12.7.2010 | 12:07
Úrelt lög, henta auðmannadekri Samfylkingar.
"Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra spyr hvort ekki væri heiðarlegast að Magma Energy gæti stofnað dótturfélag á Íslandi vegna kaupa fyrirtækisins á HS Orku, því þá kæmu skatttekjur af starfseminni til landsins. Slíkt er ekki hægt skv. lögum."
Katrín svarar því hins vegar ekki, hvort að það sé eðlilegt að lögin séu þannig, að hægt sé að storfna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, til þess að komast yfir eignarhlutinn í HS-Orku, aðeins að aðalatríðið sé að það sé löglegt.
Vera má að stofnun skúffufyrirtækisins í Svíþjóð hafi verið, eftir lagabókstafnum. Það breytir því hins vegar ekki, að Samfylkingunni, þótti engin ástæða til þess að breyta þeim lögum sem að farið var eftir, þrátt fyrir að ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórn, hafi kallað eftir lagabreytingum.
Sá "lagabókstafur" sem Katrín segir að farið hafa verið eftir, er tekinn upp úr tæplega tuttugu ára gömlum lögum, um erlenda fjárfestingu á Íslandi, eða lög nr. 34/1991, sem samin voru og samþykkt í undanfara þess að EES-samningurinn var gerður.
Sé litið til þeirra breytinga, sem hafa orðið á viðskiptaumhverfinu hér á landi og annars staðar, þá má alveg fullyrða það skuldlaust, að lög þessi eru barn síns tíma. Árið 1991, var það t.d. nánast óhugsandi að orkufyrirtækin væru í eigu annarra en ríkis og sveitarfélaga.
Síðasta sumar eða haust, þá lá það fyrir, að lögin frá 1991, voru í raun orðin úrelt, ef stefnan væri að halda orkuauðlindum og nýtingu þeirra, í íslenskri eignaraðild. Það varð ljóst þegar OR og Hafnarfjörður, seldu hlut sinn í HS-Orku til Magma. Sú sala var, reyndar vegna þess að samkeppnislög bönnuðu OR og Hfj, að eiga þessa hluti sína í HS-Orku.
Þingmenn Vinstri grænna (samstarfsflokks Samfylkingar í ríkisstjórn), sáu þegar þessar sölur fóru í gegn, að nýrra laga væri þörf og fól þingflokkur Vinstri grænna, formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni, að taka málið upp í ríkisstjórn og æskja þess að samin yrðu ný lög, sem kæmu í veg fyrir frekari eignaraðild Magma á HS-Orku og fleiri orkufyrirtækjum.
Slíkum umleitunum Steingríms var fálega tekið af samstarfsflokki Vinstri grænna í ríkisstjórn, eins og sjá má af orðum Árna Þórs Sigurðssonar sem höfð voru eftir honum í viðtali við fréttamann RÚV, þegar hann svaraði, ummælum flokkssystur sinnar Lilju Mósesdóttur, sem birtust á Facebooksíðu hennar og birtast ummæli Lilju fyrst og síðan ummæli Árna.
"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu.
Þessi orð Árna segja meira en þúsund orð um raunverlega stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum. Þeirrar Samfylkingar, sem segist vilja setja í stjórnarskrána, að auðlindirnar, verði í eign þjóðarinnar. Sjá má af þessu að sá "Blairismi" sem formaður flokksins sagði að lagst hafi á flokkinn eins og slæmur vírus, lifir enn góðu lífi í flokknum og "svokölluð" stefnuskrá flokksins, handónýtt plagg, uppfullt af einskis meintu lýðskrumi.
Vinstri grænir, geta samt ekki setið hjá öskrað og bent á samstarfsflokkinn í þessu máli, sem og öðrum. Flokkurinn er jafnsekur á meðan hann situr með Samfylkingunni í stjórn og veitir "afslátt" frá eigin prinsippum og stefnumálum, nema auðvitað að stefnumál Vinstri grænna, séu jafnlítils virði og stefnumál Samfylkingar.
Bentu á lagabókstafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.