21.9.2010 | 18:49
Er Atlanefndin heilög og yfir alla gagnrýni hafin?
Sú gagnrýni sem að kemur fram á Atlanefndina, á alveg fyllilega rétt á sér. Niðurstaða nefndarinnar eða meirihluta hennar byggir að mestu á að meirihlutinn var meira sammála sumum sérfræðingum en öðrum. Nöfn þessara sérfræðinga eru í flestum tilfellum trúnaðarmál, þannig að ekki að hægt að skera úr um hæfni þeirra til þess að fella dóm, eða mæla með einhverju, þar sem hagsmunir þessara nafnlausu sérfræðinga, er ekki hafin yfir allan vafa.
Það er held ég óumdeilt að Atlanefndin, fékk eitt það mesta traust og ábyrgð í hendurnar, sem að nokkurri þingnefnd, hefur hlotnast, fyrr eða síðar. Nefndin fékk auk þess nokkuð frjálsar hendur um það hvernig hún myndi nálgast sínar niðurstöður. Traustið sem að nefndin fékk, var ekki eingöngu frá þinginu, heldur einnig þjóðinni. Einnig urðu þeir ráðherrar, sem um ræðir að geta treyst því að þeir séu að fá rétta og sanngjarna málsmeðferð.Traustið sem að nefndin fékk, var það mikið að niðurstaðan varð að vera óumdeild í það minnsta hafa meirihluta þingsins. Niðurstaða og málatilbúnaður hennar, varð einnig að standa á þeim grunni, að starfshættir hennar væru yfir alla gagrýni hafnir.
Svo er talað um að þingið hefði samþykkt þessa málsferð. Það er að hluta til rangt. Þingið samþykkt jú að nefndin reyndi að komast að því, hvort að um einhver brot væri að ræða, eða ekki. En þingið hafði kannski minnst um aðferðafræðina að ráða. Afhverju voru t.d. ráðherranir fyrrverandi kallaðir fyrir nefndina og þeir spurðir út í atburðarásina, lið fyrir lið, sem að kærurnar byggja á? Var það óþarfi, af því einhverjir sérfræðingar töldu ráðherrana seka? Var því alveg nóg að senda ráðherrunum bréf og biðja þá um að skýra sitt mál, út frá örfáum spurningum? Þorði Atlanefndin ekki að hitta þessa ráðherra, augliti til auglits? Ennþá hefur enginn getað svarað þessum spurningum, án þess að væna þann sem spyr um persónuleg og pólitísk tengsl við einhvern þeirra ákærðu.
Það væri í rauninni ábyrgðarhluti af þingmanni, hvar sem hann er í flokki að gagnrýna ekki málsmeðferðina, finnist honum eitthvað þar á skorta. Það getur enginn þingmaður tekið ákvörðun vegna ósættis og hungurs í uppgjör á þeirri pólitísku stefnu, sem að var hér í gangi, árin fyrir hrun. Þingmenn eins og hreyfingarþrennan, Ögmundur og Lilja Mós, eru bara ekki í nægilegu tilfinningalegu jafnvægi til þess að geta rætt málin með öllum þeim sjónarmiðum og röksemdum sem eru í boði, því að þau hafa fyrir lifandis löngu kveðið upp sinn dóm, ásamt pottaglömrurum búsáhaldabyltingarinnar. Fólk sem lýsir því yfir áður en að umræðan hefst í þinginu, að þau hafi tekið ákvörðun, sem ekki verður haggað, er bara ekki hæft til þáttöku í umræðunni og því síður að ýta á atkvæðahnapp, þegar málið fer að lokum til atkvæðagreiðslu.
Ég endurtek enn og aftur orð mín um algert dómgreindarleysi, Atla Gíslasonar nefndarformanns, að hleypa þessu máli út úr nefndinni í ágreiningi og með ótal vafaatriðum í eftirdragi. Atli hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður um árabil og virðist alveg hafa gleymt því sem hann hefur lært í námi og starfi.
Það sem er í raun að gera þinginu nánast ómögulegt að afgreiða málið, er frágangur Atlanefndarinnar á málinu. Frágangur sem svo sannarlega býður upp á ósætti í þinginu og í rauninni gerir ekkert annað en að auka á kaosið þar innandyra. Almenningur stendur svo þar fyrir utan sótsvartur af reiði og hefur fyrir lifandis löngu fellt sinn dóm í bræði yfir því hvernig fór haustið 2008.
Trúverðugleiki Alþingis í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla alls ekki að gera lítið úr andlegum erfiðleikum. En fyrir kosningarnar síðustu horfði ég á Atla tala á frambðsfundi (á ruv)..hann var skjálfandi, eiginlega nötrandi..Ég varð hissa..Maður sem var vanur að koma fram? Við erum öll mannleg en ég held að ég geti ekki skrifað upp á neitt sem Atli segir..Sorrý.
Kveðja frá Dk.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.9.2010 kl. 19:40
Takk fyrir innlitið Silla og kveðja til DK.
Stór hluti meðhlaupara meirihluta Atlanefndar eru bara enn fastir í pottaglamurs-syndrominu á Austurvelli í janúar 2009 og tóku í raun það einbeitta ákvörðun um kærur þá, að þeim er það gjörsamlega ómögulegt að hlusta á nokkur rök, eða tjá sig af viti.
Kristinn Karl Brynjarsson, 21.9.2010 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.