Fra því að hin tæra vinstri stjórn norrænnar velferðar, tók til starfa í maí 2009, hefur hvert málið af fætur öðru valdið væringum milli stjórnarflokkana.
Erfiðleikar við að keyra Icesavemálið í gegn, sem skapast fyrst og fremst af andstöðu órólegu deildar Vg. Stjórnarflokkarnir hafa þingmeirihluta, þannig að atkvæði stjórnarandstöðunnar, hefðu alla jafna ekki truflað afgreiðslu málsins, hefði þinglið stjórnarinnar staðið þar að baki sem heild. Einnig er líklegt að forsetinn hefði ekki synjað lögum nr. 1/2010 staðfestingar, hefðu engin andstaða verið við málið í öðrun stjórnarflokknum.
ESBumsóknin samþykkt á sínum tíma, eftir hótanir um stjórnarslit og þaðan af verra. Texti þeirrar tillögu er fól í sér umsóknina og greinagerð með tillögunni, í raun langt frá því ferli sem málið er komið í í dag. Það er því vissulega umdeilt, hvort ríkisstjórn sé, komin einhverjum skrefum lengra en umboð það sem hún fékk frá Alþingi segir til um. Stuðningur ýmissa þingmanna Vinstri grænna, við þingsályktunartillögu, þess efnis að umsóknin verði dregin til baka, ýtir undir rök þess efnis að menn séu ekki sammála um það hvort, ríkisstjórnin sé komin umfram umboð sitt vegna ESBumsóknar.
Magmamálið er reyndar rúmlega ársgamalt mál á borðum stjórnarflokkana. Þingmenn Vinstri grænna kröfðust lagabreytinga, strax fyrir ári síðan. Því var hafnað af Samfylkingu, sem að tókst að ýta málinu, hægt og hljótt af dagskrá, á meðan Magma lauk ætlunarverki sínu. Þá rísa Vinstri grænir aftur upp á afturlappirnar og heimta það að orðinn hlutur sé dreginn til baka, annars verði stjórnarslit. Snuði troðið upp í órólegu deild Vinstri grænna, með stofnun umboðslausar Magmanefndar, sem virðist eiga í mestum erfiðleikum að komast að niðurstöðu, á þann hátt að báðir stjórnarflokkarnir geti verið sáttir. Enda er nokkuð ljóst, sé miðað við fréttir af tölvupóstssamskiptum ráðherra Samfylkingar, við fulltrúa Magma, að flokkurinn ætli á einn eða annan hátt að keyra málið í gegn, með góðu eða illu.
Séu orð Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra skoðuð, þá var endurkoma Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn, á hennar kostnað, fyrst og fremst til þess fallin að ná sátt meðal stjórnarflokkana um afgreiðslu Fjárlaga fyrir árið 2011.
Öll þessi mál sem talin eru upp hér að ofan munu koma til umræðu og afgreiðslu í sölum Alþingis á komandi haustþingi. Ljóst er að flest þessi mál, kæmust vart í þingsali, sem stjórnarmál, þar sem að öllu óbreyttu myndi þingflokkur Vinstri grænna, ekki getað staðið bakvið þau, nema sá hluti hans er kallast órólega deildin í daglegu tali fengi einhverja upphefð eða sporslur.
Það má því alveg spyrja að því hvort að sjanghæing Ögmundar í ríkisstjórn, sé hluti kyrrstöðusamnings stjórnarflokkana á milli. Gegn því að Ögmundi sé úthlutað sæti við ríkisstjórnarborðið, að nýju þá gangi órólega deildin ekki á eftir kröfum sínum í ofangreindum málum.
Á meðan kyrrstöðusamningur stjórnarflokkana kemst í framkvæmd og verði síðan uppfylltur, liggja fyrirtækin í landinu og heimilin í blóði sínu og bíða örlaga sinna, í veikri von um viðunnandi stöðu. Von sem dvínar með hverjum deginum sem líður.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Málaði bæinn rauðan með nokkrum skvísum
- Telur sig eiga heimsins stærsta safn Crocs-skópara
- Khloé búin að hressa upp á útlitið fyrir jólin
- Sóli seldi upp á 37 sýningar
- Úr trymbli í Trump
- Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði
- Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.