11.8.2010 | 21:03
Trúverðug Magmanefnd, eða enn einn leikþáttur Skjaldborgarleikflokksins?
Sveinn Margerisson, var talinn óhæfur til setu í svokallaðri "Magmanefnd", vegna þess að móðurbróðir hans er giftur formanni nefndar um erlenda fjárfestingu, auk þess sem að hann á að hafa hringt í nefndarformanninn og hvatt hann til þess að úrskurða gegn Magma.
Bjarnveig Eiríksdóttir, er talin hæf til setu í "Magmanefnd" þrátt fyrir að hafa, sagt í fjölmiðlum, er Margrét Tryggvadóttir hugðist kæra úrskurð nefndar um erlenda fjárfestingu til ESA, að slík kæra hefði ekkert upp á sig, þar sem nær öruggt væri að, viðskipti Magma stæðust lög. Einnig má geta að Bjarnveig, er varamaður í forsætisnefnd ESA og hefur því komið að samþykkt, útgáfu kæru eða kvörtunar á hendur Íslendingum, vegna Icesave.
Það er því vel hægt að segja að báðir þessir aðilar, hafi tjáð sig um mál um meinta "niðurstöðu" og klárlega tekið afstöðu til máls, sem að þau ættu eftir að rannsaka og komast að niðurstöðu um.
Eins og fólk eflaust man, þá er svokallaðri "Magmanefnd" ætlað að kanna hvort niðurstaða nefndar um erlenda fjárfestingu, vegna Magma, standist lög ásamt því að fara ofan í saumana á sögu þess máls alls, sem kallað er "Magma-málið".
Nú er það svo, að þegar skipaðar eru nefndir, til þess að kanna hinu ýmsu hluti þá hefur það ekki þótt góð "latína" að einhver nefndarmaður hafi áður tjáð sig um eða gefið fyrirfram ákveðið álit á "mögulegri niðurstöðu nefndarinnar. Hefur aðili sem að slíkt hefur gert, nær undantekningalaust verið úrskurðaður, vanhæfur til setu í viðkomandi nefnd.
Það má líka vera hverjum manni ljóst, að þrátt fyrir slétt yfirborð í augnablikinu, þá er hvergi nærri nein sátt varðandi Magma, milli stjórnarflokkana. Skoðanir og meiningar Bjarnveigar í málinu, endurspegla vilja Samfylkingar, en skoðanir og meiningar Sveins, endurspegla vilja Vinstri grænna.
Það vekur einnig athygli að ekki var skipaður nýr aðili í nefndina, þó Sveinn væri dæmdur úr leik.
Það hlýtur því að vera sanngjörn spurning, hvort þessari "Magmanefnd", sé ætlað eitthvað "alvöru hlutverk" í því að komast að viðeigandi niðurstöðu vegna Magma, eða þá að þessi nefnd sé eingöngu "persónur og leikendur" í enn einum leikþætti Skjaldborgarleikhússins?
Telur Bjarnveigu vera hæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.