Leita í fréttum mbl.is

Spunarokkar andskotans.

Í morgun var haldinn það sem kallað er samráðsfundur stjórnar og stjórnarandstöðu, um lausnir á skuldavanda heimilana.  Hins vegar er það algjört rangnefni að kalla þessar uppákomur samráðsfundi og slíkt rangnefni í rauninni ekkert annað en einn af þessum spunum stjórnvalda, sem dunið hafa á þjóðinni undanfarna 20 mánuði.   Spuni þar sem öllu er snúið á hvolf og smáu atriðin gerð að þeim stærstu til þess að hylja getuleysi stjórnvalda.

Dagskrá fundarins í morgun, var nánast sú sama og á hinum fundunum, þ.e. að fara yfir úrræði stjórnvalda, vegna skuldavandans.  Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hins vegar allir komið með tillögur vegna vandans, sem hljóma allt öðru vísi, að flestu leyti en tillögur stjórnvalda.  Tillögur stjórnarandstöðunnar, komast hins vegar ekkert á dagskrá og eru því fulltrúar stjórnarandstöðunnar í rauninni ekkert annað en áheyrnarfulltrúar á fundum þessum og í raun ekkert samráð við þá haft. 

Leiðtogar stjórnarinnar ættu í rauninni að spyrja háttvirtan þingmanninn, Mörð Árnason, íslenskufræðing að merkingu orðsins samráð, áður en þeir fara að nauðga sannleikanum á þann hátt sem þau hafa gert í fjölmiðlum undanfarna daga.

Eina nýja á fundinum í morgun, var að sögn þeirra sem hann sátu, kynning á tveimur frumvörpum sem að ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu boðað.  Frestun á lokauppboði fasteinga til mánaðarmóta mars/apríl og frumvarp viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins.  Að öðru leyti var dagskráin sú sama og áður.  Endurteknar ræður ráðherranna, þar sem enn og aftur var talað um þá hluti sem voru til skoðunnar og væri verið að athuga. 

 Hins vegar ætti fólk að hugsa sig aðeins um áður en það tekur sér sæti í Spunahraðlest Andskotans (stjórnvalda) og fer að syngja hinn falska tón um ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar í málinu. Stjórnarandstaðan hefur fyrir löngu og oftar en einu sinni kynnt stjórnvöldum sínar tillögur. 

Fólki ætti öðru nær að vera það ofar í huga, afhverju í fjáranum, eru stjórnvöld núna enn eina ferðina ( í fimmta skiptið) að "leysa" skuldavanda heimilana?  Afhverju í ósköpunum hefur stjórnvöldum ekki tekist að ná utan um vandann fyrr? Hverslag sleifarlag það sé að vera ekki ennþá búin að gera heildarúttekt á vandanum svo að vandinn sé stjórnvöldum ljós og stjórnvöld í rauninni þess albúinn að takast á við vandann í eitt skipti fyrir öll?


mbl.is Fráleit umræða um samráðsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú heldur að þínar skoðanir séu ekki alltaf réttar. Á ferðum mínum hingað á bloggið þitt þá finnst mér þú nú oftast/alltaf hitta naglann hressilega á höfuðið. Þetta innlegg er engin undantekning sem er miður fyrir skuldara þessa lands. Það er grátlegt að horfa til baka og sjá að stjórnvöld hafa gert akkúrat ekki neitt nema spunnið lyga- og blekkingarvefi. Ég hefði getað fyrirgefið þeim að koma hreint fram og sagt "Við ætlum ekki að gera neitt, hjálpið ykkur sjálf".

Björn (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband