Leita í fréttum mbl.is

Glæstur afrekalisti, eða "efnisyfirlit" fyrir Rannsóknarskýslu Alþingis, seinni útgáfu.

Ég lagði inn "ummæli" við annað blogg hér á "Moggabloggi", þar sem störf hinnar svokölluðu "Norrænu velferðarstjórnar bar á góma.  Ekki það að ég hafi þurft að leggjast í mikla "heimildaleit", til þess að "pikka" þessi tíu neðangreind atriði.  Enda kom þetta allt "automatic", um leið og "pikkið" hófst:

 1. Undirrituð Icesaveskuldbinding (Svavarssamningur) með vissu um að ekki var meirihluti fyrir málinu í þinginu. Mikilvægum gögnum vegna málsins haldið leyndum
2. ESBumsókn, þvínguð í gegnum þingið, með hótunum um stjórnarslit.
3. Logið til um tilurð lögfræðiálita, vegna gengistryggra lána, litið framhjá þeim við endurreisn bankana og þau sett oní skúffu.
4. Endalaust klúður og ósamstillt viðbrögð vegna Magma.  Ekki gripið til neinna aðgerða fyrr en "of erfitt" verður að"vinda" ofan af málinu.
5. Nokkrar máttlausar málamyndatillögur "plástrar", sem sagt er að eigi að leysa skuldavanda heimilana.
6. Forsætis og fjármálaráðherra, lýsa nánast yfir þjóðargjaldþroti við heimspressuna, hálftíma eftir að forsetinn synjar Icesave 2.
7. Hver einasti bandamaður Íslendinga í Icesavedeilunni, skotinn á kaf af stjórnvöldum og skósveinum þeirra.
8. Farsinn og lygarnar varðandi launamál seðlabankastjóra.
9. AGS yfirlýsingin. Lofað greiðslu ólögvarðra Icesavekrafna og hömlum svipt af uppboðum á heimilum þúsunda gjaldþrota fjölskyldna frá og með okt. nk.
10. Nýleg yfirhilming með Gylfa Magnússyni, vegna ofangreindra lögfræðiálita vegna gengistryggra lána. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð samantekt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.8.2010 kl. 01:30

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Góð úttekt á 10 helstu afrekum hinnar "tæru vinstri stjórnar" "Norræna velferðarstjórnin" svokallaða sem lofaði heiðarleika og gegnsæi í stjórnsýslunni og "allt upp á borðinu" en hefur síðan pukrast með öll mál í skúmaskotum og slegið skjaldborg um sjálfa sig og fjármálafyrirtækin.

Lúmskasta ákvörðun sem þessi ömurlega ríkisstjórn tók gagnvart (fyrir???) almenningi var að heimila útekt lífeyrissparnaðar.

Markmið og tilgangur: Ná strax í skatttekjurnar og gera síðan restina upptæka til að endurfjármagna bankana því ljóst er að fólk gengur ekki á þennan sjóð nema í neyð, nefnilega til að geta staðið í skilum með stökkbreytt og ólöglega útreiknuð lán í bönkunum. 

Hafðu þökk fyrir að draga þennan afrekalista fram í stuttu máli svo hinir "trúuðu" geti nú aðeins velt því fyrir sér hvort hin "Norræna velferðarstjórn" sé að vinna fyrir þá eða; fjármagnseigendur, AGS, ESB, og síðast en ekki síst, breta og hollendinga.

Því fyrr sem við losnum við þessa landráðastjórn, því betra.

Viðar Friðgeirsson, 20.8.2010 kl. 10:09

3 identicon

Þetta eru fín blogg hjá þér Krstinn. Ég kann lika virkilega vel að meta það að það er svoítil sál iþessum skrifum. Allt og margir tamdir apar á blogginu.

Fín og ögrandi samantekt!   

sandkassi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hefði eflaust getað skrifað tuttugu punkta eða fleiri.  Mér varð bara orðið svo illt í íslensku sálinni minni, að ég ákvað að láta staðar numið.

Útiloka samt ekki framhald síðar..........

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.8.2010 kl. 14:13

5 identicon

um að gera

sandkassi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir þessa samantekt Kristinn - það er svo frábært að geta bara flett upp á heimildum á blogginu þínu - Takk fyrir það.

Gott að vita af framhaldi.

Benedikta E, 20.8.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband