Leita í fréttum mbl.is

Ólafur biskup og kirkjan vs. útrásarvíkingar og þjóðin.

Ég vil taka það fram, áður en lengra er haldið, að ég hef megnustu andúð á verknaði Ólafs biskups, gagnvart þessum konum öllum, sem nú þegar er vitað um og mun eflaust koma fram við frekari rannsókn málsins. Ekki er ég heldur að reyna að réttlæta gjörðir kirkjunar, eða annara opinberra aðila í málefnum Ólafs, eða aðgerarleysi sömu aðila.  Heldur bara að velta þessu fram sem fyrirsögn "bloggsins", gefur til kynna.  Kannski okkur  til gagns, eða ógangs.  Eða þá bara til umhugsunar. 

Eftir því sem að mér skilst af þeim lýsingum, sem ég hef heyrt og lesið af opinberri tilveru Ólafs, þá var hann, vinamargur, tók mikið til sín og var með sambönd í "allar áttir".  Þeir sem þekktu aðeins þá opinberu sýn, sem var á Ólafi, báru til hans mikla virðingu og traust.  Má segja að áðurtaldir eiginleikar Ólafs hafi komið honum í biskupsstól, þar sem að hann naut trausts, í það minnsta fram að þeim tíma er ásakanir þessara kvenna um kynferðismisnotkun hans á þeim, sem að því miður reyndust sannar, komu fram.  Ólafi tókst hins vegar að "verjast" þessum ásökunum "fimlega" og það traust og virðing, sem hann hafði áunnið sér innan kirkjunar og vina sinna, "hjálpuðu honum að hrekja þessar hörðu ásakanir af sér og í rauninni að koma óorði á þær konur sem hann báru þessum sökum.

Útrásarvíkingarnir fóru hér mikinn í útrásinni og höfðu mikið umleiks.  Í farteski þeirra voru háleit markmið um "heimsyfirráð" Íslendinga í viðskiptum, eða því sem næst, uppblásnar afkomutölur, byggðar á fölskum forsendum, aðkeypt álit matsfyrirtækja og annarra sérfræðinga, sem öll bentu á að "heimsyfirráðin", væru bara "rétt fyrir hornið.  Tók stærstur hluti þjóðarinnar þessum útrásarvíkingum fagnandi, sem og áformum þeirra, útskýringum og álitum "sérfæðingana", enda alheimsviðurkenning á gæðum lands og þjóðar, Íslendingum, mjög svo hugleikin, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.   Af þeim sökum, voru allir þeir, sem gagnrýndu áform útrásarvíkingana og gæðastimpil "sérfræðingana" á þeim, úthrópaðir sem öfundsjúkur úrtölumenn, með gamaldags "moldarkofahugarfar".

 Það sem fékk mig til að skrifa þessi orð, er einmitt pælingin: "Hvað gerist þegar nánast fullkominn heimur hrynur?".  

 Margir meðhlauparar útrásarvíkingana hafa lokið þeim "hlaupum" keppast nú við að "hvítþvo" sig frá þeim "hlaupaferli" og tala og skrifa heilu blaðagreinarnar og blogginn, þar sem "andúð" er lýst yfir á útrásinni og því að þeir hafi vitað allan tímann að útrásin, var bara "bóla".

 Eins má telja líklegt að margir kirkjunnar menn og einstaklingar hlynntir þjóðkirkjunni, vilji að lítið sem ekkert komi fram sem, sem bent gæti til aðdáunnar þeirra og virðingu, fyrir Ólafi Skúlasyni biskup, á þeim tíma sem allt virtist leika í lyndi í starfi hans fyrir þjóðkirkjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband