Leita í fréttum mbl.is

Sammála eða ekki, skiptir ekki máli. Hæstiréttur hefur talað.

„Í fyrsta lagi lá fyrir að fjármálafyrirtækin þurftu að fá leiðbeiningu um hvernig þau ættu að ganga frá sínum hálfsárs uppgjörum. Það gat ekki komið síðar en í lok júní. Þau gátu því ekki verið ótímabær og gátu ekki komið seinna en þau birtust," segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag. „

Þarna leyfir Gylfi sér það, að skauta yfir það sem er "mergur málsins".  Fjármálafyrirtækin, höfðu fengið tilmælin, tveimur vikum fyrr, eða þann 16. júní, með dómi Hæstaréttar. Dómur Hæstaréttar dæmdi myntkörfulánasamninganna, löglega nema að því leyti, að ekki mátti binda höfuðstól þeirra við gengi erlendra gjaldmiðla. Allt annað í samningunum stendur, eins og lánstími, fjöldi og tíðni afborganna, sem og þeir vextir sem getið er í samningnum.  Fjármálafyrirtækin, þurftu því engin "sérstök tilmæli", frá stjórnvöldum.  Samkvæmt stjórnarskrá þá hefur Hæstiréttur síðasta orðið, en ekki FME eða SÍ og heldur ekki ríkisstjórnin.  Fjármálafyrirtækin gátu því alveg hafið vinnu við sín hálfsárs uppgjör, fyrsta virka dag eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar.

 Hæstiréttur er æðsta dómsvald lýðveldisins og niðurstöðu hans verður ekki breytt, nema með endurupptöku þess máls sem dæmt var í.

 Hver sem skaði Ríkissjóðs kann að verða við dóm Hæstaréttar, réttlætir heldur ekki nein tilmæli, sem vinna gegn dómsorði Hæstaréttar. Skaði Ríkissjóð, ef einhver verður, verður ekki vegna dóms Hæstaréttar.  Skaðinn skrifast þá reikning þeirra vinnubragða, sem viðhöfð voru af stjórnvöldum, þegar lánasöfn föllnu bankanna, voru færð yfir í ný-einkavæddu bankanna og á þá samninga, sem stjórnvöld gerðu við kröfuhafa föllnu bankanna.  Frá árinu 2001, hefur í efnahags og viðskiptaráðuneytinu, verið uppi efi um lögmæti mynkörfulánanna, efi sem að hverfur ekkert, þó að skipt er um ráðherra í ráðuneytinu.  Einnig var ljóst ca. hálfu ári, áður en að Steingrímur J. fjármálaráðherra, tilkynnti þjóðinni "snilldarlausn" við einkavæðingu bankanna, mun ódýrari fyrir Ríkissjóð, en áætlaðð var í upphafi, að myntkörfulánin, gætu endað fyrir dómi og dómsorðið orðið það sem það síðan varð.  Má telja það nokkuð ljóst, að miðað við "efann" í efnahags og viðskiptaráðuneytinu, um lögmæti lánanna, að stjórnvöldum ættu að hafa verið kunnar afleiðingar þess, ef dómur Hæstaréttar, yrði sá sem svo varð.  Viðbrögð kröfuhafa Glitnisbanka, eftir uppkvaðningu dómsins þ.e. að hóta Rikissjóði, skaðabótum vegna dóms Hæstaréttar, bendir hins vegar til þess, að við einkavæðingu bankanna, "hina síðari" hafi stjórnvöld látið sem vind um eyru þjóta, "efann" um lögmæti lánanna, eða gert baksamning við kröfuhafa föllnu bankanna, þess efnis að Ríkissjóður, bæti kröfuhöfunum þann skaða, sem orðið gæti, dæmi Hæstiréttur myntkörfulánin ólögleg, eins og raunin varð.  Slíkir baksamningar, fela í sér ríkisábyrgð og því ekki heimilt að gera, án þess að þeir samningar, fari í efnislega meðferð Alþingis og séu samþykktir af Alþingi.  Hafi stjórnvöld hins vegar látið undir höfuð liggja, að taka "hugsanlegt" ólögmæti myntkörfulánanna með í reikninginn, þá hafa stjórnvöld, meðvitað boðið hættunni á skaðbótamálum og greiðslu skaðabóta heim.  Ef annar þessara möguleiki er réttur, þá verður ekki betur séð, en að stjórnvöld hafi brotið gegn 91. grein Hegningarlaganna, sem hljóðar svo:

" Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."

 Staða lántakenda myntkörfulána vs. staða lántakenda, með verðtryggð lán, réttlætir heldur ekki nein tilmæli, sem vinna gegn dómsorði Hæstaréttar. Myntkörfulánin, stóðu flestum ef ekki öllum til boða, er þurftu lánsfjármagn, líkt og verðtryggðu lánin, auk þess sem bankarnir buðu, lántakendum verðtryggra lána, að skuldbreyta yfir í myntkörfulán.  Allur málflutningur um það að lántakar verðtryggra lána, séu beittir einhverjum órétti, vegna dóms Hæstaréttar, stenst því enga skoðun og er eingöngu til þess fallinn að slá ryki í augu almennings og etja saman þessum hópum lántaka.

 


mbl.is Er ósammála ummælum félagsmálaráðherrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem öllu líður þá var það alveg ljóst að bankarnir myndu túlka niðurstöðuna sér í hag. Hæstiréttur þarf að ganga úr skugga með að dómur þeirra sé "túlkaður" rétt, með því að útskýra öll vafa-atriði. Hann þarf bara að koma saman sem fyrst og klára málið, nema hann vilji fá fleiri dómsmál um sama atriði upp á sitt borð í framtíðinni.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Dómur Hæstaréttar varðandi þessar gerðir lánasamninga, er hann tók til er skýr.

 Hæstiréttur dæmdi gengistrygginguna ólöglega, allt annað í samningnum stendur.

 Það að Hæstiréttur taki ekki afstöðu til þess, hvaða vextir skulu vera á þessum lánasamningum, býr ekki til neinn vafa.  Ástæða þess að Hæstiréttur kvað ekki upp úrskurð, vegna vaxtana er einfaldlega sú að vextirnir standast lög, ólíkt gengistryggingunni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.7.2010 kl. 16:28

3 identicon

Já, er það ekki einmitt málið? Ég skil ekki hvað þetta þarf að flækjast fyrir fólki. Lánin eru lögleg að öllu leyti nema gengistryggingin. Því ætti að endurreikna öll myntkörfulán miðað við þetta. Ég gæti trúað því að ansi margir eigi þá inni pening hjá lánafyrirtækjunum því þetta hlýtur að gilda fyrir öll myntkörfulán, líka þau sem búið er að greiða upp.

Burkni (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 17:31

4 identicon

Ef þið hafið myntkörfulán og eruð vissir um að FME, seðlabankinn, og bankarnir séu að mistúlka dóminn, þá þurfið þið að kæra aftur. Hæstiréttur á bara að úkljá málið strax!

Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 14:38

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er hvorki með myntkörfu, eða verðtryggt lán.  Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar, að stjórnarskrána, beri að virða og í henni stendur að Hæstiréttur hafi síðasta orðið. 

 Hæstiréttur kvað upp sinn dóm um lögmæti þessara lána, eina ólöglega við þessi lán sem hann fann, var gengistryggingin. Af þeim sökum, standa enn samningsvextirnir, sem og önnur ákvæði en gengistryggingin ennþá.

 Hæstiréttur er í sumarfríi og tekur því fleiri mál ekki fyrir, fyrr en í haust.

 Síðasta dag þingsins fyrir sumarfrí, var lagt fram frumvarp, sem tryggt hefði flýtimeðferð Hæstaréttar, á þessum málum öllum, núna strax í sumar og eflaust eitthvað breytt sumarfríum dómenda, en í svona stóru máli, ættu menn að geta sætt sig við slíka breytingu. 

 Stjórnarflokkarnir, eða leiðtogar þeirra, þau Jóhanna og Steingrímur, stóðu hins vegar í vegi fyrir því að frumvarpið  fengi afgreiðslu á Alþingi.  Hægt hefði verið að koma málinu í gegn á einum degi, með afbrigðum.

 Það sést vel í dag, hvaða hug stjórnvöld bera til fjármálafyrirtækjana og því er það ósköp eðlilegt að þau hafi hafnað afgreiðslu frumvarpsins, til þess að fá rými til aðgerða, gegn dómi Hæstaréttar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.7.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband