16.9.2010 | 14:05
Forsetinn, þjóðin og stjórnvöld.
Fyrri í vikunni sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Bloomberg fréttastofuna, að Íslendingar hugsuðu nú hverslag klúbbur, þetta ESB væri nú og tengdi hann það við Icesavedeiluna og aðstoð ESB við Breta og Hollendinga, við að halda þeirra ólögvörðu kröfum til streitu.
Ólafur sagði reyndar rétt áður en hann lét þessi ummæli falla, að Íslendingar hefðu þó fyrir ekki svo löngu verið jákvæðari gagnvart ESB, meðal annars vegna gjaldmiðilsmála.
Urðu þessi ummæli Ólafs til þess að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fleiri aðildarsinnar risu upp á afturlappirnar og kölluðu ummæli Ólafs óviðeigan, pólitísk afskipti hans af utanríkismálapólitík stjórnvalda.
Ólafur svaraði því hins vegar til í hádegisfréttum útvarps, að ummæli sín hafi, fráleitt verið óviðeigandi, enda bæri honum sem forseta landsins að tala fyrir hagsmunum þeirrar þjóðar er í landinu býr.
Má jafnvel leggja út frá orðum Ólafs að hann treysti vart stjórnvöldum til þess að gæta hagsmuna þjóðarinar, eins og reyndar meirihluti þjóðarinnar gerir, samkvæmt nýlegri skoðannakönnun. Hvort að það færi þær skyldur á herðar forsetans að rjúfa þing og boða til kosninga, veit ég ekki og ætla því ekki að tjá mig um það frekar að sinni.
Þegar forsetinn beitti sinni stjórnarskrárbundu skyldu sinni að vísa þeim lögum til þjóðarinar, er hann telji vafa á að séu í þágu þjóðarhags, með því að synja Icesavelögunum staðfestingar, varð hann fyrir árásum, frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þingmönnum stjórnarflokkana. Sömu aðilum og hrósuðu þessum sama forseta fyrir að synja Fjölmiðlalögunum staðfestingar á sínum tíma. Þá þótti forsetinn af þessum sömu aðilum vera að rækja lýðræðislegar og stjórnarskrárbundnar skyldur sínar.
Við útkomu skýrslu RNA jukust svo þessar gagnrýnisraddir stjórnvalda og stuðningsmanna þeirra, þar sem að skýrsluhöfundum, þótti forsetinn hafa farið fullgeyst í stuðningi sínum við útrásina. Voru þær ásakanir á forsetan líkastar því að hann einn af þjóðinni allri hefði mátt vita, hvers konar loftbólubull útrásin hafi verið og því hafði hann ekki átt að leggja hönd á plóginn, líkt og nánast öll þjóðin gerði á sínum tíma. Verða slíkir sleggjudómar að teljast ómaklegir og í raun skammarlegir þeim er þessum sleggjudómum halda á lofti. Dómar þessi allir kveðnir upp vegna atburða sem að vart er hægt að segja að forsetinn, eða aðrir hefðu getað séð fyrir.
Andstæðingar forsetans fara svo út í staðhæfingar um að Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti, hefði aldrei lagt útrásinni lið á þann hátt sem Ólafur gerði. Hljóma fullyrðingar þessara aðila líkt og þeir hafi endurskrifað söguna á þann hátt að Vigdís hafi á sextán ára ferli sínum sem forseti, setið á Bessastöðum og bróderað milli þess sem að hún skaust hingað þangað um landið til að planta niður trjám og hefði engin afskipti haft af einu eða neinu.
Vera má að sú staðreynd að nú eru fjórtán ár síðan Vigdís hætti sem forseti, hafi aukið á þokukenndar minningar um hennar forsetaferil, ekki ætla ég að dæma um það.
Vigdís ferðaðist vítt og breytt um heiminn líkt og Ólafur gerir nú og talar um land og þjóð og það sem efst er á baugi hjá þjóðinni. Vigdís bara slapp við að tala fallega, eða fjálglega um íslensku útrásarvíkingana, þar þeir voru ekki fram komnir er hún var forseti.
Fram hefur komið að Vigdís hugleiddi ítarlega, hvort að hún ætti að synja lögum um EES-samninginn staðfestingar, vegna þrýstings sem hún fann frá hluta þjóðarinnar, vegna þess samnings. Hún ákvað hins vegar að synja þeim lögum ekki staðfestingar. Ólafur gerði nánast það sama varðandi Icesave 1 og Icesave 2. Ólafur staðfesti Icesave 1 eftir góða um hugsun, en setti fram fyrirvara í anda þeirra fyrirvara, er Alþingi sjálft hafði samþykkt á þann samning. Það þurfti því ekkert að koma á óvart að forsetinn synjaði Icesave 2, jafnvel þó að ekki hefði verið öll þessi andstaða meðal þjóðarinnar og var um samninginn. Erfitt hefði verið forsetann að samþykkja seinni lögin, eftir þá fyrirvara, er hann setti við þau fyrri.
Vigdís mun einnig hafa dregið það að undirrita lög á verkfall flugfreyja, vegna þess að undirskriftin, átti að fara fram á degi sem þykir merkilegur í sögu réttindabaráttu kvenna, því hafi henni þótt það óviðeigandi að svína þannig á kvennréttindabaráttunni að undirrita þau lög á þeim degi. Hins vegar má af þessu draga þá ályktun að Vigdísi hafi, þótt það viðeigandi að svína á kvennréttindabaráttunni, aðra daga, en merkisdaga í sögu þeirrar baráttu.
Af öllu þessu ofansögðu mætti því frekar spyrja sig að því, hvort það eina sem kalla má óviðeigandi við störf forseta vors, sé ekki bara það, að hann rjúfi ekki þing og boði til kosninga, því það þing sem nú situr og það framkvæmdavald er það kýs sér, er gersamlega vanhæft til þess að vinna hagsmunum þjóðarinnar gagn.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góða færslu Kristinn Karl - fólk bíður og vonar að forsetinn rjúfi þing sem allra - allra fyrst - því augljósara getur ekki verið að það ríkir stjórnarkreppa í landinu og fer dag versnandi.
Benedikta E, 16.9.2010 kl. 14:30
Það má alla vega færa fyrir því rök, að ef forsetinn telji stjórnvöld og þing, ekki valda því að sinna hagsmunum þjóðarinnar, þá beri honum að rjúfa þing og efna til kosninga.
Kristinn Karl Brynjarsson, 16.9.2010 kl. 14:40
Já er það Kristinn frábært - ég hélt að það þyrfti að fara fram vantraust frá þinginu eða þá að stjórnin segði af sér sjálfviljug og það verður nú aldrei.
Það eyfist þá von að losna við óhæfa ríkisstjórn.
Benedikta E, 16.9.2010 kl. 15:21
Það fæst aldrei samþykkt vantrauststillaga á stjórnina í þinginu. Þingflokkur Vg. mun standa heill að baki ríkisstjórninni, verði slík tillaga borin upp. Það myndi þá þýða það að traust þingsins á ríkisstjórninni, yrði staðfest enn frekar. Það myndi svo gera forsetanum erfiðara fyrir að grípa til viðeigandi aðgerða.
Kristinn Karl Brynjarsson, 16.9.2010 kl. 15:27
Vigdís sat í 16 ár sem forseti, frá 1980 til 1996!
Bara gamni
Skúli (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 19:27
Þakka ábendinguna Skúli og takk fyrir innlitið. Er búinn að leiðrétta.
Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 23:00
Ekki málið! Breytingin kemur reyndar ekki fram hjá mér, það stendur enn "...á þann hátt að Vigdís hafi á tólf ára ferli sínum sem forseti..." en það gæti verið að það sé bara hjá mér, ég veit það ekki.
Skúli (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.