Leita í fréttum mbl.is

24. greinin.

Ég get ekki annað en verið sammála hverju orði Svans þarna og á hann þakkir skilið.  Svanur hefur verið frá upphafi stuðningsmaður Samfylkingarinnar (man ekki hvaða vinstri sellu hann fylgdi áður) og gefur sú staðreynd þessum orðum hans meira vægi.  Það er nefnilega ekki hægt að segja að hallað hafi  á Samfylkinguna, þegar Svanur hefur tjáð sig í fjölmiðlum áður.

 Hins vegar er það svo annað mál hvort Jóhanna eða Samfylkingin  hlusti á Svan og taki mark á orðum hans. 

Stærsta vandamál Samfylkingarinnar, fyrir utan frammistöðu flokksins undanfarin misseri er leiðtogaleysi flokksins. Frammistaðan undanfarið skýrist eflaust að hluta til af leiðtogaleysinu. Formannskjör er örugglega ekki það sem Samfylkinguna langar í nú um stundir, enda allt í hönk þar innan borðs og formannskjör með öllum þeim plottum og trixum sem í boði væru, gætu nánast gengið frá flokknum.  Hin kosturinn að bjóða fram með Jóhönnu í forystu, myndi skila sama árangri, alla vega hvað fylgi varðar.

Það er því ekkert víst að Jóhanna sé einhver áhugamanneskja um það að skila inn umboðinu og fara í kosningar og nánast ómögulegt að félagar hennar í Samfylkingunni myndu þrýsta svo mikið á hana í þá veru.

Það væri þá alveg þjóðinni til góðs, að Ólafur Ragnar Grímsson myndi brjóta upp þessa formföstu athöfn sem setning þingsins á morgun, enda kalla óvenjulegir og fordæmislausir tímar á eitthvað óvenjulegt og öðruvísi, og rjúfa þing í stað þess að setja það, með því að bera fyrir sig 24. grein Stjórnarskrárinnar.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1) 1)L. 56/1991, 5. gr.

 


mbl.is Alþingi rúið trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég efast stórlega um að Ólafur Ragnar myndi grípa til þessa ráðs, því að það að rjúfa þing í dag bæri vitni um áræðni, dug og festu. Auk þess myndi han aldrei gera gömlu félögunum úr Alþýðubandalaginu (VG) þann óskunda. Bæði Ólafur og Steingrímur vita mætavel, að ef efnt yrði til kosninga, kæmust VG ekki í ríkisstjórn næstu árin.

Ég er fullvissaður um að alþingiskosningar verði árið 2012 eftir 3ja ára aðgerðarleysi af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis.

Vendetta, 1.10.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband