá, sem að verktakar hafa ekki náð að selja fyrir hrun og komist í þrot þess vegna, séu dregnar frá, þá er enginn aðillli með fleiri uppboðsbeiðnir á hendur einstaklingum og fjölskyldum í landinu, en Íbúðalánasjóður. Að baki svipuðum fjölda stendur svo hið opinbera, sem að fær í rauninni ekkert upp í kröfur sínar gegnum uppboðið, enda flestir aðrir kröfuhafar framar í röðinni, eins og bankar og Íbúðalánasjóður.
Í þessari viku eru 54 uppboð áætluð að kröfu Íbúðalánasjóðs, reyndar 44 af þeim vegna verktaka sem ekki náði að selja, en hin tíu þá á eignum sem í dag eru heimili fjölskyldna. Í þessari viku, eru hins vegar "bara" 3 uppboð áætluð að kröfu viðskiptabankana þriggja, semsagt eitt á banka að meðaltali. Með öðrum orðum, þá eru boðnar 10 eignir ofan af fjölskyldum í landinu á vegum Íbúðalánasjóðs, á móti einni eign á vegum hvers viðskiptabanka fyrir sig.
Ég veit ekki með þig, lesandi góður, ef að þú ert enn að lesa, en ætli fólk að knýja fram breytingar á því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þá er vissulega rétt póstnúmer til að mótmæla í 101. Hins vegar eru Lækjargata (Stjórnarráðið) og Austurvöllur (Alþingi, löggjafinn) vænlegri staðir til árangurs, nema auðvitað að fólki finnist að þeir sem þar vinna, séu að vinna þjóðinni og heimilunum það gagn sem af þeim er vænst.
Þreytt á þessari leiksýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vissulega vera að Landsbankinn og aðrir bankar fylgi öllum reglum við afskriftir. Það sem skiptir hins vegar höfuðmáli þegar bankarnir hrósa sér af þessu og einhverjir glepjast með í gleðinni yfir reglufylgninni er sú stareynd að til skuldanna var stofnað með verulega vafasömum hætti.
Í besta falli verulega vafasömum hætti, en sennilega í langflestum tilfellum í algerri mótsögn við útlánareglur bankanna. Mönnum voru sem sagt lánaðir óheyrilegar fjárhæðir með lélegum eða engum veðum og síðan hrósa bankarnir sér fyrir að fylgja öllum reglum við afskriftir þessara lána. Þetta er hlægilegt og sýnir okkur svart á hvítu að fjármagnseigendur og varðhundar þeirra innan bankanna og víðar hafa ekkert breyst. Ártalið gæti alveg eins verið 2006. Engin breyting.
Grímur Bárðdal (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.