9.9.2010 | 12:15
Landsdómur, marklaus skrípaleikur?
Núna líður að því að þingmannanefndin er skila átti niðurstöðu varðandi það hvaða ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde verði kallaðir fyrir Landsdóm. Eins og gefur að skilja, þá ríkir nokkur eftirvænting meðal þjóðarinnar varðandi niðurstöðuna, auk þess sem að eftirvænting og spenna ríkir á Alþingi og innan núverand ríkisstjórnar.
Þær fréttir sem nú berast af því að þingmenn og ráðherrar séu að víla og díla með hugsanlega niðurstöðu nefndarinnar er gersamlega ólíðandi og í allra besta falli óeðlileg.
Það að Samfylkingin með Össur Skarphéðinsson fremstan í flokki sé að róa að því öllum árum að haægt verði að semja við Sjálfstæðisflokk, að eingöngu þeir einstaklingar, sem voru formenn stjórnarflokkana í hruninu komi dóm, er skammarleg og í raun margföld ástæða afsagnar ráðherrans. Hann á ekki að skipta sér af niðurstöðu nefndar, sem hann á ekki aðild að. Það er nefndarinnar að ákveða, hverja hún vill kalla fyrir Landsdóm, slíkt á ekki að vera samningsatriði milli flokka, líkt og um fangaskipti milli stríðsaðila sé að ræða.
Fréttir berast af því að Össur vilji skipta á því að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sleppi við Landsdóm gegnn því að Árni Mathiesen fyrrverrverandi fjármálaráðherra sleppi einnig. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þessir ráðherrar brugðust í hruninu og því ætti það ekki að vera samkomulagsatriði, hvort þeir komi fyrir dóm eða ekki. Það væri þá bara dómsins, að dæma þá saklausa, hefi þeir engin lög brotið.
Það er einnig athyglisvert í þessu samhengi, að Björgvin G. er sá eini þeirra fjögurra er talið er að komi fyrir Landsdóm, er enn situr á þingi, þó hann hafi tekið sér leyfi, eftir að skýrsla RNA kom út. Leyfi sem hann ákvað að taka á meðan þingmannanefndin, starfaði og tæki afstöðu. Skýringin sem hann gaf var, að hann vildi ekki að nærvera sín í þinginu, skapaði óþægindi fyrir nefndina. Sagt er að Samfylkingin, hafi í raun slitið öll tengsl við Björgvin, að því undanskildu að Össur er sagður halda við hann sambandi.
Það má einnig færa sterk rök fyrir því að kalla skyldi tvo núverandi ráðherra fyrir Landsdóm, áðurnefndan Össur Skarphéðinsson, er var staðgengill Ingibjargar í veikindum hennar og sat fundi er máli skipti í atburðarásinni, auk þess sem að hann tók þátt í því með formanni sínum að halda Björgvini frá þeirri atburðarás, sem að hann átti rauninni að taka þátt í og taka ákvarðanir og bera ábyrgð á. Einnig ætti að kalla fyrir Landsdóm forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún sat í fjármálanefnd ríkisstjórnar Geirs Haarde, síðustu mánuðina, fyrir hrun og ætti því að bera einhverja ábyrgð á atburðarásinni, þá mánuði í það minnsta. Hún eins og aðrir, sem að máttu vera ljóst, að allt væri hér að fara á versta veg, gerði ekkert í því frekar en aðrir er í þeim hópi voru.
Það er því alveg ljóst, að ef að Landsdómur á að marka einhver tímamót í endurreisninni og vera upphaf þess að hér aftur komi á traust, milli stjórnvalda og þjóðarinnar, að það mun ekki takast ef að það verður eitthvað samkomulagsatriði, milli flokka á þingi, hverjir verði kallaðir fyrir dóminn. Ef að þingmannanefndin treystir sér ekki til þess að ná niðurstöðu og koma með tillögu til Alþingis, hverjir skuli kallaðir fyrir Landsdóm, þá er þingnefnd þessi vanhæf til verksins.
Líkur á landsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mun aldrei koma neitt traust milli stjórnvalda og almennings eins og staðið hefur verið að málum og að halda að landsdómur sem er skipulagður dómstóll dæmi einhverja til refsingar er hrein firra!
Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 21:43
Ég átta mig ekki alveg á hvað á að dæma þessa menn fyrir? Þeir eru ekki lengur í pólitík, skýrslan dæmdi þá hart og almenningur hefur einnig sakfellt þá. Hverju er við að bæta?
Eins og stendur virðist mörgum kjósendum núverandi stjórnmálaflokka sama um loforðasvikin, leyndarhyggjuna, skort á lýðræðislegum vinnubrögðum og spillinguna sem enn viðgengst (sem aldrei fyrr).Hvar eru mótmælagöngurnar? Hvar eru útifundirnir? Hvar eru áheitin og stóru orðin? Mötmælaspjöldin í kjöllurum VG og víðar rykfalla ásamt með trúverðugleika stórs hluta þjóðarinnar.
Ólafur Als, 10.9.2010 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.