3.10.2010 | 20:27
Óvitaskapur og hugsanlegt lögbrot stjórnvalda.
Klukkutíma eftir að Hæstiréttur kvað upp seinni dóm sinn varðandi gengislánin, hélt Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra blaðamannafund. Á fundinum kynnti hann þau lög sem að til umræðu eru í tengdri frétt. Það væri vissulega fáranlegt að halda því fram að ráðuneyti Árna hafi getað sullað saman þessum lögum á klukkutíma, heldur hljóta þau að hafa verið í einhvern tíma í vinnslu í ráðuneytinu og sú vinna eflaust hafist fyrir tíma Árna í ráðuneytinu. Spurningin hlýtur því að vera. Hefði þessum lögum verið hent, ef að t.d. Hæstiréttur hefði dæmt að samningsvextirnir giltu í stað Seðlabankavaxtana sem að varð niðurstaða dómsins?
Aðspurður í Kastljósviðtali sagði Árni að fyrirtækjunum hafi verið haldið utan við þessi lög þar sem ótækt væri að útgerðarfyrirtæki sem að hefðu sínar tekjur í erlendum gjaldmiðlum og gjaldþrota útrásarleifar gætu grætt á þeim. Þessi rök er kannski hægt að kaupa, en samt er eins og ráðherrann viti ekki hvernig íslenska fyrirtækjaflóran lítur út. Yfir 90% fyrirtækja í landinu eru lítil eða millistór fyrirtæki, með færri en 50 starfsmenn og flest þeirra, falla ekki undir þessi rök ráðherrans. Ráðherrann setur undir sama hatt og útgerðar og útrásarfyrirtæki, öll fyrirtæki í landinu, allt frá einyrkjum, t.d. bændur og verktaka og önnur lítil og meðalstór fyrirtæki sem í landinu starfa og eru velflest að sligast undan skuldabyrðinni, án þess þó að hafa fjárfest af einhverjum fávitaskap, heldur allt eins verið eðlilegar og sjálfsagðar fjárfestingar í eðlilegu árferði, hvort sem að það hafi verið kaup á fyrirtæki, líkt og Sigurplast, eða fyrirtæki Agnesar frá Akureyri sem kom fram í Kastljósinu um daginn.
Nái lög ráðherrans fram að ganga, þá verða öll gengislán til fyrirtækja lögleg, samkvæmt lögum og þeim því ekki gefin kostur á því að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Enda dæma dómstólar eftir þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni. Það er því nánast borðleggjendandi að jafnæðisreglum er brotin þarna á fyrirtækjunum í landinu, þeim væntanlega til mikils skaða, verði lögin samþykkt óbreytt. Líklegt mætti því telja að ríkinu yrði stefnt vegna brotsins og því gert að greiða bætur sem gætu skipt milljarðatugum eða hundruðum.
Munu þær málsbætur ráðherrans um að lög þessum hafi verið ætlað að minnka það áfall sem ríkissjóður hefði annars orðið fyrir vegna gengislánadómsins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar, þá er ólöglegt að nota gengisviðmið sem verðtryggingu á lánum sem að greidd eru út í íslenskum krónum, hvort sem að þau séu til bíla og húsnæðiskaupa einstaklinga, eða til fyritækja, öll þessi lán eru nær örugglega ólögleg og því ekki heimilt að mismuna fyrirtækjum með þessari lagasetningu.
Það er því nokkuð ljóst að þessi flumbrugangur Árna páls með þessi lög sé bara á pari við aðrar lagasetningar stjónvalda í kjölfar bankahrunsins í okt 2008. Það væri eflaust efni í ótal blogg eða greinar að tilgreina öll þau lög sem sett hafa verið á tímabilinu frá hruni til dagsins í dag, sem í raun hafa á flestan hátt unnið gegn fólkinu í landinu en með bönkunum. Hvenær líkur þessum óvitaskap og eyðinleggingu stjórnvalda á fyrirtækjunum í landinu, svo að hægt verði að byggja upp hér að nýju samfélag þar sem fólk hefur í það minnstu von til þess að komast af með þokkalegu móti.
65% fylgjandi frumvarpi Árna Páls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
Athugasemdir
Það er algerlega fáráðlegt, að tvenn lög eigi að gilda í landinu um gengistryggð lán, önnur fyrir einstaklinga og hin fyrir fyrirtækin. Afurða- og fjárfestingalán útflutningsfyrirtækja eru allt annarrar gerðar en lán flestra fyrirtækja til kaupa á bílum og framleiðsluvélum. Útflutningsfyrirtækin eru yfirleitt með sín lán í erlendum gjaldeyri á meðan smærri fyrirtækin eru með flest sín lán gengistryggð, sem er allt annar frágangur á skuldaskjali.
Árni Páll er með hreinan fyrirslátt, ef hann þykist ekki geta skilið á milli lána útrásarvíkinga, úrflutningsfyrirtækja og annarra rekstraraðila í landinu. Þar fyrir utan getur hann ekki sett afturvirt lög um þessi mál og dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengisbundinna lána stendur og hlýtur að gilda um öll slík lán, hvort sem þau hafa verið veitt einstaklingum eða rekstraraðilum.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.