24.7.2010 | 18:45
Magmamálið, Icesavedeilan og ESB-umsóknin.
Allt frá því að aðildarumsókn Íslands að ESB var lögð fram, hafa stjórnvöld, af og til, talað um að umsóknin og Icesavedeilan séu tveir óskildir hlutir. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að halda slíku fram, en hafa ber þó í huga, að sé slíku haldið fram, þá neita menn sér sýn á samhengi hlutana.
Tilurð Icesavereikningana má rekja til þess, að hér voru teknar upp tilskipanir ESB um reikninga af því tagi, sem Icesavereíkningarnir eru (voru), í gegnum EES-samninginn. Íslenskir bankamenn, eigendur og stjórnendur, Landsbankans "fallna", hafa lesið þessa tilskipun og jafnvel séð í henni einhverjar "glufur" sem hægt væri að nýta sér. Reikningarnir voru í það minnsta stofnaðir í Hollandi og Englandi, með vitund og samþykki stjórnvalda þeirra landa. Starfssemi Landsbankans í kringum þessa reikninga í þessum löndum, var einnig samkvæmt lögum og regluverki ESB.
Lausn deilunnar, á þann hátt sem öðrum en starfsmönnum "Bretavinnunnar" þóknast, er hins vegar á þann hátt, að ábyrgðin á því að Icesavereikningarnir fóru þann veg er þeir fóru, mun falla að mestu á regluverk ESB, eða þann hluta þess sem fjallar um fjármálastofnanir.
Eins og fólk veit, þá hefur bankakerfið í ESBlöndunum verið brothætt, frá bankahruninu, haustið 2008, þó svo að kannski hafi ekki komið verulegar sprungur í það, fyrr en hrunið varð í Grikklandi og fréttir bárust af yfirvofandi samskonar hruni í öðrum ESBlöndum. Réttlát og sanngjörn lausn Icesavedeilunnar, fyrir okkur Íslendinga, myndi því stórauka vandræði fjármálakerfis ESB. Við slíkar aðstæður, væri vart aðildarsamningur í boði. Ef aðildarviðræður enda án þess að samningur liggi á borðinu, þá er betra heima setið því sá tími og þeir fjármunir sem fara í viðræðurnar, verða bara tapaður peningur og tími, sem að hægt væri að nýta í eitthvað uppbyggilegt hér á landi.
Hvað Magmamálið varðar, þá snýst deilan fyrst og fremst um túlkun á þeim kafla laga um erlenda fjárfestingu, sem að snýr að fjárfestingu fyrirtækja frá EESlöndum í íslenskum orkufyrirtækjum. Líklegt er að skúffuna í Svíþjóð, sé hægt að túlka sem löglegt fyrirtæki á EESsvæðinu, þó að eingöngu sé um skúffu á sænskri lögfræðistofu að ræða. Sú staðreynd að eingöngu sé um skúffu að ræða, er alls ekki ný, þó að íslenskur bloggari búsettur í Svíþjóð, hafi afhjúpað þá staðreynd nýlega. Slíkt hefur verið vitað frá upphafi máls, er OR seldi Magma Energy Sweden A.B, sinn hlut í HS-Orku.
Þegar OR seldi sinn hlut í HS-Orku, var haldinn "neyðarfundur" í þingflokki Vinstri grænna. Niðurstaða þess fundar var sú, að formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni, var falið að koma því á í ríkisstjórn, að annað hvort yrðu sett bráðabrigðalög á sölu OR, eða þá að unnið yrði að lagabreytingu, sem að takmarkaði eignarhlut erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum. Báðum þessum tillögum, var hins vegar, hafnað hið snarasta af Samfylkingunni. Hvor leiðin sem farin hefði verið, hefði kallað á það, að sækja hefði þurft um undanþágu frá EES-samningnum í miðju ESBumsóknarferli. Það þarf engan Evrópufræðing, til þess að sjá það, að umsóknir um undanþágur frá EESsamningnum, frá Íslendingum í miðju umsóknarferli að ESBaðild, yrði alls ekki til þess að liðka um fyrir aðildarumsókninni, frekar en sanngjörn og réttlát lausn Icesavedeilunnar, fyrir Íslendinga.
Það er því alveg ljóst að þó svo að ESBumsóknin, sé nógu umdeild ein sér, þá eru hin tvö deilumálin, sem valdið hafa hvað mestum deilum í þjóðfélaginu, undanfarið ár, eða öllu heldur lausn þeirra í anda þjóðarvilja, jafntengd ESBumsókninni og dagur og nótt tengjast órjúfanlegum böndum.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.