Leita í fréttum mbl.is

Tölvupóstur undirritaðs til Borgarstjóra.

Ég var rétt í þessu að senda frá mér tölvupóst til Borgarstjóra, Jóns Gnarrs Kristinssonar, með eftirfarandi fyrirspurn:

Efni:Tillaga Þorleifs Gunnlaussonar um stofnun rannsóknarnefndar.
Dagur:Thu, 26 Aug 2010 15:45:37 +0000
Til:jon.gnarr.kristinsson@reykjavik.is

if (window.name != "notprint") {document.getElementById("iconhead").style.visibility="hidden"; document.getElementById("iconletr").style.visibility="hidden";}

if (window.name == "notprint") TranslateFields("rfcfield"); else document.write("

");
Sæll Jón.
 Ég skrifa þér þennan póst, þar sem að mig langar til að forvitnast um það,
hvar eða hvort að stofnun nefndar þeirrar er getið er í "efni" þessa pósts, sé
á dagskrá borgarstjórnar í náinni framtíð, eða hvort að stofnun hennar hafi
verið ýtt út af borðinu.
 Nefnd þessari er Samþykkt var í Borgarráði þann 6. maí að hleypa af stokkunum
er ætlað að neðangreint verksvið:

"1 - Að kanna stjórnsýslu borgarinnar og aðkomu stjórnmálamanna að
fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum með tilliti til þess hvort gætt
hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika í þeim afskiptum.

2 - Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og
fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.

3 - Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á
pólitískar ákvarðanir og stjórnsýslu borgarinnar.

4 -Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við borgina og
einstaka embættismenn eða borgarfulltrúa.

5 - Að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur
til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl
við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.

- Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og
skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eða eftir atvikum að koma fram með ábendingar
um breytingar á þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir."
 
 Það hlýtur að vera þér og félögum þínum í Besta flokknum, kappsmál, að hefja
feril ykkar í Borgarstjórn með "hreint borð" og eins lausir við "drauga
fortíðar", sem enn gætu leynst í kerfinu, frá fyrri tíð.

 Með fyrirfram þökk fyrir skjót viðbrögð og svör.
Kristinn Karl Brynjarsson.

 

Svo mörg voru þau orð.  Ég mun svo reyna af fremsta megni að fylgja þessu máli eftir og birta hér á blogginu viðbrögð Borgarstjóra, eða láta vita, verði erindi þessu ekki svarað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband