Leita í fréttum mbl.is

Katrín og Gylfi, vilja breyta lögum núna. Afhverju ekki í fyrra haust, þegar beiðni um slíkt var borinn fram í ríkisstjórn?

"Bæði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kváðust á fundinum vilja breyta lögum um erlenda fjárfestingu, að sögn Margrétar. Þá hefur meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu ítrekað hvatt ráðherra til þess að breyta lögunum, en ekkert hefur hreyfst í ráðuneytunum í þá átt. Því er nokkuð ljóst að ekki er sátt í ríkisstjórninni um það hvort og þá hvernig eigi að breyta lögunum um erlenda fjárfestingu."

 Nú er það ljóst, að snemma síðasta haust, eftir að OR seldi Magma sinn hlut í HS-Orku, að þingflokkur Vinstri grænna fól, formanni flokksins, að leita leiða í ríkisstjórninni, til þess að breyta lögum um erlenda fjárfestingu og koma þar með í veg fyrir sölu Geysis Green Energy á hlut sínum í HS-Orku, eins og vitað var, strax síðasta haust, að stóð til.

 Hver var afstaða þessara ráðherra þá?  Hafi þeir viljað breyta lögum þá, afhverju var ekki drifið í því þá, þegar vitað var að salan á meirihluta HS-Orku, var framundan? Hvað stoppaði þau?

 Þessi orð Gylfa og Katrínar eru ekki sannfærandi og verða að skoðast sem nokkurs konar "hvítþvottur" og yfirklór yfir þá skömm blasir við vegna aðgerðaleysis þeirra. 

Hafi þau eða aðrir metið svo að lagasetning þessi gæti beðið, þá lýsir það engu öðru en vanhæfi núverandi stjórnvalda, til þess að vernda hagsmuni þjóðarinnar.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof fyrir fólk eins og Margréti á Alþingi.

Sem þorir að standa í 4flokka samspillingunni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er góður pistill hjá þér Kristinn á samantektinni og það er á hreynu að Margrét þarf stuðning frá fólkinu í landinu til að takast að uppræta þetta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.7.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið niður með fjórflokkinn!

Sigurður Haraldsson, 12.7.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband