Leita í fréttum mbl.is

Orkuveitan og Hellisheiðarvirkjun.

Ég las fyrr í dag, pistil eftir, Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóra DV.  Þar hraunar hann yfir síðasta borgarstjórnarmeirihluta og þá sér í lagi Hönnu Birnu, fráfarandi borgarstjóra.

 Helstu atriðin í skítkasti Jónasar, eru Hellisheiðarvirkjun og það sem hann kallar "Vesturlandsruglið", eða eitthvað í þá áttina.

 Þessi "pistill" Jónasar, hljómar eins og hann hafi ekki verið með meðvitund, síðastliðin 10 -15 ár.

 Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun, fyrsti áfangi, var boðin út 2003 eða 2004 og hófust framkvæmdir við hann, snemma árs 2005 eða síðla árs 2004.  Ég vann sjálfur við fyrsta áfanga, frá sumri 2005 fram í nóv- des, sama ár, er þeim áfanga lauk.  

 Um það leyti sem að fyrsta áfanga var að ljúka, haustið eða snemmvetrar 2005, var annar áfangi boðinn út og svo skömmu síðar sá þriðji, ef ég man rétt.  Allt þetta var ákveðið og skipulagt á meðan R-Listinn, fór með meirihlutann í stjórn Orkuveitunnar með Alfreð Þorsteinsson í formanns sætinu.
 Framkvæmdum við 3. áfanga Hellisheiðarvirkjunnar lauk svo haustið 2009. Með öðrum orðum, þeir meirihlutar sem í borginni störfuðu kjörtímabilið 2006-2010, voru að klára þá verksamninga sem komnir voru í ferli, áður en kjörtímabilið hófst.

 Hvað Vestulandsþáttinn varðar, get ég bara tjáð mig um þær framkvæmdir, sem voru á Kjalarnesi, Akranesi og í Borgarnesi. Þær framkvæmdir voru boðnar út árið 2007, ef ég man rétt, að loknum undirbúiningi, sem staðið hafði frá tíð fyrri minnihluta.

 Hófust framkvæmdir á þessum þremur stöðum vorið 2008 og voru samkvæmt áætlun, fram að hruni. Eftir að hrunið dundi yfir var hins vegar hægt mjög á framkvæmdum og umfang verkefnana minnkað og verkkaupa, skömmtuð ákveðin upphæð, sem vinna mátti fyrir hvern mánuð. Ef ég man rétt, þá lýkur þessum framkvæmdum á þessu ári, eftir breytingar á kostnaðaráætlun og umfangi verkefnis.

 Áður en Orkuveitan fór í áðurnefndar framkvæmdir, þá dundaði meirihluti stjórnar OR, undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar í skjóli R-listans, meðal annars við Línu-net verkefnið, risarækjueldi og byggingu "geimskipsins", í Hálsahverfinu í RVK, sem alla jafna gegnur undir  heitinu "Höfuðstöðar OR og fór sú framkvæmd langt fram úr áætlun.

 Á þessari upptalningu, má leiða að því líkum að OR hafi verið vel skuldsett í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða og ekki hefur það sem gerðist hér, bæði varðandi gengið og vextina, árið 2008 lækkað þær skuldbindingar, svo mikið er víst.

 Þó að Hanna Birna og hinir sem skipuðu Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins,séu dugnaðarforkar allir sem einn, þá leyfi ég mér að fullyrða, að þau  hefðu aldrei afrekað að koma á öllum þeim hryllingi á OR, sem á fyrirtækinu dynur,  á því kjörtímabili, sem nú er að líða. 


mbl.is Ekkert ákveðið varðandi hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þarfur pistill. Maður veltir því fyrir sér hvort Jónas hafi hreinlega gleymt tímabili R-listans. Og nú koma kommarnir skríðandi hver af öðru og þykjast hafa steingleymt R-listanum. Ein kommakellingin var í kastljósi í gær og jarmaði ákaft.

*

R-listinn tók 3 stöndugar stofnanir, Vatnsveituna, Rafmagnsveituna og Orkuveituna, sauð þær saman í risa sem staðið hefur á brauðfótum æ síðan. Svona eyðileggja vinstri menn gamalgrónar, sterkar stofnanir. Svo steyptu þeir Orkuveitunni í erlendar skuldir sem við munum súpa seyðið af næstu áratugina.

*

Vel á minnst, hvaða verkefni heyra undir hinn svonefnda Vesturlandsþátt?

Baldur Hermannsson, 4.6.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eru svona dælustöðvar, eins reist var í Hraunsvík, við hliðina á Straumsvík, auk þess sem að fráveitukerfin í bæjunum eru endunýjuð að einhverju leyti.

 Ég er á því að það væri þarft verk, ef einhver tæki sig til og flytti "lögheimili" sitt í Skjalasafn Reykjavíkurborgar, til að skrifa "Hnignunnarsögu Reykjavíkur í boði R-Listans"

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.6.2010 kl. 14:25

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

En Jónas man að sjálfsögðu eftir R-Listanum, það hentaði bara "skítblöndunni" sem hann hafði í "skítadreifaranum" í þetta sinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.6.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband