Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2012 | 20:01
Stóra Baldurs-Lexmálið. Síðari hluti.
Það var vissulega svo, eins og undirritaðan grunaði, að systurmiðlanir DV og Smugan hlupu af einhverjum ástæðum af stað með frétt, án þess að hirða um það að kynna sér málið sem skyldi.
http://www.ruv.is/frett/afplana-einungis-fjordung-i-fangelsi
Systurmiðlarnir tveir hljóta í kjölfarið að birta leiðréttingar á fréttum sínum. Eða þá endurbirta þær réttar, þar sem fram kemur, með skýrum hætti, að Baldur fékk enga sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. Heldur nýtur hann sömu réttinda og aðrir fangar og mál hans í kerfinu afgreitt með sama hætti og það hefði verið gert vegna hvers annars sem fengið hefði og fær tveggja ára dóm.
Eins ættu systurmiðlanir að biðja alla þá afsökunar sem töpuðu ,,kúlinu" af hneykslun í athugasemdakerfi þessara miðla. Enda hljóta ummæli þeirra er tóku hvað stærst upp í sig í athugasemdakerfunum, að vera byggð á þeirri staðreynd, að miðlanir, birtu ónákvæma frétt, sem gaf annað í skyn, en raunin er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2012 | 21:10
Stóra Baldurs-Lexmálið.
Í athugasemdakerfum á systurmiðlunum , dv.is og smugan.is stökkva menn í löngum bunum upp á nef sér yfir þeirri fásinnu, að þeirra mati, að Baldur Guðlaugsson, fái eins og margir aðrir fangar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að búa síðustu mánuði afplánunar á Vernd.
Þar fá menn eingöngu að búa hafi þeir orðið sér út um vinnu eða eru í námi. Hvorugt þessa útvegar Fangelsismálastofnun. Heldur sækja fangarnir um vinnuna sem þeir fá eða þeim er boðin hún. Eins sækja þeir sjálfir um skólavist sem eru í námi.
Þeir sem búa á Vernd þurfa að vera á Vernd alla daga milli klukkan18 og 19 en hafa útivist eftir það, þar sem þeir geta hitt fjölskyldu og vini eða sinnt öðrum hugarefnum sínum til klukkan 22 eða 23.
Hvort að það sé eðlilegt að dæmdur maður, vinni á lögmannsstofu skal ósagt látið. En gera verður þó greinarmun á því, að þó hann vinni á stofunni þá sinnir hann ekki lögmannsstörfum.
Dv.is leyfir sér þann munað að ,,misskilja", með eða án vilja, fréttina á þann hátt að Baldur sinni samfélagsþjónustu á lögmannsstofunni. Með lágmarks grúski, ætti hins vegar meðalgreind manneskja að sjá, að ekki er um samfélagsþjónustu að ræða. Enda er starf hans á lögmannstofunni, ekki hluti af afplánuninni, heldur ástæða þess að hann fékk að afplána síðustu mánuðina á Vernd.
Hvað sem fólki finnst um Baldur og það brot sem hann var dæmdur fyrir, þá má fólk ekki gleyma því að hann nýtur sömu mannréttinda og aðrir fangar.
Að vilja svipta hann þeim mannréttindum, er í rauninni ekkert annað en mannvonska, knúin áfram af pólitískum réttrúnaði, eða þaðan af svæsnari kenndum og þeim sem það vill til ævarandi minnkunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2012 | 21:09
Hræsni ESB og brauðfætur stjórnvalda.
Það þarf ekki mikla innsýn í veiðisögu ESB-ríkja, til þess að sjá og skynja óforbetranlega hræsni fulltrúa þeirra er þeir saka Íslendinga og Færeyinga um óábyrgar og ósjálfbærar veiðar á makríl.
Enda hafa ESB-þjóðirnar nánast gengið að hverjum þeim fiskistofni sem þeir veiða úr, nema kannski makrílnum, dauðum og hugsað lítt um stjórnun veiða og arðbæra nýtingu á þeim.
Með þögn sinni og eða málamyndaatugasemdum, í kurteisisstíl, heykjast íslensk stjórnvöld á því að reka þessa fullyrðingu ESB-þjóða ofan í kokið á þeim og standa fast á íslenskum hagsmunum varðandi makrílinn.
En kannski er það bara svo að pólitískir hagsmunir stjórnvalda, sér í lagi Samfylkingar, eigi enga samleið með hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
Refsiaðgerðir eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2012 | 19:31
Lyginn ráðherra og sofandi fréttamaður RÚV.
Í sjónvarpsfréttum RÚV, rétt í þessu, sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, að vinna við rammaáætlun standi enn yfir.
Eins og flest allir vita, nema kannski fréttamaður RÚV, að vinnu við rammaáætlun er löngu lokið. Hins vegar stendur pólitískt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna ennþá yfir, um niðurstöðu faglega skipaðrar nefndar um rammaáætlun.
Það vantar því miður, enn töluvert upp á það, að fréttamenn mæti nógu upplýstir og vakandi í þau viðtöl sem þeir taka við ráðamenn þjóðarinnar. Þó ekki sé það nema til þess að koma í veg fyrir ranga upplýsingagjöf, eða hreina og klára lygi ráðamanna þjóðarinnar.
Eða kannski er bara fréttastofunni sama.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 18:37
Taugatitringur meðal spunavélstjóra.
Það er nánast orðið fastur liður, að þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti, opnar munninn þá fara stjórnarliðar og meðhlaupar þeirra á taugum. Svona líkt og þeir hafi eitthvað misjafnt á samviskunni.
Ein setning úr ræðu forsetans við þingsetninguna á þriðjudaginn, hefur sett spunavélar stjórnarliða á spinn, þar sem hver spunavélstjóri skjaldborgarinnar, keppist við að rangtúlka orð forsetans, málstað stjórnvalda til heilla.
,,......og þá muni aukast kröfur um afskipti forsetans á lagasetningar....." sagði Ólafur Ragnar við þingsetninguna.
Enn lifir spuninn góðu lífi að forsetinn muni bara sísvona, ganga inn í atburðarás ,,erfiðra mála", án nokkurs þrýstings frá kjósendum.
Hingað til, í þau þrjú skipti sem forsetinn hefur haft afskipti af lagasetningum, hefur það gerst í kjölfar þess að honum hefur verið afhentar undirskriftir tugþúsunda kjósenda, sem hvatt hann hafa til synjunar þeirra laga, er undirskriftarsöfnin nær til.
Orð forsetans fela fyrst og fremst í sér áminningu til stjórnvalda, þeirra sem nú eru við völd og þeirra sem við kunna að taka eftir kosningar, að hann muni ekki bara ,,sitja heima og lesa", fari svo að í gang fari undirskriftarsafnanir, gegn umdeildum lögum, sem tugþúsundir kjósenda taka þátt í. Þetta er því rauninni ekkert annað en ábending frá forsetanum að menn skuli gæta þess að misbjóða ekki kjósendum sínum, með glórulausum og illa ígrunduðum lagasetningum, sem valdið geti óþarfa ólgu í þjóðfélaginu.
Hann mun t.d.ekki vísa nýjum lögum um stjórn fiskveiða til þjóðarinnar, án undangenginnar undirskriftarsöfnunar með þátttöku tugþúsunda kjósenda, er hvetja hann til þess. Þó svo að spunavélstjórar skjaldborgarinnar óttist slík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 14:42
Að tjá sig frjáls í ,,góðri trú".
Sá sem er umdeildur t.d. vegna starfa sinna í pólitík og á óvini t.d. í blaðamannastétt eða embættismannakerfinu, getur átt erfitt með bera hönd fyrir höfuð sér, vegna skrifa óvilhallra blaðamanna er skrifa undir svokallaðri ,,vernd" tjáningarfrelsins.
Óábyrga umræðu, slúður og hreinlega lygar, sem birtast á prenti um viðkomandi og skaða orðstýr hans og jafnvel fjölskyldu, þarf ekki endilega færa sönnur á að séu sannleikanum samkvæmt, sé það sem skaðaði viðkomandi, sett fram í ,,góðri trú".
Hvernig er hægt að meta það og eða tryggja, að eitthvað sem blaðamaður, hliðhollur ákveðnum öflum, skrifi eitthvað misjafnt um andstæðing þeirra afla í ,,góðri trú"? En ekki í þeim tilgangi einum að koma höggi á viðkomandi, undir beltisstað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 14:21
Sunnudagshugvekja.
Ari Teitsson bóndi í Þingeyjarsýslum og stjórnlagaráðsfulltrúi, segir að sveitarfélög á Norð-austulandi , hafi ákveðið að kaupa Grímstaði á Fjöllum, til þess að hafa ,,stjórn á svæðinu. Hann gefur ennfremur lítið fyrir undiskriftir þjóðþekktra einstaklinga, er krefjast þess að ríkið kaupi Grímsstaði og hálfkveðnar undirtektir Ögmunds við þeirri kröfu.
Ari sagði það í rauninn berum orðum, að sveitarfélögin ættu að ráða, þar sem að þetta væri á þeirra svæði.
Á þetta sjónarmið Ara væri hægt að fallast, ef það væri útlit fyrir að sveitarstjórnirnar þarna nyðra og íbúar sveitarfélaganna, hefðu eitthvað um Grímstaði á Fjöllum, að segja eftir að viðskipti þau sem hanga á spýtunni, hafa farið fram.
Þar á ég að sjálfsögðu við áform Nubos hins kínverska um langtímaleigu á jörðinni, sem nánast jafngilda eignarhaldi á jörðinni, sökum lengd leigusamnings. Þar sem áform hans um kaup á henni voru slegin út af borðinu af innanríkisráðherra.
Það er að mati undirritaðs, með fullri virðingu fyrir þessum sveitarstjórnum, hæpið að þær hafi í raun og veru einhverja ,,stjórn á atburðarásinni, eftir að áðurnefnd viðskipti hafa farið fram. Auk þess sem ætla má að væntanlegur leigjandi/kaupandi, hafi byggt upp tengslanet sem erfitt verði að rjúfa, við menn í þessum sveitarstjórnum, umfram þau sem hann hafði áður.
Nú er innanríkisráðherra fylgjandi þeirri pólitík að þjóðgarðar séu stækkaðir, til þess að hindra megi arðbærar virkjunarframkvæmdir á ákveðnum svæðu.
Af þeim sökum hlýtur það að vera umhugsunarefni, að hvorki ráðherrann né aðrir fylgjandi þeirri stefnu, hafi ekki vakið máls á kaupum ríkisins á jörðinni og stofnun þjóðgarðs á henni eða sameiningu á henni við aðra þjóðgarða, er kunna að vera þar nærri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2012 | 03:39
Endurunnin frétt RÚV um innstu þrá Steingríms J.
Það var dáldið sérstakt og jafnvel súrealískt að sjá endurunna frétt á RÚV að kvöldi laugardags, um ósk Steingríms J. í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á miðvikudagskvöld. Þar sem Steingrímur reifar sína innstu þrá, þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn verði sendur í áframhaldandi frí í næstu kosningum. Enda hlutverki Steingríms ekki lokið, þar sem enn á eflaust eftir að banna eitthvað eða skattleggja. Nú eða ylja fleiri gæðingum við kjötkatla velferðarstjórnarinnar.
Fréttin öðlast hvorki nýtt líf né vængi, þó sýnt sé brot úr viðtali við Jóhönnu frá miðvikudagskvöldinu og vitnað í orð Björns Vals Gíslasonar, er bæði samsinna Steingrími.
Steingrímur er jú kannski manna sístur til þess fallinn að kveða upp slíka dóma. Enda flest af því góða sem hann telur sig hafa afrekað, var komið í það ferli sem það fór í, áður en að hann kom að þeim málum.
Axarsköft Steingríms, sem eru þó mun fleiri en það góða sem hann hefur ,,afrekað, hafa hins vegar gert það af verkum, að útkoman er langt frá því eins góð og lagt var upp með í upphafi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2012 | 23:01
Sögulegur dómur?
,,Fram kemur að Samvirkni hafi óskað eftir gengistryggðu láni tengdu eingöngu við japönsk jen og hafi ennfremur aldrei fengið nein japönsk jen í hendurnar frá Byggðastofnun vegna lánsins."
Athygivert, því í öllum öðrum gengislánadómum hingað til, hefur gengistryggin sem slík verið talin ólögmæt, óháð því í hvaða mynt lánið er greitt út.
Mér vitanlega er ekki kunnugt um að fólk eða fyrirtæki sem unnið hafa dómsmál vegna gengislána, hafi fengið erlendan gjaldeyri í hendurnar í þeirri mynt sem lánið er í, heldur íslenskar krónur. Gengistryggingunni sem dæmd hefur verið ólögmæt var hins vegar ætlað að vera nokkurs konar staðgengill verðtryggingarinnar.
En hvað sem rausinu í mér líður, þá verður athyglisvert að sjá hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst að. Þó svo af gefnu tilefni sé líklegra en ekki að Hæstiréttur snúi dómi Héraðsdóms stefnanda í hag.
Ósammála dómi héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2012 | 20:34
Af Stjórnlagaráðs ,,Numero uno".
Þorvaldur Gylfason fer mikinn á bloggsvæði sínu á dv.is í því að gera það sem honum er tamast, þ.e. að gera mönnum og flokkum upp skoðanir og leiðbeina þeim í þeim málum, sem að til umræðu er hverju sinni.
http://www.dv.is/blogg/thorvaldur-gylfason/2012/9/14/rikur-samhljomur/
Undanfarið hefur reyndar fátt annað komist að hjá honum, en leiðbeina þingheimi um það hvernig honum beri að taka afstöðu til tillagna Stjórnlagaráðs að nýjum stjórnskipunnarlögum, með tilliti til úrslita þjóðaratkvæðis, sem ekki einu sinni hefur farið fram. Ekki heldur er ljóst, af hversu miklu leyti, tillögur stjórnlagaráðsins, verði brúklegar til framlagningar á Alþingi vegna lagalegra skúldbindinga ríkisins, bæði innlendra og alþjóðlegra.
Í blogginu sem linkurinn hér að ofan vísar á, gengur Þorvaldur út frá því að það eigi ekki að vera Sjálfstæðisflokki og Framsókn erfitt að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, þar sem báðir flokkarnir hafi talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá áður. Hins vegar skrifar Þorvaldur ekkert um það afhverju, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, hafi ákvæðið ekki enn náð í gegn.
Eflaust hafa verið fyrir því ýmsar ástæður, í gegnum tíðina. Meginástæðan fyrir því að tillagan náði ekki í gegn síðast þegar hún lögð fram árið 2007 var sú að inn í þeim pakka sem afgreiða átti, stóð til að hrófla við málskotsrétti forsetans. Á slíkt máttu hvorki Vinstri grænir og sér í lagi Samfylkingin ekki heyra á minnst. Enda hafði forsetinn tveimur til þremur árum áður, neitað að staðfesta fjölmiðlalöginn, sem hefðu komið harkalega niður á gullkálfi Samfykingarinnar, Baugi sem að rak svokallaða Baugsmiðla.
En eins og áður sagði, þá er Þorvaldur iðinn við að gera öðrum upp skoðanir á ýmsum málum. Það er þó tæplega hægt að gera stjórnmálaflokkum upp einhverja efnislega afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs. Enda varla nokkur efnisleg umræðu verið um þau drög. Í það minnsta opinberlega. Styrinn hefur fyrst og fremst staðið um málsmeðferðina. Meira að segja stjórnarflokkarnir og Hreyfingin, sem hvað harðast hafa barist fyrir þessu ferli, hafa ekki svo undirrituðum sé kunnugt, tekið efnislega afstöðu til tillagnanna. Heldur segjast þessir flokkar eða þingmenn þeirra, ætla að taka afstöðu ,,blint" samkvæmt niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.
Hver sem úrslit svokallaðs þjóðaratkvæðis verða, þá ber að hafa í huga að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá sem þingmenn undirrita drengskaparheit að, þá ber þingmönnum að fara að eigin sannfæringu. En ekki að boðum kjósenda sinna (gr.48.). Enda er það nú svo að þingmenn eru alla jafna kosnir út á stefnu sína og sannfæringu fyrir henni og þeim málum sem brenna á þjóðinni, hverju sinni.
Í Stuttu máli þá eru menn kosnir á þing til þess að framkvæma og eða berjast fyrir þeirri stefnu er þeir mæla fyrir í kosningabaráttu fyrir þingkosningar. En ekki til þess að virka eins og ,,stimpilpúðar" við afgreiðslu mála, sem ekki hafa hlotið efislega meðferð í þinginu. Þingmenn og flokkar eru svo að kjörtímabili loknu metnir af verkum sínum og þeim heilindum sem þeir sýndu stefnu sinni á kjörtímabilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar