6.10.2010 | 17:58
Í gíslingu ráðalausrar ríkisstjórnar er þingið óstarfhæft.
Það vissulega ekki óvitlaus fullyrðing að þingið sé óstarfhæft, en það þarf að ræða það bara hreint út, hvers vegna svo sé. Þingið er ekki óstarfhæft því að þingmenn nenni ekki að vinna vinnuna sína. Þingið er fyrst og fremst óstarfhæft, því þingmönnum er meira og minna bannað að vinna vinnuna sína.
Það vita það allir sem að vilja vita, að dagskrá þingsins er stjórnað af Framkvæmdavaldinu (ríkisstjórn) og mál komast ekkert á dagskrá nema þau séu ríkisstjórninni þóknanleg. Í heilar þrjár vikur, hefur verið beðið um fund í Viðskiptanefnd Alþingis, vegna gengislánadómsins. Sá fundur hefur ekki enn verið haldinn. Svarið við því hlýtur að liggja í augum uppi. Annað hvort vill ríkisstjórnin ekki málið á dagskrá, eða hefur ekki glóru um hvernig hún snúa sér í málinu, nema á þann hátt, sem arfavitlaust frumvarp Árna Páls boðar. En að leyfa þingnefndum að ræða málið með fagfólki og mynda sér skoðun á því og jafnvel koma með lausnir, nei slíkt er ekki í boði.
Ríkisstjórnin hefur í nokkur skipti blásið til blaðamannafunda þegar þolinmæði fólks hefur verið á þrotum og boðað aðgerðir fyrir fólkið í landinu. Þessar aðgerðir hafa oftar en ekki verið kynntar sem lokasvar stjórnvalda. Síðan hefur þessu verið keyrt í gegnum þingið og efasemdarmenn þeirra úrræða, gjarnan sakaðir um þvælast fyrir stjórnvöldum og uppbyggingunni í landinu. Breytingartillögur vegnar og metnar eftir flokksskírteinum og jafnvel gengið svo langt að þaggað er niður í stjórnarþingmönnum, sem eiga ekki upp á pallboðið hjá leiðtogum stjórnarflokkanna.
Svo er þessum málum, misundirbúnum, hent í gegnum þingið, sem allsherjarlausn og önnur mál rædd. Önnur mál eins og súlustaðabann, sólbaðsstofubann, kynjakvótar og þrætur um stuðning við Íraksstríðið. Á meðan þessi "önnur mál" eru rædd kemur í ljós hver villan af fætur annarri í nýsamþykktum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn biðja slag í slag undir liðnum, fundarstjórn forseta um að þessir hnökrar á nýsamþykktum lögum séu ræddir og lausna leitað. Svarið við þeirri beiðni er alla jafna það, að þetta mál sé ekki á dagskrá og halda skuli sig við áður auglýsta dagskrá. Gildir þá einu hver dagskráin er eða alvarleiki þess máls er beðið er um umræður vegna.
Svo endurtekur þetta ferli sig, þegar að allt er komið í hönk aftur. Ný úrræði lokaúrræði til lausnar skuldavandans. ................................... En eftir standa þúsundir fjölskyldna eignalausar á leiðinni á götuna.
Vandamál þingsins er því fyrst og fremst úrræðaleysi stjórnvalda og sá brestur þeirra að geta ekki viðurkennt það og beðið þingið um hjálp á ærlegan hátt, án skilyrða.
Þingið er óstarfhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.