Leita í fréttum mbl.is

Atli Gíslason hefur misst öll tök á störfum eigin nefndar og hótar stjórnarslitum.

Atli Gíslason lauk máli sínu með því að vara þingmenn Samfylkingarinnar að taka málið út úr þingmannanefndinni og flytja það yfir í Allsherjarnefnd þingsins.  Slíkt liti hann á sem vantraust á sitt starf og meirihluta þingmannanefndarinnar og slíkt yrði ekki liðið.   Er Atli að hóta stjórnarslitum?

  Fari málið fyrir Allsherjarnefnd, þá myndar væntanlega Samfylkingin meirihluta í nefndinni með Sjálfstæðisflokki og gæti lagt fram tillögu um að vísa frá tillögum um Landsdóm. 

Atli er enn og aftur að opinbera vanhæfi sitt með dómgreindarleysi sínu.  Fyrsta opinberun dómgreindarleysis hans var að hleypa málinu úr þingmannanefndinni í ósátt og vissu um að hvorug tillagan um Landsdóm hefði þingmeirihluta og því myndi þurfa pólitísk hrossakaup eða eitthvað þaðan af verra til að fá aðra hvora tillöguna samþykkta.  Síðan leggur hann fram tillögu þess hóps er hann tilheyrir í nefndinni, án þess að leggja fram öll gögn að baki þeirri tillögu og ber við trúnaði. Trúnaði byggðum á einhverjum verklagsreglum sem í raun giltu bara á meðan nefndin, var að komast að niðurstöðu með þessar tillögur sínar.  Svo að lokum hótar hann stjórnarslitum, verði mál sem hann ræður ekki við tekið úr hans höndum.   

 Að baki Atla standa þingflokkar Vinstri grænna, Framsóknar og Hreyfingar, með blóðbragð í munni og einbeittan vilja til þess að hefja pólitísk réttarhöld, til uppgjörs við markaðshyggjuna og kalla það réttlæti. 

 Í alvöru talað, þá er vart tilefni til annars en að rjúfa þing og efna til kosninga að nýju.  Alþingi er gersamlega óstarfhæft á meðan þetta mál vofir yfir því.


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - þú gleymdir hluta Samfylkingarfólksins - á bak við Atla - Samfylkingin er klofin.

Benedikta E, 17.9.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samfylkingin stendur ekki að baki Atla.  Samfylkingin mun aldrei ákæra Ingibjörgu og Björgvin.  Þingflokkur Samfylkingar mun standa heill að baki því að taka málið úr höndum Atlanefndarinnar og vísa því inn í Allsherjarnefnd, verði stjórnin ekki sprungin áður.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 15:32

3 identicon

Alveg rétt athugasemd hjá Benediktu E. það var ekki hægt að ljúka málinu öðru vísi þó svo að partur Samfylkingarliðsins geti alls ekki hugsað sér að ákæra fyrrverandi formann sinn eða Björgvin "gamla" G. Sigurðsson, þá skulum við samt vona það að hluti þeirrra séu tilbúnir til þess að einhver verði látinn sæta ábyrgð.

Þessi nefnd hefur lyft grettistaki til þess að siðvæða íslensk stjórnmál og láta þá sem helsta ábyrgð báru á hruninu axla sína ábyrgð.

Ég vil þetta mál burt úr pólitískum hjólförum eins og þú villt greinilega reyna að koma þeim í með því að gera Atla sérstaklega tortryggilegan.

Enda sýnir ný skoðanakönnun að það er sterkur vilji þjóðarinnar að þetta fólk verði dregið fyrir Landsdóm og fái þar eðlilega og réttláta málsmeðferð, þrátt fyrir flokkadrætti !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 15:34

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Skoðana könnunin hefði nánast getað verið um hvað sem er, þar sem þjóðin hefur ekki þær upplýsingar og ekki einu sinni þingið, til þess að taka ákvörðun um þessar ákærur. Auk þess sem að þessi málsmeðferð er Atli Gíslason og meðhlauparar bjóða þingi og þjóð uppá er Atla og co.  til háborinnar skammar.

 Það væri þess vegna hægt að spyrja stuðningsklúbba úrvalsdeildarliðana í handbolta, hvaða lið þeir vildi að yrði Íslandsmeistari.  Eða spyrja fólk hvort það vildi ekki Mallorcaveður hér á landi næsta sumar. 

 Þessar starfsreglur sem Atli skýlir sér á bakvið, ná eingöngu yfir tímann, þangað til tillagan er lögð fram á Alþingi, ekki um alla eilífð.

 Hvað sem hugsanlegum brotum fyrrverandi ráðherra líður, þá eiga þeir eins og allir aðrir einstaklingar rétt á því að ákvarðanir um ákærur gegn þeim séu teknar á grundvelli upplýsinga sem liggja fyrir, en ekki upplýsinga sem liggja í leyni.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Eðlilega vill VG að þessi sýndarréttarhöld fari fram - Spænski rannsóknarrétturinn lét líka fara fram réttarhöld - með fyrirfram ákveðinni niðurstöðu - það er líka búið að ákveða þessa niðurstöðu - það gerðu Baugsmiðlar og Ríkisútvarp Samfylkingarinnar.

Við þessi "réttarhöld" munu starfa 5 AF REYNDUSTU DÓMURUM HÆSTARÉTTAR - og á meðan hlaðast málin þar upp og þeir sem hreinsuðu bankana innanfrá verða þá væntanlega sýknaðir þar sem málin verða orðin of gömul.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 16:08

6 identicon

Atli talar klökkur um hvað það sé þungbær skylda sem hvíli á þingmönnum að þurfa að ákæra sína eigin flokksfélaga, en hann þarf ekki að standa í því sjálfur. Ef VG hefði unnið góðan kosningasigur árið 2007 og þeir komist í stjórn, þyrfti Atli sennilega að standa í þeim sömu sporum núna, því hrunið var þegar orðið óhjákvæmilegt árið 2006. Gaman væri að vita hvernig ræðan hans mundi þá hljóma.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband