Leita í fréttum mbl.is

Ófagleg og pólitísk afsögn Runólfs, eða pólitísk björgun Árna Páls?

Nú hafa bæði ráðuneytisstjóri Félags og tryggingamálaráðuneytis og ráðherrann lýst því yfir að ráðning Runólfs stæði, hvað sem á dynur.  Skipað hafi verið í stöðuna á faglegum forsendum eingöngu og hafi ekkert með pólitík að gera, þó svo einkennilega hafi hist á að Runólfur sé í flokki félagsmálaráðherra.

Í morgun hringir Árni Páll Árnason í Runólf og biður hann um að losa um pólitískan þrýsting á sig, vegna "þessarar" faglegu ráðningar.  Semsagt meint "fagleg" vinnubrögð við ráðningu Runólfs, stóðust ekki pólitíska skoðun að mati Árna Páls.  Jafnframt sendi Árni Páll Runólfi bréf, þar sem að hann biður hann um upplýsingar um öll sín fjármálaumsvif og fyrirtækjarekstur frá árinu 2003.  

 Það að bæði senda Runólfi bréfið í því skyni að geta jafnvel notað upplýsingar sem í kjölfarið kæmu frá Runólfi til þess að réttlæta ráðninguna og hringja svo í Runólf og biðja hann um að stíga til hliðar, til að bjarga pólitískri tilveru sinni, bendir til þess taugatitrings ráðherrans vegna málsins.

 Fagmennska þess er stenst ekki pólitíksa skoðun, getur vart hátt risið.  

Runólfur kaus síðan að gengisfella drengskap ráðherra, með því að segja að sér finnist ekki mikill mannsbragur af því símtali í morgun, sem síðan leiddi til afsagnar Runólfs.  Spurning hvort Runólfur hafi þá áhuga að sitja í fleiri embættum, sem að ráðherrann með "auma" mannsbraginn hefur veitt honum. En Runólfur var eins og kunnugt er skipaður stjórnarformaður Vinnumálastofnunnar, fyrir ca. ári af Félagsmálaráðherra.

Einnig kaus Runólfur að minnast á upplýsingar, úr leka þeim er lak úr stjórnsýlunni um fjölda mála sem umboðsmanns skuldara bíði úrlausnar á.  Nefndi hann þá tölu sem bent hefur verið á að tæplega standist, eða eitthvað á níunda hundrað mál, sem að varla stenst miðað við það að aðeins voru samkvæmt fréttum 1. júlí sl. um 500 óleyst mál hjá Ráðgjafastofu heimilana, sem embætti umboðsmanns skuldara tók við af. Málunum hefði því fjölgað um rúmlega 300 á einum mánuði eða yfir 60%.

 Síðan verður eflaust fróðlegt að fylgjast með því, hvort sambýliskona Runólfs, sem gegnir formennsku í stjórn Íslandsstofu, láti ódrengilega framkomu Árna Páls í garð Runólfs, hafa áhrif á sig og skipi ekki Þórólf Árnason, bróðir Árna Páls í starf forstjóra Íslandsstofu, eða leyfi Þórólfi að njóta vafans, vegna rétts flokksskírteinis.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.

Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.

Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.

Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.

Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband