Leita í fréttum mbl.is

Hver greiddi fyrir þýðingu greinarinnar? Varla skrifaði Össur hana á ungversku.

Fyrir ekki svo löngu þá fóru fram í Evrópuþinginu, umræður um aðildarumsókn, Íslendinga að ESB.  Fram hefur komið á Evrópuvaktinni, að Utanríkisþjónustan hyggist ekki birta efni þeirrar umræðu á íslensku, þar sem "umræðan" þar, flokkast ekki undir "lykilskjöl" í aðildarferlinu. Auk þess benti ráðuneytið á það, að umræðurnar væri hægt að nálgast á ensku og dönsku og miðað við kunnáttu íslensku þjóðarinnar í þessum tungumálum, þá ætti þjóðinni ekki að verða "skotaskuld" úr því að kynna sér þessar umræður,  þó textinn væri allur á þessum tungumálum.

 Össur hefur undanfarna daga, gert víðreisn um Evrópu og víða gustað af honum,  í "umboðslausri krossferð" sinni, fyrir bjölluatinu í Brussel.

 Þó svo að Össurri sé ýmislegt til lista lagt, þá er ég þess nokkuð viss, að greinaskrif á ungversku, er ekki innan þess "ramma". Það er því nokkuð ljóst, að Össur mun hafa skrifað greinina upphaflega á því tungumáli, sem hann hefur eitthvað vald á og svo hafi"þýðandi" fengið greinina og þýtt hana yfir á ungversku og sent svo að lokum reikning, fyrir viðvikið.

 Þýðing á grein Össurar, er eflaust mun minni vinna, en þýðing á þeim umræðum, sem fram fór í Evrópuþinginu um daginn. En sé litið til skýringar Utanríkisráðuneytisins, fyrir því að þær umræður, voru ekki þýddar yfir á íslensku, þá hlýtur það að vekja upp spurningar, hver tekur ákvörðun um það hvaða efni skuli verða þýtt og hvað ekki.  Hver tekur ákvörðun um það, hvað eru "lykilskjöl" í aðildarferlinu?  Verða þær upplýsingar, sem þjóðinni er ætlað að vega og meta, við ákvörðun um inngöngu í ESB, valdar ofan í þjóðina, með það fyrir augum að "lykilskjölin" þjóni málstað aðildarsinna?  

 Afstaða utanríkisráðherra til ESB-aðildar, vekur ekki vonir um það, að það val á þýddu efni, varðandi aðildarferlið, verði hlutlaust, verði það hlutverk Utanríkisráðuneytisins, að velja það, fyrir þjóðna, hvað teljist til lykilskjala og hvað ekki. 

 Það hljóta því að liggja fyrir nokkrar spurningar, eins og: Eru greinaskrif utanríkisráðherra í erlend dagblöð lykilskjöl?  Hvað kostaði þýðingin? Hver greiddi fyrir þýðinguna? 


mbl.is Ráðherra ritar í ungverskt dagblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1685

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband