19.7.2010 | 14:50
Á hvaða grunni stendur "stöðugleikinn", sem ógnað er?
Þessi spurning, í fyrirsögninni, hlýtur að vera "lykillinn" í öllu þessu ferli.
Grundvöllurinn að þeim stöðugleika, sem sagt er að dómur Hæstaréttar ógni, liggur fyrst og fremst í þeim samningum, sem gerðir voru við kröfuhafa "gömlu bankanna", þegar lánasöfn "gömlu bankanna", voru færð yfir í "nýju bankana. Spurningar sem standa þá uppúr eru:
Voru þau lánasöfn sem innihéldu myntkörfulán, færð yfir í "nýju bankana", sem "örugg og lögleg" lán? Var kröfuhöfum beinlínis "lofað", því að myntkörfulánin, stæðust lög, eða yrðu látin standast lög? Voru uppi einhver "loforð" stjórnvalda, um að íslenska ríkið, myndi ábyrgjast allt það tjón, sem gæti orðið ef myntkörfulánin, yrðu dæmd ólögleg í Hæstarétti?
Síðla vetrar eða vor 2009, þá voru "klárlega" uppi vísbendingar um ólögmæti þessara lána og að það yrði látið reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Einnig voru uppi efasemdir í Efnahags og viðskiptaráðuneyti um lögmæti lánanna, allar götur frá því að lögin, sem dómur Hæstaréttar byggir á. Áform kröfuhafa, um skaðabótamál, gegn íslenska ríkinu (skattgreiðendum), vegna dóms Hæstaréttar, benda til þess, að líklega sé hægt að svara öllum spurningunum, hér að ofan, "játandi".
Í hádegisfréttum í dag, var rætt við Gylfa Magnússon, Efnahags og viðskiptaráðherra, um efni þessarar fréttar, sem "bloggið" vísar í. Þar reyndi Gylfi á "penan" hátt, að gera lítið úr orðum Pauls Rawkins og sagði útlitið ekki alveg eins dökkt og kom fram í máli Pauls.
Gylfi "klikkti" svo út með því að segja, að reyndar væri enn uppi óvissa, varðandi ýmis önnur lán, sem Hæstiréttur, ætti eftir að taka afstöðu til og ef að Hæstiréttur, tæki sómasamlega afstöðu til þeirra lána, þá væri útlitið alls ekki jafn dökkt og Paul Rawkins, vill meina að það verði.
Reyndar er ég á því, að þarna hafi sá fréttamaður, sem ræddi við Gylfa, klikkað illilega og ekki staðið undir þeim kröfum, sem til hans eru gerðar. Afhverju var Gylfi ekki spurður, hvað fælist í "sómasamlegri niðurstöðu Hæstaréttar?
Það er hægt að "nota" flest þau lýsingarorð í bókinni, um niðurstöður Hæstaréttar, en niðurstöður Hæstaréttar, eru eða eiga, fyrst og fremst að vera löglegar og byggðar á þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni.
Það eru því ekki dómar Hæstaréttar sem rústa einhverjum stöðuleika, heldur gjörðir þeirra, sem byggðu upp þennan stöðugleika, sem væntanlega stenst ekki þau lög sem dómar Hæstaréttar byggja á.
Stöðugleiki, byggður á lögleysu og ranglæti, hlýtur því alltaf að hrynja, þegar réttlætið sigrar.
Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bloggaði í febrúar 2009 um forsendubrest verð- og gengistryggðra lána út frá 36. gr. samningalaga. Í fyrstu athugasemd við þá færslu velti ég því einmitt upp spurningunni hvort gengistryggð lán væri yfirhöfuð lögleg. Um miðjan apríl 2009 var ég búinn að viða að mér nógu miklu efni til að fylgja þessu eftir og gerði það í annarri bloggfærslu. Síðan þá hefur fólk þurft að hafa dvalið á tunglinu til að missa af þessari umræðu.
Ég er alveg sammála því sem þú segir: Stöðugleiki byggður á sandi mun hrynja.
Marinó G. Njálsson, 19.7.2010 kl. 15:57
Ábyrgð þeirra sem gengu frá flutningi lánasafnana yfir í nýju bankana, er mikil. Þessi "einkavæðing" bankana, var í rauninni, ekkert annað en viðskiptasamningur. Ef þú hefur rangt við í viðskiptum, þá áttu alltaf yfir höfði þér skaðabótakröfu. Ef þú vanrækir hagsmuni, þeirra sem þú "semur" fyrir (í þessu tilfelli íslenska skattgreiðendur), þá áttu alltaf yfir höfði þér kæru vegna vanrækslu.
Svo lengi sem Hæstiréttur dæmir samkvæmt lögum, þá er rétturinn aldrei "sekur" um eitt eða neitt.
Þeir seku eru þá þeir sem lögin brjóta.
Kristinn Karl Brynjarsson, 19.7.2010 kl. 16:22
Stöðugleika hefur verið náð - naumlega þó - á ótöldum íslenskum heimilum eftir hæstaréttardóminn.
En auðvitað er ekki sama hvor málsaðilinn er spurður, því stöðugleiki eins er oftast óstöðugleiki annars.
Samt er alltaf gaman að sjá stöðugleikanum réttlátlega skipt eins og á barnaleikvellinum; fyrst máttir þú, nú má ég!
Kolbrún Hilmars, 19.7.2010 kl. 18:57
Ég held að Gylfi sé ekki sómasamlegur.
Eyjólfur G Svavarsson, 21.7.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.