Leita í fréttum mbl.is

Tilvistarkreppa "órólegu" deildarinnar.

Í Fréttablaðinu og á Eyjunni mátti sjá fréttir af því að, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hafi boðið Lilju Mósesdóttur og hinum í hinni "órólegu" deild Vinstri grænna, yfir í Hreyfinguna.  Lilja sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkt væri vart tímabært nú um stundir, en samt væri ekki hægt að útiloka samstarf "órólegu deildarinnar" við Hreyfinguna, auk þess sem að þingmenn Hreyfingarinnar, væru alltaf velkomnir í Vg.

 Hvað sem þessum "væringum" líður, þá er það nokkuð ljóst að varla getur það talist, að það fari vel um Lilju og jafnvel líka hina meðlimi "órólegu deildarinnar", í þingflokki Vinstri grænna.  Af Facebooksíðu Lilju má merkja töluverða óánægju hennar með sinn eigin flokk, samstarfsflokk í ríkisstjórn og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á "stjórnarheimilinu.  Örlar þar jafnvel á öfund út í stjórnarandstöðuþingmenn vegna meints "málfrlelsis" þeirra, þar sem að sögn Lilju, eru stjórnarþingmenn, beðnir um að taka "helst ekki" til máls á Alþingi, til þess að stytta umræðutímann, auk þess sem að hún heldur því fram að stjórnarþingmenn fái mun færri þingmannamál í umræðuna, heldur en stjórnarandstöðuþingmenn.   En það lýsir kannski óánægju Lilju best með því að birta hér að neðan, nokkur dæmi, af hugleiðingum, þeim er hún deilir með "vinum" sínum á Facebook:

"Óánægja grasrótarinnar með hversu illa gengur að koma málefnum VG í gegnum ríkisstjórnina er mætt með fullyrðingum um að við - sem ekki sættum okkur við áhrifaleysið - eigum heima í öðrum flokki. Þannig er verið að persónugera vandamál sem er miklu flóknara en svo.

Það er erfiðara hlutskipti að vera stjórnarþingmaður en stjórnarandstöðuþingmaður.
Stjórnarandstöðuþingmenn fá fleiri mál í gegn og hafa mun meira málfrelsi en stjórnarþingmenn án ráðherraembættis. Samið er við stjórnarandstöðuna um mál sem fara í gegn og hversu lengi þeir tala. Frumvörp stjórnarþingmanna daga uppi og ...þeir beðnir um að taka ekki til máls til að stytta ræðutímann.

Skúffufyrirtækið í Svíþjóð er lagaleg sniðganga og söluferlið á HS orku sýndarmennska. Magma samningurinn er m.ö.o. málamyndagjörningur sem ríkisstjórninni ber að ógilda. Það hefur legið fyrir í a.m.k. 11 mánuði að VG vill að HS orka verði í samfélagslegri eigu og ráðherrum flokksins margítrekað falið að framfylgja þeirri stefnu."

 Það er alveg ljóst að þarna er ekki sáttur stjórnarþingmaður á ferð.

Þegar að Alþingi kemur saman að nýju eftir rúmlega einn og hálfan mánuð mun svo koma í ljós, hvort að einhver innistæða, sé að baki þessarar óánægju "órólegu deildarinnar".  Það blasir við, að á komandi haustþingi koma til umræðu flest þau mál, sem "órólega deildin" hefur verið hvað ósáttust við.  Nægir þar að nefna: Tillaga um að draga til baka ESB umsókn, viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæstaréttar, vegna gengistryggðra lána, Magma og auðlindamál almennt, auk þess sterkar líkur benda til þess að Icesavemálið komi enn eina ferðina til afgreiðslu á Alþingi.  

Allt eru þetta mál, þar sem afstaða "órlegu deildarinnar", hefur verið í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum.  Ekkert þessara mála er þess eðlis, að "semja" megi um afstöðu til.  Afstaða til þessara er ekki annað hvort, eða.  Annað hvort eru menn sammála afstöðu ríkisstjórnarinnar eða ekki, engar málamiðlanir.  Andstaða við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum er vantraust á ríkisstjórn.  Atkvæði með stefnu ríkisstjórnarinnar, er hins vegar traustsyfirlýsing á ríkisstjórn.  

Það verður því óumflýjanlegt, fyrir hina "órólegu deild" Vinstri grænna á komandi haustþingi, að lýsa vantrausti á ríkisstjórn, eða axla ábyrgð á gjörðum hennar ásamt þingmönnum Samfylkingar og hinna þingmanna Vinstri grænna, er rikisstjórnina styðja af heilum hug.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband