Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Af kröfum mótmælenda mótmælanna.

Á kröfulistanum, er efst á blaði: Afturköllun veiðiheimilda, eins og stjórnarflokkarnir lofuðu.

 Það hefur kannski farið framhjá þessu fólki, að strax á dögum ,,Sáttanefndarinnar" varð það ljóst að það loforð stjórnarflokkanna, var ekki framkvæmanlegt, án skelfilegra afleiðinga.  Þau kosningaloforð voru því bara froða.   

 Aðskilnað veiða og vinnslu:

Slíkt væri óframkvæmanlegt, nema þær útgerðir sem einnig reka fiskvinnslu, seldu fiskvinnslurnar sínar. Enda varla eðlilegt að menn sætu beggja vegna borðs eftir aðskilnaðinn.  Minni líkur eru á því að menn seldu útgerðina og skildu vinnsluna eftir.  Hver ætti að kaupa fiskvinnslu með fleiri þúsund tonna afkastagetu, án þess að hafa tryggan aðgang að  hráefni á því verði sem rekstur fiskvinnslunar þolir.

Allan fisk á markað:

Þessi krafa er jafnan rökstudd með því, að fiskverð myndi hækka um 30% og þar af leiðandi laun sjómanna um 30%.  Hvernig er sú tala fengin fram?  Meðalverð á fiskmörkuðum síðasta ár eða árin?Er gert ráð fyrir því að aukið framboð gæti lækkað verðið?  Væri þá fýsilegt að kaupa fiskvinnslu á milljónatugi eða hundruðir, ef krafan um aðskilnað veiða vinnslu gengi eftir, á 30% hærra verði en nú tíðkast.
 Gæti ekki allt eins gerst, færi svo að krafan um aðskilnaðinn gengi ekki eftir, að útgerðarmönnum teldu það hagkvæmara, að vinna meiri fisk út á sjó.  Breyta ísfiskstogurum í frystitogara, frekar en að þurfa að kaupa fisk sem þeirra eigin skip veiða, á markaði á 30% hærra verði, án þess að verð á mörkuðum erlendis hækki sem því nemur.  
 Það þýddi þá væntanlega að störfum í landi við fiskvinnslu myndi fækka stórlega. Togurum myndi eflaust fækka eitthvað, þ.e. að útgerðir gætu t.d. verið með einn frystitogara í stað tveggja ísfiskstogara.  Það þyrfti þó ekki að fækka mikið í sjómannastétt, þar sem mun fleiri þarf til þess að manna frystitogara en ísfiskstogara.
 Sjómenn myndu eflaust eitthvað hækka í launum. Enda alla jafna betri hlutur á frystitogara en á ísfiskstogara.  Sá ávinningur myndi þó tapast og rúmlega það í töpuðum störfum í landi.

Útgerðir greiði hærra og sanngjarnara veiðigjald: 

Það er í sjálfu sér lítill ágreiningur um það að útgerðin greiði eitthvað hærra veiðigjald.  Styrinn stendur bara um hversu hátt það megi eða eigi að vera.
 Það er beinlínis hjá stjórnarsinnum og öðrum að útgerðin sé á móti hærra veiðigjaldi.   Útgerðin bara hvorki vill né getur, greitt það gjald, sem stjórnarflokkarnir leggja til.  Um það vitna tugir umsagna sérfræðinga, hvort sem þeir eru á vegum stjornvalda eða annarra. Það er því ekkert annað en útúrsnúningur að útgerðin vilji ekki greiða hærra veiðigjald. 

Kjósum um kvótafrumvörpin í þjóðaratkvæði: 

Til þess að slíkt sé unnt, þá þarf þingið fyrst að samþykkja lögin og 30 þús plús einstaklingar, að undirrita áskorun til forsetans um hann vísi þeim frumvörpum til þjóðarinnar og forsetinn að verða við þeirri ósk.
 Felldi þjóðin frumvörpin í þjóðaratkvæði, sem fram færi seint í sumar eða í haust, þá væru núverandi lög um stjórnfiskveiða, áfram í gildi.  
 Að ætla stjórnvöldum að taka frumvörpin eins og þau líta út núna út úr þinginu og láta þjóðina kjósa um þau, er ill eða óframkvæmanlegt.  Enda ógerlegt að kjósa um lög, sem ekki hafa verið samþykkt á Alþingi.  
Slíkar kosningar  gætu aldrei farið fram, án þess að við þann texta sem kosið yrði um, væru stórir fyrirvarar um breytingar í efnislegri meðferð þingsins, er það tæki málið aftur til sín.
 Einu kosningarnar sem gætu ákvarðað framtíðarskipan mála sem löggjafinn hefur ekki leitt til lykta, eru þingkosningar.  Kjósendur kysu þá þann flokk sem þeir treystu best til þess að leiða málin til þeirra lykta, sem væri þeim hvað mest að skapi. 

Frjálsar og heilbrigðar strandveiðar:

Heilbrigði strandveiða, hlýtur að ráðast af hagkvæmni þeirra.  Hagkvæmnin ræðst af því á hvaða hátt er hagkvæmast að veiða þetta takmarkaða magn, sem veiða má hér, ár hvert. Frelsi til þannig veiða, sem og annarra veiða, hlýtur því að ákvarðast af því heildarmagni sem að veiða má hverja sinni.   Það verður hins vegar alltaf svo, að löggjafinn sem mun ákveða hlutfall strandveiðiaflans af heildaraflanum.  


mbl.is Mótmælti valdi útgerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhugsuð ummæli Ólínu.

Ólína þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lét þau ummæli falla í þinginu í morgun, að ríkisstjornin ætti bara að afturkalla kvótafrumvöpin og leyfa þjóðinni að kjósa um framtíðarskipan fiskveiða.

Ég ætla nú ekki að vera dónalegur, en ég efast um að Ólína hafi hugsað, áður en hún lét þessi ummæli falla.

Ólína ætti að vita betur.  Það er ekki hægt að láta þjóðina kjósa um lyktir ókláraðra mála.  Nema auðvitað að þær kosningar séu kosningar til Alþingis.

Þó auðvitað séu á því hverfandi líkur, þá má alveg gera ráð fyrir því að Ólína hafi þaulhugsað þessi orð sín.  

En þá á hún bara að koma hreint fram og tala hreint út um þingrof og nýjar kosningar til Alþingis. 


mbl.is Ísland tilnefnt fyrir fiskveiðistjórnarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur Nýja Íslands, brauð fyrir lýðinn?

Rök Einars Arnar Benediktssonar borgarfulltrúa og formanns menningar og ferðamálaráðs borgarinnar, eru með því aumasta sem heyrst hefur lengi.

 Kjörinn fulltrú, hvort  sem það er í sveitarstjórn eða Alþingi, er kjörinn fulltrúi allt kjörtímabilið, 24/7, hvað almennar siðareglur og varðar.  Líka þegar viðkomandi er í fríi.

Ísland er það lítið land, að erfitt er að koma í veg fyrir að, kjörnir fulltrúar séu vinir eða jafnvel skildir einhverjum sem rekur fyrirtæki.  En það þýðir ekki að kjörinn fulltrúi geti, lagt embætti sitt til hliðar, til þess að þiggja góðgerðir vina sinna í atvinnurekstri.

Hvað skildu margir þingmenn, þekkja mann sem hefur aðgang að laxveiðiá?  Væri þá allt í lagi að þingmaður myndi þiggja boð um veiði í laxveiðiá, ef hann  bara gætti þess að þiggja boðið í eigin nafni, en ekki sem þingmaður.

Voru ekki allar boðsferðirnar, þvers og kruss um heiminn árin fyrir hrun, ekki bara vinargreiðar þeirra sem í þær buðu, við vini sína, sem þáðu boðið sem einstaklingar, en ekki sem kjörnir fulltrúar almennings?

Ef að settar eru siðareglur eða aðrar reglur sem taka til hegðunar kjörinna fulltrúa almennings, þá gilda þær reglur bæði í leik og starfi þessara fulltrúa.  En ekki bara þegar þessir fulltrúar eru klárlega í vinnunni.

Eða eru siðareglur Nýja Íslands bara brauð fyrir lýðinn? 


mbl.is Borgarfulltrúi þáði boð í flugferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En að endurskoða úrræði og aðgerðir stjórnvalda?

Það er án efa alveg rétt, að endurskoða megi starf umboðsmanns skuldara.  En þess ber þó að gæta að starfsumhverfi hans og starfsheimildir eru bundnar þeim lagaheimildum, er úrræði stjórnvalda til handa skuldugum heimilum, skaffa honum.

Þau úrræði hafa flest ef ekki öll þótt flókin og þung í vöfum.  Auk þess sem oftar en ekki að réttur skuldara vigtar lítt á móti rétti þess sem lánar.  Það er kannski í sjálfu sér ekki skrýtið, þegar til þess er litið, að ríkið á með beinum eða óbeinum hætti ca. 3/4 allra húsnæðisskulda.

Stjórnvöld hafa svo, til þess að brúa kostnað sinn við þessi úrræði, hækkað skatta og þá oftar en ekki á vörur og þjónustu, sem hækka svo verðlag og höfuðstól lánanna.  Enda er það svo, að staða margra er farið hefur 110% leiðina, er annað hvort sú sama og hún var, áður en þessi leið var farin, eða þá sínu verri.

Skattahækkanir þessar ásamt fleiri aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda, þrengt svo að atvinnulífinu, að hér hefur lengi verið viðvarandi atvinnuleysi, sem að telst mikið á íslenskan mælikvarða.  Það dregur svo úr möguleikum þeirra sem að skulda, til þess að afla tekna, svo auðveldara væri að standa í skilum.

Fíflagangur stjórnvalda vegna gengistryggra lána er svo enn ein harmsagan, sem væri án efa efni í annað blog, sem kannski verður skrifað síðar.

En því má þó halda til haga, að hefðu stjórnvöld eða ríkisstjornarmeirihlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, fallist á það að hleypa frumvarpi sem tryggir fólki með gengistryggð lán flýtimeðferð fyrir dómstólum, þá væri búið að eyða óvissu þeirra sem að þau lán hafa.  

Það er því alveg spurning hvort að rót vandans liggi ekki frekar í  aðgerðum  eða aðgerðaleysi stjórnvalda, varðandi málaflokkinn, fremur en í brotalöm í starfi umboðsmanns skuldara. 


mbl.is Vill endurskoða starf umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáranleg spurning Helgu Arnardóttur.

Ég held að  Helga Arnardóttir ætti að fá sér einhverja aðra vinnu. Í  það minnsta að íhuga slíkt. Líklegast er þó, ef að Stöð 2 er alvöru fjölmiðill,að þá verði það hennar veruleiki á morgun.


Hæstvirtur forsætisráðherra hefur oftar en einu sinni á þessu kjörtímabili, sagt sem svo, að verði ,,sægreifarnir" með eitthvað múður, þá láti hún bara þjóðina kjósa, um framtíðarskipan fiskveiða.

Auk þess hafa af og til undanfarin misseri, heyrst raddir úr öðrum áttum, þess efnis að þjóðin ætti að fá að kjósa um framtíðarskipan fiskveiða hér við land.  Engin þessara radda hefur þó komið úr ranni útgerðarmanna.

Líklegast er að LÍÚ kæri sig lítt um þjóðaratkvæði um kvótafrumvörp Steingríms, nema nokkuð ljóst sé að meirihluti þjóðarinnar sé þeim andvígur. 


Fari svo að bæði þingið og svo þjóðin í þjóðaratkvæði samþykki frumvörp Steingríms, þá verður það snúnara fyrir næstu ríkisstjórn að vinda ofan af þeim.

Verði frumvörpin hins vegar að lögum án aðkomu þjóðarinnar í þjóðaratkvæði, þá er það alveg einboðið að næsta ríkisstjórn einhendir sér í það að bjarga því sem bjargað verður. 

Það er því nokkuð ljóst að það vakti varla fyrir Helgu að stuðla að upplýstri umræðu í þessu tilviki, frekar en á öðrum stöðum í kappræðum þessum.  Í besta falli er hægt að segja stelpuna ekki hafa lesið heima.


mbl.is Er ekki að kaupa atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sjó væri stjórnarmeirihlutinn genginn út plankann.

Það er auðvitað hárrétt hjá Birni Val, að verklaga áhafnarinnar á Skjaldborginni RE 999, gengi hvergi upp á venjulegum togara.  En hann hlýtur þá, þar sem hann er hluti skipstjórnarinnar, dagskrárstjónar Alþingis, að brýna sína menn til góðra verka, svo ljúka megi þessari lánlausu veiðiferð Skjaldborgarinnar. 

Segja má að Skjaldborgin hafi kastað trollinu þrisvar og tekið það jafn oft inn aftur.  Fyrst þegar sáttanefndin svokallaða var sett saman.  Eftir að hafa þvælst með trollið í hafinu í heilt ár og deilt um stefnu skipsins, lengst af þeim tíma, var ákveðið að draga trollið inn svo gera mætti að aflanum og koma honum í verð.

Hæstráðendum á Skjaldborginni, leist þó ekki betur en svo á aflann, þrátt fyrir að hafa fagnað honum þegar hann helltist ofan í móttökuna, að þeir skipuðu áhöfninni allri upp á dekk, að bæta trollið, á meðan aflinn lá í móttökunni og úldnaði. Í stað þess að hefja aðgerð á aflanum og koma honum í verð. Enda þótti hráefnið sérlega hentugt til útflutnings og vonir manna um gott verð, risu í hæstu hæðir.

Þegar loks átti að gera að aflanum og koma honum ofan í lest og sigla með hann til hafnar, svo hægt væri að fá sem best verð fyrir hann kom í ljós, að aflinn hafði úldnað og var ekki hæfur til manneldis.  Reyndu margir þó í skipstjorninni að telja áhöfninni trú um, að aflinn væri jafn ferskur og hann var níu mánuðum áður, þegar skipunin um trollbætinguna var gefin.

Fljótlega varð það þó svo, að skipstjórnin féllst á það sem hluti áhafnarinnar hafði haldið fram.  Alfinn var ónýtur og honum yrði að henda hið snarasta og kasta trollinu aftur, ætti eitthvað að aflast í þessari veiðiferð.   Var trollinu því kastað aftur og það látið þvælast í hafinu, sumarlangt á meðan væntanlegir kaupendur aflans, skiluðu áhöfninni umsögnum um það, hvernig best væri af verka aflann, svo sem mest verð fengist fyrir hann.

Að hausti var svo trollið dregið inn að nýju og spriklandi fiskurinn fyllti móttöku Skjaldborgarinnar á ný.   Aftur þótti skipstjórninni lítið til aflans koma og kenndi trollinu aftur um.  Voru þá allir kallaðir á dekk aftur til þess að bæta trollið.

Að nokkrum mánuðum liðnum, urðu svo mannaskipti í skipstjórninni, þegar nýr ráðherra tók við stjórn sjávarútvegsmála, um síðustu áramót.  Var þá aflanum fleygt enn á ný og tollinu kastað í hafið aftur.

Að nokkrum mánuðum var svo trollið dregið inn að nýju.  En þá bar svo við, að í trollið kom sá afli sem áður hafði verið hent í hafið, úldnari sem aldrei fyrr.  

Var þá áhöfninni á Skjaldborginni skipað niður í móttöku með nefklemmur, að gera að aflanum. Enda ýldulyktin mannskemmandi.  

Unnið er að því núna að hrúga kasúldnum aflanum niður í lestar Skjaldborgarinnar, svo sigla megi með aflann í land.  Hins vegar reikna menn með því, að aflaverðmætið, verði í sögulegu lágmarki og stjórnenda Skjaldborgarinnar, verði minnst næstu áratugina, með ýldubragð í munni og mun minningin um ýldufnyk afla Skjaldborgarinnar, seint líða mönnum úr minni.

Hætt er við því, að eftir tæpt  ár eða skemur, þegar ný áhöfn verður kosinn  á Skjaldborgina, að menn verði að hafa hröð handtök.  Smúla dekk, móttöku og lest og halda til veiða á ný.  

Í þeirri veiðiferð mun áhöfnin á Velsældinni, fiska á þeim miðum sem ýldufiskurinn heldur sig fjarri. Hröð munu handtökin í móttökunni verða og aflanum komið fyrir í lestinni á þann hátt, að aflamerðmæti túrsins, mun bæta að  fyrir nærri fjögurra ára ýldutúra áhafnarinnar á Skjaldborginni. 


mbl.is Vinnulag sem ekki væri tekið gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1861

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband