Leita í fréttum mbl.is

Utanþingsráðherrar og ráðherrar á þingi.

Við síðustu breytingar á ríkisstjórn, þar sem báðir utanþingsráðherranir voru látnir taka pokann sinn, var það samdóma álit leiðtoga ríkisstjórnarinnar og þeirra ráðherra er rætt var við, að utanþingsráðherranir hefðu reynst ákaflega vel og beinlínis verið nauðsynlegt að taka þá inn í ríkisstjórn á sínum tíma.  Ekki ætla ég að vera dómari að þessu sinnu um störf þessara utanþingsráðherra, en samkvæmt flestum ef ekki öllum könnunum um vinsældir ráðherra, þá voru þessir ráðherrar vinsælastir. 

Spurningunni, hvers vegna þessum farsælu ráðherrum, var gert að hætta, við þessar breytingar á ríkisstjórn, var nær undantekningalaust svarað á þann hátt, að þess hafi eiginlega verið þörf, vegna fækkunnar á ráðherrum og ráðuneytum.  Í því svari hlýtur að liggja sú staðreynd, að því gefnu að hól það sem utanþingsráðherrar fengu við starfslok sín, sé verðskuldað, að þegar pólitískir bitlingar og völd eru annars vegar, þá er fagmennska það fyrsta sem að víkur.  Eflaust hefur það verið þannig um árabil, en það réttlætir það samt ekki núna. 

Þjóð, þing og stjórnvöld eru að vinna sig út þeirri hræðilegu stöðu, að hér varð efnahagshrun árið 2008.  Ein af ástæðum hrunsins var óhæfir einstaklingar í ráðherraembættum og öðrum embættum stjórnsýslunnar.

 Hrunskýrslan, beinlínir segir svo, að með tímanum hafi Framkvæmdavaldið orðið frekara og frekara til valdsins og á endanum hafi Alþingi (Löggjafavaldið) í raun endað sem einhvers konar stimpilstofnun fyrir Framkvæmdavaldið (ríkisstjórn).

Síðuritari heyrði í gær, brot úr viðtali við Árna Pál Árnason, Efnahags og viðskiptaráðherra á Rás 2 í gær.  Þar í þeim hluta er síðuritari heyrði, var Árni að réttlæta, brotthvarf utanþingsráðherrana með þeim orðum ( kannski ekki orðrétt), að ekki væri hægt að vera bara með utanþingsráðherra, því það myndi draga úr áhuga almennings á þingkosningum. Spyrja má hvort ráðherra sé ekki kunnugt um það að almenningur kýs fulltrúa á Alþingi en ekki ráðherra í ríkisstjórn.  Það er svo Alþingis, eða þeirra flokka á Alþingi er mynda meirihluta hverju sinni að skipa ráðherra. Hvort sem það er úr eigin röðum eða utanþings.

 Nú er það svo, að í þeirri stjórnarskrá, sem enn er í gildi og hefur verið í gildi undanfarna áratugi, stendur að, almenningur kýs fulltrúa á Löggjafarþing (Alþingi).  Það er svo Alþingis að skipa Framkvæmdavaldið.  Framkvæmdavaldið starfi svo í umboði Löggjafans. Löggjafinn setur svo lög sem Framkvæmdavaldið, framkvæmir.  Samkvæmt túlkun skýrsluhöfunda á samskiptum Löggjafans og Framkvæmdavaldsins, kemur fram að einhverra hluta vegna, hafi mál þróast í áttina frá þessari skipan, er Stjórnarskráin, kveður á um.  Hvort sem það sé vegna þess að Stjórnarskráin sé ónothæf eða ekki, skal ég ekki segja, en það er hins vegar ljóst, að hvorki lög né Stjórnarskrá, geta talist gera gagn, sé ekki farið eftir þeim og það sé þegjandi samkomulag um brjóta þau.  

Skýringuna á þessari þróun má eflaust rekja til þess, að pólitískt vald ráðherra þeirra ríkisstjórna er starfað hafa undanfarna áratuga, hafi verið mikil innan sinna flokka og því ráðherranir, tekið sér vald Löggjafans í skjóli þess þingmeirihluta sem flokkur þeirra starfar í með samstarfsflokki í ríkisstjórn. 

Ekki ætla ég að leggja dóm á það eða reyna að spá fyrir um það, að með nýrri Stjórnarskrá verði girt fyrir þetta.  Ekki ætlar síðuritari heldur að leggja þann dóm á, að Löggjafavaldið og Framkvæmdavalið, fremji  stjórnarskrarbrot með þessari skipan mála.  Það er annara og lögfróðari manna að dæma um.

En hins vegar getur það ekki annað en elft störf Alþingis, að allir þeir 63 fulltrúar er á þing eru kosnir, geti einbeitt sér að fullu að því að vera þingmenn, en ekki að eftir myndun ríkisstjórnar, detti út allt að 10-12 einstaklingar, er taki við ráðherraembætti og taki upp frá því ekki annan þátt í störfum þingsins, en að leggja fram stjórnarfrumvörp, frá viðkomandi ráðuneyti, þáttöku í umræðum og í atkvæðagreiðslu um þau mál er fyrir þingið koma. 

 Það ætti því að koma alvarlega til álita, að breyta starfsháttum Alþingis þannig, að verði þingmaður ráðherra, þá víki hann af þingi og varamaður hans taki sæti hans á þingi.  Þannig verða alltaf 63 virkir þingmenn fyrir hendi og það aðhald og eftirlit, sem Alþingi er gert samkvæmt stjórnarskrá að veita Framkvæmdavaldinu, mun virkara og öflugra.  Auk þess sem að benda má á, að þingmennska er fullt starf, líkt og það að vera ráðherra er fullt starf og því vart í mannlegum mætti mögulegt að sinna báðum störfum á sama tíma.  Það er því ljóst að verði þingmaður ráðherra, þá verður hann í raun óvirkur sem þingmaður.

Það er því alveg ljóst og beinlínis nauðsynlegt, að til þess að Löggjafavaldið  og Framkvæmdavaldið, séu aðskilin, eins og Stjórnarskrá gerir ráð fyrir og til þess að þessir stólpar í stjórnskipuninni, virki sem skildi, að fjöldi virkra þingmanna, verður að vera 63, eins og lög gera ráð fyrir og verði þingmenn ráðherrar, þá víki þeir sem þingmenn og varamenn þeirra setjist á þing í þeirra stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sú athyglisverða ábending kom  frá Rögnu Árnadóttur, fyrrv. dómsmálaráðherra, að eftir því sem ráðuneytin yrðu stærri og málaflokkarnir sem hver ráðherra þyrfti að sinna, yrði mun erfiðara fyrir hann að setja sig inn í mál, svo vel væri, og verra yrði að hafa yfirsýn yfir allt, sem ráðherranum væri nauðsynlegt að hafa tök á.  Þetta myndi auka vald ráðuneytisstjóra og annarra embættismanna í kerfinu og þó hún segði það ekki beint, þá mátti lesa það út úr orðum hennar að það litist henni ekki vel á.  Undir það er óhætt að taka heilshugar, sérstaklega eftir þá einkunn sem embættismannakerfið fékk í rannsóknarskýrslunni.

Það sem þú segir um að þingmenn sem taki að sér ráðherraembætti segi af sér þingmennsku á meðan og kalli inn varamenn, lýst mér ekki alls kostar á, því það fjölgar bara í þrasliði stjórnarmeirihlutans, þ.e. ráðherrarnir væru væntanlega með málfrelsi í þinginu og yrðu þannig hreinn liðsauki stjórnarmeirihlutans við að kæfa niður stjórnarandstöðuna.

Væri þá ekki nær, að skilja algerlega á milli þings og ríkisstjórnar, með því að kjósa forsætisráðherra í sérstakri kosningu og hann veldi síðan með sér ráðherra í ríkisstjórn (ekki  þingmenn)?  Áfram yrði kosið til þings með óbreyttu sniði, en aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdavalds yrði væntanlega miklu meiri, þó ríkisstjórnin yrði að reiða sig á þingið til að koma málum þar í gegn.  Þing, sem kosið yrði eftir þessari reglu, yrði miklu sjálfstæðara gagnvart ríkisstjórninni og myndi algerlega einbeita sér að lagasetningu, en væri ekki jafnframt að vasast í málefnum framkvæmdavaldsins, eins og nú er.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvor leiðin sem farin væri. Sú sem ég sting upp á eða sú sem þú stingur uppá Axel, þá væri í sjálfu sér, erfitt að koma í veg fyrir þrasaukningu í þinginu.  Skipaðir ráðherrar af kjörnum forsætisráðherra, myndu væntanlega ekki liggja á liði sínu í þrasinu, um málefni síns ráðuneytis. Kjörinn forsætisráðherra, kæmi væntanlega úr þeim armi stjórnmálana er hefur mest fylgi til á Alþingi eða mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar.

 Líklegast yrði þá svo, miðað við síðustu kannanir að sá sem kjörinn yrði forsætisráðherra, af þjóðinni kæmi úr röðum Sjálfstæðisflokks. Hann myndi þá væntanlega skipa ráðherra, með sér í ríkisstjórn úr eigin röðum og röðum þess flokks eða flokka  er Sjálfstæðisflokkurinn kysi að mynda meiri hluta með, þannig að ríkisstjórn yrði í rauninni jafn pólitísk og nú er.

 Hin eina rétta aðferð er líklega ekki til í þessum efnum frekar en önnur.  En breytir því hins vegar ekki því að, að kannski er ekki mikilvægast hvaða leið verði farin, heldur að tryggt verði á einn eða annan hátt, að  í hvert ráðuneyti fyrir sig raðist ráðherrar, er hafi menntun er hæfi því ráðuneyti, er þeir eru yfir.  

 Það má kannski líkja Alþingi við  stórt eignarhaldsfélag, er eigi svo smærri fyrirtæki, er sinna þeim málaflokkum er ráðuneyti ríkisstjórnarinnar sinna.  Kjósendur eru því hluthafar þess félags og Alþingismenn fulltrúar hluthafa í stjórn eignarhaldsfélagsins.  Stjórnin hefur svo umboð hluthafana til þess að ráða forstjóra eignarhaldsfélagsins (forsætisráðherra) sem síðan ræður forstjóra eða framkvæmdastjóra dótturfyrirtækjana (ráðuneytana). Eins og gerist í öllum heilbrigðum fyrirtækjum þá eru valdir framkvæmdastjórar eða yfirmenn deilda, er hafa menntun eða þekkingu á þeirri starfssemi er deildin tekur til.

Framfylgja framkvæmdastjórar (forstjórar) stefnu stjórna fyrirtækjana, en ekki öfugt eins og raunin er með eignarhaldsfélagið Alþingi.  Það þarf því á einn eða annan hátt að snúa þessari þróun við.  Aðferðin skiptir kannski minnstu máli, heldur skiptir aðalmáli að sú aðferð er valin verður virki á þann hátt sem til er ætlast. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.9.2010 kl. 15:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til þess að reyna að skera betur á tengsl þingsins og ríkisstjórnarinnar mætti láta kosningar til forsætisráðherra fara fram tveim árum á eftir þingkosningum, en eftir sem áður væru bæði þingmenn og forsætisráðherrann kosnir á fjögurra ára fresti, en bara á víxl.

Þetta væri ekki ólíkt Bandaríska kerfinu, en þar er forsetinn ekki alltaf úr sama flokki og þeim sem hefur meirihluta á þinginu hverju sinni, enda skerst oft í odda með forsetanum og þinginu.

Ráðherrar, sem væru skipaðir á þennan hátt myndu ekki tala neitt í þinginu, enda hefðu þeir ekkert þar að gera.  Þeir ættu bara að framfylgja þeim lögum sem þingið setti og sjá um rekstur ríkisapparatsins frá degi til dags.  Hugsanlega gætu þeir fengið að halda framsögu um mál, sem þeir sjálfir hefðu áhuga á að flytja, en síðan væri það þingmannanna að afgreiða málið. 

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband