Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, tók fulltrúi Íslands hjá S.Þ. þá ákvörðun að sitja hjá við afgeiðslu tillögu allsherjarþings S.Þ., þess efnis að, aðgangur á hreinu vatni, teljist til mannréttinda.
Tillagan var ekki bindandi, heldur meira til leiðbeiningar og hafði því engar skuldbindingar í för með sér. Tillagan er því öllu fremur yfirlýsing þess efnis, að aðgangur að hreinu drykkjarvatni, séu sjálfsögð mannréttindi, eins og að hafa einhvern mat að borða og sem skaðlausast andrúmsloft til að anda að sér. Ákvörðun um hjásetu, má því alveg túlka á þann hátt, að íslenskum stjórnvöldum, sé slétt sama, hvort að fólk hafi eðlilegan aðgang að drykkjarhæfu vatni. Eins tjáir hjásetan heimsbyggðinni það, að íslenskum stjórnvöldum, er slétt sama um það að 1,5 milljón barna deyji árlega, sökum skorts á drykkjarvatni og vatni til hreinlætis.
Ætlar síðuritari að leyfa sér að halda því fram, að þessi ákvörðun íslenskra stjórnvalda var ekki í boði íslensku þjóðarinnar.
Síðuritari hefur rekið augun í það hér í "bloggheimum" að yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, bendi á að svokallaðar "vinaþjóðir okkar eins og Danir og Svíar, hafi einnig setið hjá. Eigi slík rök að standast og að réttlæta afstöðu stjórnvalda, er veriið að gefa í skyn, eða hreinlega lýsa því yfir að hjáseta, íslenskra stjórnvalda, sé hluti af einhvers konar "plotti" um önnur mál.
Það er skoðun síðuritara og vonandi þjóðarinnar allrar, að afstaða eða öllu heldur afstöðuleysi, til mannréttindamála, má aldrei og á aldrei að vera, notað sem "skiptimynt" til kaupa á hagfeldri afstöðu í öðrum málum.
Virðingu íslensku þjóðarinnar, gagnvart mannréttindum, er þarna gersamlega misboðið, í boði íslenskra stjórnvalda, sem að með hjásetu sinni, láta sér léttu rúmi liggja, skort á mannréttindum 884 milljóna manna.
![]() |
Ísland sat hjá á þingi SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Kristinn Karl...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2010 kl. 12:56
Af hverju tóku Íslendingar ekki sömu afstöðu og Norðmenn og Finnar, sem greiddu atkvæði með tillögunni?
Skyldi skýringin vera sú, að flest ESBríkin sátu hjá og öll utanríkisstefna landsins sé nú miðuð við að setja sig alls ekki upp á móti stórríkinu?
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2010 kl. 15:03
Vonandi fá allir útlendingar að nota vatnið okkar. Bæði það heita og kalda. Skil ekki fólk sem er á móti því. Eins og þá sem vilja ekki að útlendingar fái nýtingarrétt að auðlindum okkar í heita vatninu á Suðurnesjum.
Þorsteinn Sverrisson, 29.7.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.