14.5.2010 | 21:21
Frá maí 2007 !!!!! Ert´ ekk' djók' í mér?
Nú hefur Samfylkingin ákveðið að stofna svokallaða umbótanefnd, til þess að þvo af sér "Blairismann".
Samfylkingunni er það eflaust hollt eins og öðrum flokkum að líta aðeins um öxl og skoða hvað fór aflaga hjá sér.
En að ætla ekki lengra aftur í tímann en til maí 2007, er bara grín.
Samfylkingin, þarf hið minnsta, eigi störf þessarar nefndar að vera eitthvað annað en hvítþvottur, að fara aftur til tímans, er hún kyssti Baug fyrsta kossinn. Sá koss mun hafa átt sér stað, skömmu eftir "þriggja manna tal" í London, þar sem talan 300 milljónir voru nefnd.
Samfylkingunni varð það ljóst eftir nýbyrjað "daður" við Baug, að hún yrði í komandi kosningum árið 2003 að sigra Sjálfstæðisflokkinn og komast til forystu í ríkisstjórn. Samfylkingin, gerði sér grein fyrir því að hún næði engum árangri með Össur í forystu kosningabaráttunnar og var því Ingibjörg Sólrún, sótt úr stóli Borgarstjóra, til þess að verða "Forsætisráðherraefni" flokksins.
Kosningar fóru þá eins og þær og fóru, og ekki tókst Samfylkingunni ætlunarverkið með því að trana fram Ingibjörgu gegn Davíð og hélt því Sjálfstæðisflokkur og Framsókn áfram stjórnarsamstarfi að loknum kosningum.
Hefði Samfylkingunni tekist ætlunarverkið og komist í stjórn með Framsókn, þá má ætla að flest það sem gekk eftir á kjörtímabilinu, eins og innleiðing ESB regluverksins, vegna EESsamningsins, hefði gengið jafn ljúft í gegn og þau gerðu annars á kjörtímabilinu og líklega hefði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og hámarksupphæð húsnæðislána Íbúðalánasjóð, orðið hærra en raunin, varð, enda skammaði Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi Forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokkinn fyrir að "halda aftur af Framsóknarflokknum við hækkunina. Kárahnjúkavirkjun hefði risið og skattar lækkað, enda lofaði Samfylkingin skattalækkunum í kosningabaráttunni, fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Eina sem hefði farið öðruvísi, er að ekkert fjölmiðlafrumvarp hefði verið lagt fram, en líklega hefði verið sótt um aðild að ESB.
Samfylkingfylkingin, gleymdi samt ekki nýja vininum, Baugi og þeim tenglsum sem mynduðust við fyrsta kossinn. Hefur Össur Skarphéðinsson, látið í það skína, að kröftuga andstöðu Samfylkingarinnar gegn Fjölmiðlafrumvarpinu, bæði í þinginu og með þátttöki í þeim hópi sem að þrýsti á Ólaf Ragnar að synja þeim lögum staðfestingar, megi rekja til tengslana við Baug. Baugur hafði þá nýverið haslað sér völl á fjölmiðlamarkaði, með kaupum á Fréttablaðinu og fleiri blöðum, ásamt Bylgjunni og Stöð2.
Eins og kemur fram í Skýrslunni, þá dældi, að sögn Sigurjóns fyrrv, bankastjóra Landsbankans, Landsbankinn peningum í Samfylkinguna, á hinar mörgu kennitölur hennar.
Á þeim árum var Samfylkingin þátttakandi í meirihluta Borgarstjórnar ásamt VG og Framsókn, en Samfylkingarmaður leiddi Borgarstjórnina. Fyrst var Þórólfur Árnason, Borgarstjóri. Hann var hins vegar látinn hætta, vegna þátttöku sinnar í "Olíuverðssamráðinu" og tók þá Steinunn Valdís við.
Til þess að auka enn á tengsl bankans við flokkinn, auk styrkjana, "afþakkaði" Ásgeir Friðgeirsson, það þingsæti, sem hann hlaut kosningu í fyrir Samfylkinguna og gerðist talsmaður Björgólfsfeðgana, sem áttu Landsbankann með Magnúsi Þorsteinssyni.
Á þessum árum voru Björgólfsfeðgar mjög afkasta miklir í fasteigna og lóðabraski í borginni og má ætla að í mörg þeirra verkefni, hafi verið betra að hafa skipulagsyfirvöld og Borgarstjórann með sér í liði.
Þetta er í grófum dráttum það sem gerðist í sögu Samfylkingarinnar frá árinu 2003 til maí 2007 og finnist Samfylkingunni, það óþarfi að rannsaka þetta tímaskeið í sögu flokksins, þá er þessi umbótanefnd bara "fúsk" og "yfirklór".
Samfylkingin hefur meira en það á samviskunni að henni dugi einhver "kattarþvottur á meintum tveggja ára "Blairisma". Meinið er stærra og illvígara, en það dugi, ætli flokkurinn loksins, eftir tíu ára baráttu að teljast trúverðugur stjórnmálaflokkur.
Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.