Leita í fréttum mbl.is

Tengt eða ótengt.

Ein af þeim ástæðum sem stjórnvöld gefa upp fyrir áhugaleysi þjóðarinnar á ESB, er Icesavedeilan.  Stjórnvöld passa sig svo að það komi fram að þetta séu tvö óskyld mál.

 Við skulum nú reyna að átta okkur á skyldleika þessara tveggja mála, eða óskyldleika.

Upphaf Icesavereikningana má rekja til þess, að Alþingi samþykkta tilskipun, varðandi starfssemi líkt og Icesavereikningarnir voru, samkvæmt regluverki ESB.  ESA tók lagasetningu Alþingis fyrir og gaf á hana"grænt ljós". Gráðugir, samviskulausir, bankamenn fundu á þessari  tilskipun glufur og nýttu sér þær.  Síðan vita flestir í hvaða hnút málið er í dag. 

 Það eru tvær leiðir til þess að leysa deiluna, pólitísk leið og svo lagaleg leið. 

Sé pólitíska leiðin valin, þá miðast lausnin við að pólitísk viðmið deilenda.  Núna er Icesavedeilan, eins og allir vita við tvær ESB þjóðir, Breta og Hollendinga.  Eins og allir vita einnig, eru aðildarviðræður og ESB pólitískt baráttumál stjórnvalda, í það minnsta berst  annar stjórnarflokkurinn fyrr ESBaðild.  Hins vegar þurfa Bretar og Hollendingar, vegna sinna pólitísku hagsmuna heima fyrir, og gagnvart ESB, að ná fram sem mest af sínum ýtrustu kröfum í deilunni.  Bretar og Hollendingar geta einnig, séu þeir ósáttir við stöðu Icesavedeilunnar, hindrað inngöngu Íslands í ESB, báðar þjóðirnar, eða bara önnur þjóðin.   Svona lítur"sviðið" nokkurn vegin út, sé litið til pólitískrar lausnar.

 Sé hins vegar lagalega leiðin valin, án aðkomu dómstóla, þá felst lausnin í því að lesið sé "stórgallað" regluverk ESB og deilan leyst á grundvelli þess. Gæti slík lausn komið illa út fyrir regluverk ESB og líkur á því miklar, að sú lausn, ef af henni yrði, gæti orðið fordæmisgefandi í fleiri málum og grafið þannig undan trúverðugleika ESB og þannig einnig myndað sterkan vilja innan ESB, gegn aðild Íslands í ESB.  Semsagt "lagaleg" lausn Icesavedeilunnar, gæti með öðrum orðum, gengið endanlega frá pólitísku baráttumáli Samfylkingarinnar, til margra ára, séu lögin eins og flest bendir til okkar megin í Icesavedeilunni.  

 Dómstólaleiðin er reyndar líka inn í myndinni, þó svo að ég hafi sleppt því að minnast á hana áður. Væri sú leið farin, sem í það minnsta Bretar eru andsnúnir, þá yrðu fjármálakerfi Breta og Hollendinga grandskoðuð, auk þess sem að tilurð hryðjuverkalaga Breta á okkur Íslendinga, yrði rannsökuð ofan í kjölinn og myndi eflaust skilja eftir sig skaðabótakröfu á Breta, gagnvart Íslendingum vegna þeirra.  Auk þess gæti rannsóknin, beinst að skattaparadísum Breta á Ermasundinu og í Karabíska Hafinu.  Dómsorð Íslendingum í hag í deilunni, yrði svo þungt kjaftshögg fyrir ESB og þjóðir þess og eflaust upphaf, fleiri dómsmála sem í kjölfarið myndu fylgja, með fleiri kjaftshöggum á ESB.  Slík niðurstaða myndi því grafa gríðarlega undan ESB og setja sambandið í mun meira uppnám en það er nú komið í.  

 Fólk má alveg mín vegna, halda því ennþá fram að tengslin milli mála séu engin.  En fólk verður bara að gera það upp við sig sjálft, hverju það kýs að trúa eða koma auga á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband