5.8.2010 | 20:40
Jón ráðinn, Þórólfur vælir.
Í dag var Jón Ásbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Án þess að ég viti í sjálfu sér hvaða kröfur hafi verið gerðar til starfsins, þá reikna ég með því að hann hafi líklega þótt hæfastur, fyrst og fremst vegna fyrri starfa sinna. Jón starfaði um nokkurra ára skeið hjá Útflutningsráði Íslands, sem að var nokkurs konar undanfari Íslandsstofu. Ætla má að Jón hafi á þeim tíma aflað sér reynslu og þekkingu sem henta hinu nýja starfi.
Stuttu eftir að ráðning Jóns var kynnt í fjölmiðlum, birtist svo frétt þess efnis á pressan.is , að Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, telji ráðningarferlið "leikrit. Samkvæmt pressufréttinni, voru hans einu rök sú, að Jón hafði skrifað opnugrein í Moggann, degi áður en umsóknarfrestur um framkvæmdastjórastöðuna lauk, og kynnt sig þar sem starfandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Verður þetta upphlaup eða væll Þórólfs að kallast í besta falli vanhugsað og bera vott um að hann þekki vart sögu þess fyrirtækis er hann sótti um starf hjá. Eins og fram hefur komið í fréttum tók Íslandsstofa til starfa fyrir rúmum mánuði. Eins og er með öll önnur starfandi fyrirtæki, er þar framkvæmda eða forstjóri, sem er yfir fyrirtækinu.
Lög um Íslandsstofu, eru það ný af nálinni, að eflaust hefur verið tími til þess að auglýsa og ráða í framkvæmdastjórastöðuna, áður en lögin tóku gildi og Íslandsstofa opnaði formlega.
Eins og áður sagði, þá er Íslandsstofa nokkurs konar arftaki Útflutningsráðs Íslands. Það hlýtur því að vera eðlilegasti hlutur í heimi að í stað þess að láta fyrirtækið starfa án framkvæmdastjóra í rúman mánuð, sé maður með reynslu af áþekktri starfssemi og Íslandsstofa rekur, beðinn um að sinna framkvæmdastjórastarfinu, þangað til að skipað hefur verið í starfið. Varla er hægt að halda því fram að mánuðaðarstarf Jóns við Íslandsstofu, hafi gefið honum meira forskot, en öðrum er um stöðuna sóttu og þóttu hæfir.
Í opnu grein þannig sem að Jón skrifaði var hann að kynna starfssemi Íslandsstofu. Deila má um hvort birting greinarinnar hafi verið tímabær eða ekki. Það er hins vegar ekki umdeilanlegt, að Jón var starfandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu, þegar greinin birtist og því varla óviðeigandi, en að hann skrifaði það starfsheiti er hann gegndi á þeim tíma.
Viðbrögð Þórólfs benda hins vegar til að honum hafi alltað því verið "lofað" stöðunni, en umræður í þjóðfélaginu undanfarna daga og vikur, hafa einmitt verið um það, að stjórnvöld hafi verið of grimm við pólitískar stöðuveitingar, jafnvel svo grimm að óbreyttum stjórnarþingmönnum er farið að misbjóða.
Í mínum huga, eftir kalt og snoggt mat, bendir flest til þess að Jón sé hæfari en Þórólfur, sökum fyrri starfa sinna, áður en Íslandsstofa kom til sögunar. Ráðning Þórólfs, hefði hins vegar haft flest merki pólitískrar ráðningar, sér í lagi fyrst Jón var meðal umsækenda um starfið. Þórólfur er eins og flestir vita bróðir Árna Páls félagsmálaráðherra og er Samfylkingarmaður. Reyndar gengu þær sögur um að í stjórn Íslandsstofu hefðu fulltrúar Samfylkingarinnar, þau Einar Karl Haraldsson (svona allskonar fyrir ríkisstjórnina) og Ólöf Ýrr Atladóttir, sambýliskona Runólfs fyrrverandi umboðsmanns skuldara, unnið að því hörðum höndum að koma Þórólfi fyrir í framkvæmdastjórastöðunni.
Hvort sem að sú saga eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum eða ekki, skal ekki segja. En viðbrögð Þórólfs við höfuninni, ýta frekar undir þá sögu en ekki.
Ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vitleysan í kringum ráðningu Runólfs, sem Umboðsmann skuldara, og upphlaupið í kringum brottreksturinn/uppsögnina hefur nú orðið til þess, að ekki var stætt á því að ráða Þórólf bróður núna. Hann verður því að vera atvinnulaus, þangað til næsta staða losnar.
Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2010 kl. 22:14
Þessi losnar að öllu óbreyttu, eftir fimm ár. Þórólfur fær nú fyrir salti í grautinn, fyrir formennsku í stjórn Keflavíkurflugvallar, eða hvað sem það batterý nú heitir.
En þetta klúður Árna í Runólfsmálinu, leggur eflaust líka stein í götu Yngva Arnar, varðandi Íbúðalánasjóð. Yngvi verður því, enn um sinn að sætta sig við "sérverkefni" í Félagsmálaráðuneytinu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.8.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.