Leita í fréttum mbl.is

Vilji fyrir þjóðstjórn, eða kattasmölun, vegna flokksráðsfundar Vg?

Ég tel vart ástæðu til þess að rjúka upp til handa og fóta, þó Össur tjái sig á þennan hátt.  Síðustu daga þingsins, blésu kaldir vindar milli stjórnarflokkanna, eða milli Samfylkingar og órólegu deildar Vg.

 Einn þingmaður Vg skrifaði sig, sem meðflytjandi á þingsályktunnartillögu Unnar Brár Konráðsdóttur, um að draga ESB-umsóknina til baka og þrir þingmenn Vg lýstu sig andvíga Stjórnarráðsfrumvarpi forsætisráðherra og mun andstaða þeirra þriggja eflaust fella frumvarpið, að öllu óbreyttu.

Reyndar hefur það verið þannig, þegar að meirihlutastjórnin, hefur orðið að minnihlutastjórn, vegna andstöðu órólegu deildar Vg, að leiðtogar stjórnarinnar, þá sér í lagi Jóhanna og Steingrímur J., leitað til stjórnarandstöðunnar um samstöðu, vegna þeirra mála sem órólega deildin, leggst gegn.  Annars er hætt við því að stjórnarandstaðan, liggi undir ámæli um óábyrg og ólýðræðisleg vinnubrögð.  Það hlýtur að vera einsdæmi í ríkjum þar sem það á að heita, að meirihlutastjórn sé við völd, að í stærstu málum og þá helst, helstu hugðarefnum forsætisráðherra, þurfi að leita til minnihlutans, svo málið hafi meirihluta í þinginu.

 Reyndar er það svo að flest þau mál sem lúta að atvinnuuppbyggingu, hafa þingmeirihluta, en vera VG í ríkisstjórn, stöðvar eða tefur þau mál velflest, þar sem frumvörp, frá ríkisstjórninni, þurfa samþykki beggja þingflokka ríkisstjórnarflokkanna.  Þau einu mál sem komast hávaðalaust frá ríkisstjórninni, inn á þingið, eru mál sem drepa alla atvinnuuppbyggingu, þ.e. skattahækkanir.

 Það verður því að teljast líklegra að þessar þjóðstjórnarhugmyndir Össurar, séu bara "ákall" um viðeigandi stjórnmálaályktun, frá flokksráðsfundi Vg, sem verður um næstu helgi.  Stjórnmálaályktun, sem lýsir ekki stefnu Vg, varðandi ESB, eða stjórnarráðsfrumvarpi Jóhönnu.

  Össuri, varð nú svo mikið um þegar hann heyrði orðið "þjóðstjórn" síðast, að hann bauð Ögmundi Jónassyni í kaffi, til að ræða við hann um stjórnarmyndun, án þátttöku Sjálfstæðisflokks, þó svo að Össur hafi þá setið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og hafi þar með farið bak við samstarfsflokkinn og í rauninni, brugðist trúnaði hans.

 


mbl.is Össur hlynntur þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband