Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2012 | 20:06
Þjóðin spurð, en Alþingi tekur ákvörðun.
Í umdræðunni um ESB-aðildarferlið, er það ætíð tekið skýrt fram að þjóðin muni að lokum eiga síðasta orðið í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði. Áður en að þingið taki hugsanlegan aðildarsamning til efnislegrar meðferðar.
Sama verklag ætla stjórnvöld einnig að hafa varðandi tillögur stjórnlagaráðs, þ.e. ,,láta þjóðina ,,ákveða á hvaða hátt þingmenn greiði atkvæði. Enda eigi þjóðin að ráða.
Þessi aðferð hvetur í rauninni til stjórnarskrárbrota og brota á þingsköpum og ætti að vera hverjum sómakærum þingmanni ómöguleg.
Ég vitna í núgildandi stjórnarskrá, þar sem ESB-aðildarferlið ,,átti ekki að taka meira en eitt og hálft ár ca. Þá hefði verið nálægt tveimur árum í nýja stjórnarskrá. Þannig að notast verður við þá gömlu.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."
Aþingi hefur auðvitað sem löggjafi þjóðarinnar síðasta orðið. Nema forseti synji þeim lögum er staðfesta aðildarsamning staðfestingar. Þá fær þjóðin að kjósa bindandi kosningu um ákvörðun Alþingis.
Áþekk ákvæði þessara stjórnarskrárákvæða eru einnig í þingsköpum.
Hvor sem niðurstaðan væri í ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði, eiga þingmenn þá allir að segja já eða nei, eftir atvikum? Eftir því hvernig ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðið fer?
Eiga þá fylgendur aðildar, að segja ,,nei" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn felldur í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði og andstæðingar aðildar að segja ,,já" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn samþykktur í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði?
Sú niðurstaða sem meirihluti er í þinginu fyrir (sannfæring þingmanna) hlýtur að verða ofan á.
Í besta falli verður samningur sem felldur er í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði, tekinn upp og smávægilegar tæknilegar breytingar ,,hæpaðar" upp og kosið aftur og aftur og aftur....
Þegar Icesavesamningarnir voru samþykktir í þinginu, var lögð fram sú tillaga að þeir tækju ekki gildi, fyrr en þjóðin hefði greitt um þeim atkvæði sitt í þjóðaratkvæði. Sú tillaga var þingtæk og af þeim sökum hlýtur slíkt þjóðaratkvæði að vera ,,bindandi".
Það kallar þá á spurningar: ,, Afhverju í ósköpunum á vera ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði áður en Alþingi tekur efnislega afstöðu til málsins, að ráða afstöðu þingsins?
Afhverju fer samningurinn ekki bara í efnislega meðferð í þinginu sem annað hvort fellir hann eða samþykkir?
Samhliða samningnum verði flutt og samþykkt tillaga í þinginu, að samningurinn taki ekki gildi, verði hann samþykktur í þinginu, fyrr en þjóðin hafi samþykkt hann í ,,bindandi" þjóðaratkvæði. En felli þjóðin samninginn, þá tæki hann eðlilega ekki gildi.
Er það í rauninni svo, að stjórnvöld þori ekki að leggja verk sín ( þinglega afstöðu sína til aðildarsamnings), í dóm þjóðarinnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hvaða hátt sem hinir svokölluðu fræðimenn og alitsgjafar, túlka yfirlýsingu Ólafs, þá blasir í rauninni bara eitt við.
Ólafur Ragnar skynjar það umboðsleysi sem Alþingi og ríkisstjórn hafa frá þjóðinni. Hugur hans stendur til þess, að geta verið til staðar og lagt sín lóð á vogarskálarnar, til þess að forða þjóðinni frá fleiri þjóðhættulegum ákvörðunum hins umboðslausa Alþingis.
Ákvörðun Ólafs gat ekki orðið önnur en að hún markaði ný spor í sögu þjóðarinnar. Enda umboð löggjafavaldsins og framkvæmdavaldsins í sögulegu lágmarki hjá þjóðinni.
Hefði önnur hvor höfnun þjóðarinnar á fyrirliggjandi Icesavesamningi leitt til afsagnar ríkisstjórnar, þingrofs og kosninga í kjölfarið, þá hefði ákvörðun Ólafs Ragnars, án efa orðið önnur.
Ólafur Ragnar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2012 | 14:44
Súrealísk landsdómsumræða.
Í ljósi þess, að líklegast eiga margir þeirra er ákæra vildu Geir Haarde fyrir landsdómi, allt eins von á sýknudómi, þá hefur umræðan um dóminn, tekið á sig æ súrealískri blæ.
Niðurstaða dómsins, hver sem hún kann að verða, er orðin algert aukaatriði. Aðalatriðið núna, eru þær upplýsingar sem þjóðinni kann að falla í skaut, við vitnaleiðslur í réttarhöldunum!!
Er þá ekki rökrétt skref, að stefna Johönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og fleiri ráðherrum hinnar norrænu velferðarstjórnar, til þess eins að þjóðin fái upplýsingar?
Þjóðin hlýtur jú að eiga rétt á að fá upplýsingar um t.d. einkavæðingu Steingríms á föllnu bönkunum, þrjár misheppnaðar tilraunir til samninga í Icesavedeilunni, ástæður aðgera og/eða aðgerðaleysis til lausnar á skuldavanda heimilana og getuleysi stjórnvalda til þess að koma með nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, svo eitthvað sé nefnt.
Á hvaða vegferð með dómskerfið er þjóðin, ef tilgangur þess er ekki að dæma menn til sektar eða sýknu, heldur að afla upplýsinga í þágu almennings?
Ekkert áfall, segir Bjarni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alþingi með eins manns stjórnarmeirihluta, þar sem ekki ríkir traust manna og flokka á milli, er ónýtt Alþingi. Eina málið sem stjórnarmeirihlutinn getur staðið saman að, er að verja verklausa ríkisstjórn falli, forða þar með kosningum og fresta afhroði stjórnarflokkanna.
Þjóðin á skilið Alþingi þar sem forysta þess, stjórnarmeirihlutinn, nýtir þá orku sem innan hans býr í öll þau verkefni sem bíða þess að farið verði í til uppbyggingar lands og þjóðar. En ekki forystu sem nýtir sem nýtir alla sína orku til þess eins, að skapa sundurlyndi og ósamstöði sín á milli, sem smitar út frá sér og leggst á þjóðarsálina sem ólæknandi vírus.
Í landsstjórninni hafa stjórnarflokkarnir klúðrað erindi sínu við þjóðina. Erindi það sem þeir buðu upp við þjóðina var í rauninni bara hjóm eitt. Þeirra erindi í dag, er það eitt að tóra fram á vorið 2013.
Fólk eða flokkar án erindis við þjóðina, eru fólk og flokkar án góðra verka henni til handa.
Þjóðin býr ekki við stjórnarkreppu, heldur býr hún við stjórnunarkreppu. Við slíkar aðstæður á þjóðin sér enga von, nema boðað verði til kosninga sem fyrst.
Segir Alþingi orkulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2012 | 22:30
Stöðumat úr höfuðstöðvunum í Stórholtinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í vörn allt þetta kjörtímabil og í rauninni lítið gert annað en að verjast mismarktækum ásökunum, vegna hrunsins. Þó stundum hafi mátt greina þaðan málefnalega og jafnvel stundum ómálefnalega burði til aðhalds, við skaðlega stefnu stjórnvalda.
Þrátt fyrir að vera bæði í ,,vörn og í stjórnarandstöðu á meðan versta ríkisstjórn í sögu landsins er við völd og sókn ætti að vera besta vörnin, þá helst fylgið nokkuð stabílt . Menn skora ekki í vörn. En þegar nær dregur að móti (kosningum), þá hefst sóknin.
Báðir stjórnarflokkarnir hafa átt ,,sókn" síðan síðasta könnun var framkvæmd (flokksstjórnarfundir), en brenndu illilega af. Svo aumt er ástandið, að bitlaus stjórnarandstaða, oft á tíðum, fríkkar lítt upp á ástandið Enda ekkert þar í boði, annað en stöðugar erjur og sundurlymdi skolað niður með gömlu víni á enn eldri belgjum.
Fjara virðist undan Samstöðu Lilju Mós, eftir fljúgandi start, sem byggðist að mestu á óraunhæfum væntingum, á meðan fólk áttaði sig einnig á því, að sá hópur sem að flokknum stendur með Lilju, getur aldrei látið flokkinn standa undir nafni. Eins og reyndar nýlegir atburðir sýna.
Hreyfingin virðist vera nokkuð stabíl á ,,einskis manns landi hvað fylgi varðar. Spurning hvað gerist er fylgi Breiðfylkingarinnar sem hún á aðild að, fer að tikka inn. Samt allt eins líklegt, að banabiti þeirrar fyllkingar gæti orðið, úr hversu ólíkum áttum hugmyndafræðilega sá hópur sem Breiðfylkinguna skipar er. Líkt og virðist geta orðið ,,banamein Samstöðu Lilju Mós.
Framsóknarflokkurinn hefur líkt og Sjálfstæðisflokkurinn verið í vörn frá hruni. Auk þess sem að draugar fortíðar, hafa verið tíðir gestir í umfjöllun um hann. Einnig virðist einhver ,,kratismi hafa skotið rótum í þeim flokki, sem gerir hann vissulega ósamstæðari og líklegri til klofnings. Af þeim sökum er hann kannski ekki eins vænlegur kostur og hann gæti átt skilið.
Hvað Bjarta framtíð Guðmundar Steingríms og Besta flokksins varðar, er ekki gott að segja. Flokkurinn stofnaður og kynntur sem flokkur með ,,breytilega stefnu ,eftir vali þeirra er heimsækja og skilja eftir ,,skilaboð netsíðu flokksins hverju sinni.
Flokkurinn skröltir rétt undir því að ná manni inn en gæti samt náð nokkrum inn, án dragtískrar breytingar á fylgi. Flokkurinn og framvarðarsveit hans hafa verið lítt áberandi frá stofnun flokksins. Spurning er svo hvort það verði þeim til framdráttar eður ei, meira beri á flokknum, þegar nær dregur kosningum. Hvort flokkurinn nái að selja sig á landsvísu, líkt og Besti flokkurinn gerði í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða hann verði flop.
Svo er spurning hvað önnur framboð er kunna að vera í farvatninu gera. Kannski ekki rétt að reyna að ,,greina hvað úr þeim verður, fyrr en þau hafa verið tilkynnt til leiks og hafa tilkynnt stefnu sína.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2012 | 22:22
Nýsköpun og efla það sem fyrir er.
Núna lætur nærri að ca. 10 til 12 þúsund manns séu á atvinnuleysisskrá. Það þýðir að gæti þriðja hvert þeirra 27 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja, bætt við sig einum starfsmanni, að meðaltali, þá færi það langt með hreinsa út af atvinnuleysisskrá.
Við hvern einstakling sem fer af atvinnuleysisskrá, verður sveifla upp á ca. 4 milljónir fyrir Ríkissjóð og atvinnulífið. Viðkomandi einstaklingur, hættir að fá greiddar atvinnuleysisbætur, frá Atvinnutryggingarsjóði, sem fjármagnaður er að stórum hluta af fyrirtækjunum í landinu og fer á launaskrá hjá einhverju þeirra.
Þessi einstaklingur hefur hærri tekjur af vinnu sinni en af atvinnuleysisbótum og greiðir þ.a.l. hærri tekjuskatta. Auk þess sem neysla hans eykst sem breikkar svo neysluskattsstofna.
Níuþúsund ný störf mönnuð af fólki af atvinnuleysisskrá, myndi því skila "sveiflu" upp á 36 milljarða, hið minnsta. Því fjármagni yrði að skipta í sama hlutfalli og tekjustofn Atvinnuleysistryggjasjóðs er myndaður. Atvinnulífið fengi það hlutfall af þessu fjármagni sem nemur framlagi þeirra til Atvinnuleysistryggingasjóðs, ríki og aðrir það sem eftirstendur.
Myndi slík tilhögun ekki eingöngu efla Rikissjóð strax, eða því sem næst, heldur einnig á síðari stigum, þegar að atvinnullífið færi að fjárfesta, fyrir það fjármagn sem það fengi í sinn hlut.
Einhvern hluta þeirrar upphæðar sem flyst til við þessarar breytingar, ætti einnig að veita til nýsköpunnar og öflun nýrra markaða fyrir framleiðslu okkar.
Grunnstefið að þessari vegferð okkar úr atvinnuleysi, til framleiðsluaukningar, verðmætasköpunar og velmegunar er að efla nýsköpun og skapa hér traustan rekstrargrundvöll til framtíðar, fyrir undirstöðuatvinnuvegina. Enda mörg lítil og meðalstór fyrirtæki með aðkomu að þeim atvinnuvegum, með einhverjum hætti.
Annað hvort starfa þessi fyrirtæki við þessa atvinnuvegi eða þá þjónusta þá. Aukin nýsköpun gæti svo fjölgað fyrirtækjum, bæði í undirstöðuatvinnugreinunum eða í þjónustu við þær. Eða bara einfaldlega skapað ,,nýjar" atvinnugreinar.
Allt þetta yki svo tekjur Rikissjóðs og gerði okkur fært að verja meira fjármagni til mennta og velferðarkerfis.
Smáfyrirtækin skila mestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 22:23
Gamla samtryggingarkerfið ,,endurlífgað" af Samfylkingunni.
Í ályktun stjórnar Samfylkingarfélags Reykjavíkur, þar sem þingmenn flokksins voru hvattir til þess að koma í veg fyrir að ákæran á hendur Geir Haarde yrði dregin til baka, stendur m.a.:
,, Með því væri gamla samtryggingarkerfið leitt til öndvegis á ný í íslenskum stjórnmálum, öfugt við málflutning Samfylkingarinnar við síðustu alþingiskosningar og raunar allt frá stofnun flokksins fyrir tólf árum."
Það er nú varla hægt að draga aðra ályktun en, að þegar greidd voru atkvæði um landsdómsákærur, hafi einmitt ,,gamla samtryggingarkerfið" verið í aðalhlutverki hjá þingmönnum Samfylkingarinnar. Enda hlífðu þingmenn flokksins eigin félögum við ákæru fyrir landsdómi.
Það er með algerum ólíkindum að Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hafi lagt sín lóð á þær vogarskálar, að mál sem hún taldi rangt, eða í það minnsta sagði það rangt, nái fram að ganga, þegar möguleiki er á öðru.
En það segir okkur líklega bara það að Jóhanna og Samfylkingin eru enn föst í ,,gamla samtryggingarkerfinu og virðast bara þrífast vel í því.
Líklegt má telja að hefði frávísunin verið felld og greidd atkvæði um tillögu Bjarna, að þá hefði ákæran verið afturkölluð. Þá hefðu blasað við, þau stjórnarslit sem stefndi í, fyrir ,,atkvæðahönnun þingflokks Samfylkingar þegar atkvæði voru greidd vegna landsdómsákæranna.
Enda stefndi í stjórnarslit, eftir að Jóhanna flutti ræðu í umræðunni um landsdómsákærunar, þegar Jóhanna sagði málið rangt og ekki ætti að ákæra nokkrun mann fyrir landsdómi. Eina sem gat forðað þeim stjórnarslitum, var að koma í það minnsta einum fyrir landsdóm.
Jóhanna styður frávísun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 21:16
Afhverju þegir Landsbankinn?
Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segir að Gunnar Andersen, forstjóra FME, hafi verið kærður til lögreglu en ábendingar hafi borist um að Gunnar kunni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér upplýsinga úr bankakerfinu án heimildar.
Fram hefur komið í fréttum að starfsmaður Landsbankans hafi afhent Gunnari þessar upplýsingar á heimili hans í fyrrakvöld.
Þetta þýðir á mannamáli, eigi þessar ásakanir við rök að styðjast, að þessi starfsmaður Landsbankans sé samsekur Gunnari um að hafa brotið lög um bankaleynd.
Það er því besta falli afar óeðlilegt, að ekki hafi heyrst hósti né stuna frá Landsbankanum vegna málsins. Hverju skildi það sæta, að bankinn þegir vegna málsins? Þykir yfirstjórn bankans, sem er ríkisbanki, það hið besta mál að starfsmaður bankans , brjóti lög um bankaleynd?
Á meðan bankinn þegir, þá má alveg líta svo á, að bankinn sé sáttur við gjörðir síns starfsmanns og sé því í rauninni samsekur honum.
Gunnar kærður til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2012 | 21:10
Fráleit frávísun.
Allt frá því að þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, um afturköllun ákæru á hendur Geirs Haarde, fyrir landsdómi kom fram, hafa stjórnarflokkarnir og Hreyfingin, reynt hvað af tekur að forða því að Alþingi komist að efnislegri niðurstöðu í málinu.
Fyrst var því haldið fram að tillaga Bjarna væri ekki þingtæk. Síðan kom fram álit þess efnis að hún væri þingtæk.
Var þá forseti Alþingis beittur þrýstingi um að taka málið af dagskrá. Ella gæti hlotist af embættismissir. Forseti Alþingis gerði hins vegar það sem bar að gera við þessar aðstæður og tók málið á dagskrá. Enda hafði verið samið um slíkt, þegar samið var um þinglok fyrir jólafrí þingsins.
Málið komst á dagskrá var þá lögð fram frávísunartillaga af Magnúsi Orra Schram, svo málið færi ekki fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins. Var sú tillaga felld með 29 -31.
Meginrök framangreinds hamagangs, voru þau að málið kæmi í raun þinginu ekkert við, enda væri það afskipti að dómskerfinu og í raun atlaga að því. Saksóknari Alþingis og margir lögfróðir menn sögðu hins vegar, að svo sannarlega kæmi Alþingi málið við. Enda væri það ákæruvaldið í málinu og þar með talið málsaðili.
Að öllu ofansögðu, er í raun varla annað að merkja, en að frávísunartillaga meirihluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar þingsins, opinberi ótta stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar við efnislega meðferð málsins og afstöðu þingsins til afturköllunnar ákærunnar.
Ekkert hefur komið fram sem ýtir undir líkur á því að þessi frávísunnartillaga hljóti önnur og betri örlög en sú fyrri. Enda fyrir löngu búið að hrekja öll rök fyrir frávísun. Það er því varla líklegt að einhverjri þeirra er greiddu atkvæði gegn fyrri frávísuninni greiði atkvæði með þeirri seinni. Reyndar frekar líkur á því, m.a. vegna álits saksóknara Alþingis, að fleiri þingmenn greiði atkvæði gegn seinni frávísunartillögunni, en það gerðu við þá fyrri.
Að leggja fram frávísunartillögu á mál, vegna ótta við að efnisleg niðurstaða fari á annan veg en meirihluta huggnast, er í rauninni ekkert annað en druslu og gunguháttur og ekki sæmandi nokkrum þingmanni að standa að slíkri tillögu.
Eiginlega er skömm þeirra þingmanna er að slíkri tillögu standa slík, að vandséð er hvaða erindi þessir einstaklingar hafa á Alþingi.
Tillögunni verði vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2012 | 23:35
,,Skortur" á fagmennsku fræðimanna af pólitískum toga?
Jafnvel þótt vinstri eða hægri menn fari í háskóla og fái eitthvert fræðingsheitið fyrir aftan nafnið sitt, þá verða þeir samt sem áður hægri eða vinstri menn. Fræði þeirra manna verða því miður, of oft lituð þeirri pólitísku sýn sem þessir fræðimenn hafa.
Vönduð vinnubrögð og hlutlaus, þar sem allar aðstæður eru settar inn í ,,jöfnuna" eru því sjaldast fyrir hendi. Sama má reyndar segja um alla þá, sem tranað er eða trana sér fram í fjölmiðlum sem ,,hlutlausir" álitsgjafar.
Hlutleysi þeirra nær ekki út fyrir þau mörk sem pólitísk sannfæring þeirra leyfir.
Svona til gaman og upprifjunar, þá ætla ég að birta hér að neðan, fyrsta pistil ársins, sem ritaði eftir að hafa heyrt Ólaf Ragnar lýsa því yfir að hann hyggðist hætta sem forseti í sumar. Pistillinn fjallar í raun um það ,,fúsk" sem Ólafur bendir á að sé viðvarandi í svokallaðri fræðimennsku hér á landi.
En hér kemur pistillinn:
Fyrir utan svokallað útrásardekur forsetans, er honum það helst legið á hálsi að hafa breytt embætti forseta Íslands, úr því að vera svokallað sameingingartákn þjóðarinnar, í eitthvað pólitískt embætti, sem reki eftir vindum þjóðmála hverju sinni.
Það er nú samt athyglisvert, að hvað báða þessa hluti varðar, þá voru nú þónokkrir þeirra er skammað hafa forsetann hvað mest, í liði þeirra er stóðu að baki fyrstu alvarlegu áskoruninni á forsetann að gera embættið pólitískt. Þegar sett var í gang undirskriftasöfnun, þegar forsetinn var hvattur til þess að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar.
Einn þeirra er mjög hafði sig frammi í þeirri undirskriftasöfnun, með sendingu hvatningartölvupósts um allar koppagrundir, er nú þingmaður Samfylkingarinnar, sem einnig beitti sér grímulaust við söfnun undirskrifta. En þegar undirskriftasöfnunin var í gangi þá var sá hinn sami fréttamaður og síðar fréttastjóri, á fjölmiðli eins þeirra er kallaðir voru og eru reyndar enn kallaðir útrásarvíkingar.
Fjölmiðli sem að líkt og aðrir fjölmiðlar, fjölluðu á frekar jákvæðan hátt um svokallað útrásardekur forsetans. Enda var fosetinn að ,,liðka" um fyrir íslenskt viðskiptalíf, sem reyndar því miður stóð ekki traustari fótum, en í ljós kom í október 2008.
Án efa hefði áðurnefndur þingmaðuur, þáverandi fréttamaður á miðli útrásarvíkings, flutt harðorðar fréttir um sinnuleysi forsetans, gagnvart íslenski viðskiptasnilldinni, hefði forsetinn látið það vera að mæta í hin ýmsu boð útrásarvíkinga og að bjóða þeim til Bessastaða.
Það er auðvelt en um leið þó lítilmannlegt að setjast í dómarasæti, með þeim hætti sem þingmenn og stuðningsmenn stjórnarflokkanna, hafa gert er þeir leggja dóm sinn á verk Ólafs Ragnars, með afleiðingar hrunsins beint fyrir framan sig. Hruns sem varla er hægt að ætlast til þess að forseti Íslands, hefði átt að sjá fyrir.
Þá væri jú alveg hægt að líta enn aftar í sögunna og skammast í fyrri forseta, fyrir að hafa ekki synjað EES-samningnum staðfestingar og sent hann í þjóðaratkvæði. Eða þá þeim lögum er heimiluðu kvótaframsal, sem vinstristjórn Framsóknar, Alþyðubandalags og Alþýðuflokks, kom í gegnum þingið árið 1990.
Forsetinn: Fræðimenn vandi sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar