23.6.2010 | 16:51
Íhlutun Seðlabankastjóra.
Það hlýtur að vera eindæmi í vestrænu lýðræðisríki, að Seðlabankastjóri, þess ríkis, komi fram með aðra eins íhlutun og beinlínis, hvetji til þess að dómur Hæstaréttar verði hundsaður. Núna eru nokkrir klukkutímar frá þessari yfirlýsingu (íhlutun) Seðlabankastjóra og ekki hefur heyrst, hósti né stuna, frá stjórnvöldum. Stjónvöldum, sem að fyrir ekki lengri tíma, en viku, voru að eigin sögn, búin að velta fyrir sér mögulegri niðurstöðu Hæstaréttar, að varla væru stafirnir í stafrófinu nógu margir, svo að hægt væri að skreyta, hin mörgu "plön" stjórnvalda með bókstöfum. ( Samanber "plan A, "plan B" o.s.f.v.).
Það vekur líka athygli að stjórnvöld voru ekki búin, eftir því næst verður komist, búin að verða sér út um lögfræðiálit, vegna gengistryggðu lánana, svo hægt yrði að móta stefnu, gagnvart þeim dómi Hæstaréttar, sem upp yrði kveðinn, á hvora leiðina sem að hann hefði orðið.
Eins hlýtur það að verða furðulegt að þau lánafyrirtæki, sem að fá dóm fyrir ólöglega gengistryggingu lána, skuli hafa ekki upphugsað, einhver önnur viðbrögð við niðurstöðu dóms Hæstaréttar, en að bíða eftir því hvað stjórnvöld komi til með að aðhafast í málinu. Sú staðreynd, rennir reyndar stoðum undir þá kenningu, að fyrirtækjunum hafi verið "lofað" inngripum stjórnvalda, ef illa færi. Réttaróvissan varðandi gengistryggðu lánin, varð ekki til við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, heldur hefur hún varað um einhver ár og séu orð Valgerðar Sverrisdóttur fyrrv. viðskiptaráðherra, tekin góð og gild, hefur réttaróvissan verið fyrir hendi, frá árinu 2001, í Viðskiptaráðuneytinu hið minnsta og sá "grunur" um réttaróvissu, hverfur ekkert úr ráðuneytinu, við stjórnarskipti.
Lykilatriðið í máli þessu, hlýtur að vera, hvað Hæstiréttur, dæmdi ólöglegt. Samkvæmt dómi Hæstaréttar, þá eru þessir lánasamningar löglegir, fyrir utan það að ekki var löglegt að miða við gengistrygginguna. Það er þá borðliggjandi, að samningarnir standi að öðru leyti, nema um annað verði samið, óháð áhyggjum Seðlabankastjóra, stjórnvalda, fræðimanna eða fjármálafyrirtækjana sjálfra, af afkomu þeirra í kjölfar dóms Hæstaréttar. Það getur engan vegin staðist núverandi lög, að inní skilmálana séu sett önnur ákvæði, til björgunnar lánafyrirtækjunum, en heimil eru samkvæmt lögum, hvort sem það séu einhverjir Libor-vextir eða stýrivextir Seðlabankans, eða þá bara þeir vextir sem voru reiknaðir í þessum lánasamningum, fyrir utan gengistrygginguna, sem nú hefur verið dæmd ólögmæt.
![]() |
Hefðu lækkað vexti meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlýddi á boðskap seðlabankastjórans í bílnum núna um hádegið og varð meira en lítið undrandi.
Þetta pólitíska inngrip seðlabankastjórans er honum til skammar og ætti að nægja til tafarlausrar brottvikningar úr þessu embætti.
Dómur Hæstaréttar var skýr og afdáttarlaus um öll þau efni sem máli skipta. Vaxtaþátturinn er tilgreindur í hverjum samningi eftir því sem mér skilst og hann er óbreyttur eftir dóminn.
Það er einvörðungu gjaldeyristenging lána í íslenskum krónum sem dómurinn fjallar um og hún er ólögmæt samkvæmt lögum sem voru afar nýleg þegar þessi lögbrot voru framin og fullnustuð af embættum sýslumanna! með þinglýsingum og stimpilgjöldum.
Árni Gunnarsson, 23.6.2010 kl. 17:10
Já ætli núverandi "vinnuveitendur" seðlabankastjóra, væru ekki búnir að öskra úr sér lungum, með kröfunni um afsögn seðlabankastjóra, héti hann Davíð Oddsson og "vinnuveitendurnir, væru í stjórnarandstöðu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.6.2010 kl. 17:36
Fyrrum forseti hæstaréttar hefur tekið undir með þeim sem segja að samningsvextir gildi. Bankamafían og pólitíkusarnir eru greinilega í djúpum skít með þetta mál. Nýjasta útspil Gylfa er að reyna að etja landsmönnum saman með þeim formerkjum að þetta lendi á skattborgurum.
Lélegt hjá honum og sennilega sjálfsmark.
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 21:16
Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur. Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði. Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda. Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara. Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði. Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er. Þetta er rotið samfélag.
Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.