13.6.2010 | 18:55
Stjórnlagaþing og ábyrgð þings, þjóðar og fjölmiðla til framtíðar.
Þegar þetta er skrifað, bendir flest til þess að frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing verði að lögum, eftir að sátt náðist um breytingartillögu sjálfstæðismanna. Breytingartillagan kveður á um að stað Forsætisnefndar Alþingis, verði skipuð sjö manna nefnd, sem allir flokkar á Alþingi skipa fulltrúa í, sem útbúi þúsundmanna þjóðfund í aðdraganda stjórnlagaþingsins. Nefnd þessi mun að öllum líkindum, vera skipuð löglærðum mönnum í stjórnsýslurétti og heimspekingi, einum eða fleiri.
Þegar fréttist af tillögu þessari, bar á gagnrýni hér í bloggheimum og annars staðar, vegna þess að með skipun þessarar sjö manna nefndar, þá væri Alþingi að hafa "pólitísk" áhrif á stjórnlagaþingið !!? Það hljómar hins vegar ákaflega fáranlega og ber vott um það, að hér í bloggheimum, finnist fólki, nóg að vita hvaðan tillögur koma til þess að geta gagnrýnt þær, án þess að kynna sér efni þeirra. Þó svo að það verði Alþingi sem skipi þessa sjö manna nefnd, þá verða afskipti Alþingis og stjórnvalda, af stjórnlagaþinginu eins pólitísk, eins og þau hefðu verið, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu óbreyttu, að Forsætisnefnd Alþingis, tæki að sér hlutverk, þessarar sjö manna nefndar, hvað þá eins og gert var ráð fyrir í fyrstu útgáfu frumvarpsins, þar sem Forsætisráðuneytinu var ætlað það hlutverk, sem að sjö manna nefndinni ber að sinna.
Þrátt fyrir þessar breytingartillögur, sem ég tel vera mjög til bóta, þá vantar í frumvarpið, þá varnagla, sem girða fyrir það, að ýmis hagsmunasamtök, eða t.d. auðmenn, gætu "keypt" sér fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, þar sem engin ákvæði um fjármál frambjóðenda til Stjórnlagaþins, er að finna í frumvarpinu. Samt má gera ráð fyrir því að sömu lög og gilda um fjármál frambjóðenda til Alþingis og sveitarstjórnarkosninga gildi, varðandi kosningar til Stjórnlagaþings.
Það hlýtur að vera öllum ljóst mikilvægi þess, að þeir fulltrúar sem stjórnlagaþingið sitja, endurspegli, eins vel og hægt er, þá þjóðfélagsgerð, sem hér er við lýði og starfi allir sem einn aðeins fyrir einn "hagsmunahóp", íslensku þjóðina, svo niðurstaða Stjórnlagaþingsins, gefi sem gleggsta mynd af vilja þjóðarinnar.
Þessar kosningar, til Stjórnlagaþings, verða því einar mikilvægustu kosningar íslensku þjóðarinnar, frá lýðveldisstofnun, ef ekki þær mikilvægustu og því mikilvægt að allir þeir sem í framboði verða, sitji við sama borð, þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Þar mun ábyrgð fjölmiðla verða mikil og sú pólitíska slagsíða, sem greina má í daglegri stjórnmálaumræðu, verður alls ekki liðin, ef að Stjórnlagaþingið á að búa yfir einhverjum trúverðugleika.
Að loknu Stjórnlagaþingi, mun svo á Alþingi liggja þung skylda að taka niðurstöðu Stjórnlagaþingsins til vandaðrar, efnislegrar umræðu og gefi sér til þeirrar umræðu allan þann tíma sem þarf. Eins mun þjóðin vart líða það að þingmenn leggist í pólitískar skotgrafir, þó ekki ríki sátt um niðurstöðu Stjórnlagaþingsins, heldur vinni að því að ná sem breiðastri sátt um þá nýju stjórnarskrá, sem íslenska þjóðin mun eignast um mitt ár 2013
Ræða kröfur til nefndarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.