2.7.2010 | 11:14
Styrkir ESB til Ísland vegna aðildarumsóknar vs. Styrkir til flokka og stjórnmálamanna
Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í apríl 2009 og við útgáfu á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, spruttu upp umræður um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, sem veittir voru á árunum fyrir 2007. Um áramót 2006-2007 tóku svo gildi ný lög um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn.
Það má alveg færa fyrir því rök að einhverjir þessara styrkja hafi verið óeðlilega háir, en ekki ætla ég að bæta við þá umræðu alla. Heldur ætla ég að gera tilraun til þess að ræða styrk ESB til Ísland, sem að talað er um að verði allt að fjórir milljarðir á þessum svokallaða "aðlögunnar eða viðræðutíma".
Þeir sem hæst höfðu um þessa styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, kölluðu styrki þessa "mútur", án þess þó að fyrir því hefðu menn einhverjar sannanir, heldur voru þær ásakanir byggðar á líkum. Líkurna byggðust á þeim rökum, að varla væru þessir aðilar að fá styrki, fyrir "ekki neitt", heldur hlyti þar eitthvað að búa að baki, eins og t.d. hagstæð löggjöf í þágu þeirra er styrkina veittu.
Núna strax í upphafi aðildarferlis hefur ESB eyrnamerkt Íslandi, allt að fjóra milljarði króna, til þess að Löggjafanum, verði það "auðveldara" að breyta þeim lögum og reglugerðum, sem breyta þarf, svo þessi sömu lög og reglugerðir, samrýmist regluverki ESB.
Það er einnig athyglisvert að talan 4 milljarðar sé nefnd, þar sem samkvæmt áætlunum Utanríkisráðuneytisins, er aðildarferlið talið kosta okkur Íslendinga um einn milljarð. Þeirri tölu hefur reyndar verið mótmælt og talað um kostnað á bilinu 4-7 milljarðir, án þess að Utanríkisráðuneytið eða Utanríkisráðherra, hafi fundið ástæðu til þess að mótmæla þeim tölum á einn eða annan hátt. Semsagt samþykkt þær með þögninni.
Það hlýtur að vekja upp spurnir, hvort þessi styrkur frá ESB, eða öllu heldur loforð um hann, hafi verið inn í því reiknisdæmi Utanríkisráðuneytisins, þegar það áætlaði kostnað við aðildarferlið aðeins einn milljarð. Það hlýtur að teljast meira en líklegt að slíkt loforð hafi legið fyrir, áður en að þingsályktunnartillagan um aðildarumsókn, var lögð fram á Alþingi. Varla er hægt að reikna með því að það ráðuneyti, sem fékk bestu einkunn um velrekna stjórnsýslu. Í skýrslu, sem nefnd skipuð af Forsætisraðherra er Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur veitti forstöðu og skilað var nokkrum vikum eftir útkomu Skýrslunar, hafi vanreiknað kostnaðinn við aðildina, það skelfilega, að raunverulegur kostnaður, sé allt að því sjöfaldur sá kostnaður sem ráðuneytið reiknaði með.
Að þessu öllu sögðu, hlýtur það að vera hægt að leggja þennan styrk frá ESB, að jöfnu við styrki þá, sem áður tíðkaðist að veita stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Eða hvað? Gildir önnur siðfræði varðandi þennan styrk ESB vs. styrki til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka?
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur!!
Gunnar Heiðarsson, 2.7.2010 kl. 11:34
Takk fyrir mjög gagnlegan pistil.
Benedikta E, 2.7.2010 kl. 12:17
Það er reyndar magnað að þeir miðlar sem töluðu hvað mest um styrkina þegi um þennan styrk. En æ ég gleymdi því ritstjóri eins miðilsins, er í "stjörnublaðamannahópi" ESB og svo er varla von að visir.is eða DV.is finni eitthvað að þessu, enda helsýktir ESB-sinnar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2010 kl. 17:43
Þetta er nú meira bullið í Kristni. Hann virðist halda að Brüssel geti ekki beðið eftir því að fá hortuga og spillta Mörlanda í sambandið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 08:49
Haukur - "Brussel" = ESB geta ekki hamið græðgi sína eftir auðlindum Íslands til lands og sjávar og hafsvæðinu til Norðurslóða.
Það er málið.................
Benedikta E, 3.7.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.