9.5.2010 | 20:24
Frétt sem týndist?
Um miðja síðustu viku, las ég frétt á pressan.is um þingmannanefndina, sem skera á úr með ráðherraábyrgðina, vilji skoða, hvort ekki eigi að athuga verk fleiri ráðherra en þeirra þriggja, sem liggja undir ámæli um vanrækslu samkvæmt skýrslunni.
Ég veit ekki hvort að hasarinn um lanamál Seðlabankastjóra, sem í raun er hætt að snúast um laun Seðlabankastjóra, heldur um trúverðugleika, þeirra aðila sem þar koma við sögu ásamt fréttum af handtökum, hafi drekkt þeirri frétt, eða ekki í öðrum miðlum.
Sé þingmannanefndin í þeim hugleiðingum, sem ég lýsi hér að ofan, má spyrja, hvort ekki sé annar "ráðherrakapall" í spilunum, en oftast er getið.
Í núverandi ríkisstjórn sitja þrír ráðherrar, er voru stjórn er hrunið dundi yfir og í það minnsta tveir þeir þeirra bjuggu yfir upplýsingum, sem aðrir gerðu ekki, þó svo að þær upplýsngar hefðu ekki snert beint verksvið þeirra ráðuneyta.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra var félagsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn og var í þessari "Súperráðherranefnd" sem skipuð var um efnahagsmálin og samninga við norrænu seðlabankana, vorið eða sumarið fyrir hrun.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var iðnaðarráðherra og staðgengill utanríkisráðherra í veikindum hennar og sat, þar af leiðandi, einhverja fundi, þar sem staða bankana var rædd.
Kristján L. Möller, þá og núverandi samgönguráðherra, hefur sjálfsagt lítið vitað umfram það sem rætt var á formlegum ríkisstjórnarfudnum. Sama má í rauninni segja um Þórunni Sveinbjarnardóttir, þingflokksformann Samfylkingar og fyrrv. umhverfismálaráðherra.
Þegar Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. viðskiptaráðherra, ákvað í kjölfar Skýrslunar að draga sig í hlé, til þess að skapa þingnefndinni, frið til þess að ræða sín mál og forða nefndinni frá því að hafa "óþæginlega" nærveru við sig, fagnaði Jóhanna því og kallaði ákvörðun Björgvins ábyrgðarfulla.
Þá er það spurningin hvað henni finnst um það að nefndin ætli að skoða fleiri ráðherra og skildi henni finnast það líklegt að þeir ráðherrar, hafi "óþæginlega" návist við nefndarmenn.
Skildi í það minnsta tveimur nefndarmönnum, finnast það þæginlegt að vera að rannsaka mál síns flokksformanns, á meðan hann gegnir embætti forsætisráðherra og starfar væntanlega með þeim í þingflokknum?
Ríkisstjórnin fundar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
4 í þingliði Samfylkingarinnar voru ráðherrar í svokallaðri hrun stjórn - Jóhanna - Össur - Kristján Möller og Þórunn Sveinbjarnar sem nú er þingflokksformaður - Þau eiga öll að segja af sér.........!
Benedikta E, 9.5.2010 kl. 21:01
Reyndar líka tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins enn á þingi sem að voru í stjórn. Og þá spurning um þeirra aðkomu.
En aftur á móti, þá hefur staða Þórunnar veikst eftir þessa Seðlabanka-uppákomu. Hafi hún tekið sér svona afgerandi stöðu, eins og hún gerði, með hugsanlegum lygum Jóhönnu.
Seðlabankamálið, er orðið mun alvarlegra, en 400 þús hækkun á mánuði. Það snýst orðið um trúverðugleika tveggja ráðherra, þingflokksformanns Samfylkingarinnar (Þórunni), formann bankaráðs og hugsanlega líka seðlabankastjóra.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.5.2010 kl. 21:12
Sammála þér Kristinn þetta er graf alvarlegt mál - sem örugglega verður reynt að þagga niður með því að seðlabankastjóri fái ekki þessa launahækkun.
En það bara breytir ekki alvarleika málsins.
Benedikta E, 10.5.2010 kl. 14:54
Formaður bankaráðsins, er líka hæstaréttarlögmaður og sem slíkur bundinn siðareglum lögmanna. Í þeim siðareglum eru yfirhilmingar, litnar hornauga, svo ekki sé meira sagt.
Svo er Lára V. settur saksóknari vegna máls Alþingis gegn níumenningunum og nýtur varla trúverðugleika sem slíkur á meðan málið er óupplýst. Varla hefur hún trúverðugleika gagnvart Héraðsdómi, eins og mál standa.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.5.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.