Leita í fréttum mbl.is

Leynisamningar vegna ESB milli Samfylkingar og Vinstri grænna, löngu fyrir kosningar?

„Ég held, að ástæðan fyrir því, að Svavar Gestsson var formaður samninganefndar um Icesave-málið sé sú, að þeir sem sömdu stjórnarsáttmálann fyrir okkur í vinstri stjórninni í ársbyrjun 2009 voru nánast búnir að samþykkja að hann yrði aðalssamningamaður um Evrópusambandið."

 Svo mælti Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingar og utanríkissráðherra, á fundi á vegur Samfylkingarinnar laugardaginn 4. september 2010.  Kristrún Heimisdóttir, er ekki bara einhver Samfylkingarkona, heldur eru meiri líkur en minni á því að hún hafi komið töluvert við sögu, bakvið tjöldin, í lok janúar 2009 þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð.

 Af orðum Kristrúnar er að dæma, að forsvarsmenn Vinstri grænna, í það minnsta þeir sem sömdu stjórnarsáttmála minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í janúar 2009, hafi í raun verið að innsigla, það stjórnarsamstarf sem nú er í gildi.  Stjórnarsamstarf sem gengur meðal annars og nánast helst út á ESB-umsókn og aðild.

 Þessi orð Kristrúnar hljóta einnig að vekja hörð viðbrögð meðal grasrótar Vinstri grænna, svo að maður tali nú um þessa svokölluðu órólegu deild.  Eins hljóta þeir kjósendur sem kusu Vinstri græna í síðustu kosningum að vera þeim virkilega reiðir, í það minnsta þeir sem kusu þá eingöngu vegna andstöðu þeirra við ESB. 

Ætla má að núverandi stjórnarflokkar hefðu aldrei náð þeim meirihluta er þeir náðu í kosningunum vorið 2009, nema fyrir þau atkvæði, er óánægðir kjósendur, er öllu jafna kjósa aðra flokka, hefðu ekki í hefndarskyni við gamla flokkinn sinn merkt við Vinstri græna í síðustu kosningum. 

Nóg hljóta kjósendur og grasrót Vinstri grænna að vera örg útí linkind flokksins og aulaskaps gagnvart Samfylkingu í stjórnarsamstarfinu. Varla verða þessar fréttir af leynisamningum flokkana í janúar 2009, til þess að róa eitthvað órólegu deild Vinstri grænna eða grasrótina, nema að þar innanborðs, séu bara marklausir vindbelgir, án hugsjóna eða markmiða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ..Gott hjá þér Kalli!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.9.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta veldur engum óróleika þetta snýst ekkert um sannfæringu aðeins völd embætti og tekjur. Almúgin er aukastærð og það vel fyrir aftan kommu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.9.2010 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband