Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Fræðimennska og pólitík.

Frá því að Icesavesamninganefndin kom heim með þann samning er í daglegu tali kallast Icesave III, hafa þeir aðilar sem samþykkja vilja samninginn vitnað helst í  lögfræðingana Lárusar Blöndal og Lee Buccheit og ummæli þeirra vegna þess samnings er þeir sjálfir komu að. 

 Er látið svo líta út að  ummæli þeirra séu  nýtt lögfræðilegt mat þeirra á deilu, sem var í eðli sínu fremur  lögfræðileg en pólitísk í upphafi.  En eins og flestir muna eflaust þá hafa bæði Lee og Lárus, verið þeirrar skoðunnar, eða það verið þeirra lögfræðilega mat, að íslendingum bæri ekki að ábyrgjast Icesavekröfur Breta og Hollendinga. 

  Þegar aðili ræður lögmann eða annan fræðimann til lausnar deilu þá vinnur sá inn sami að lausn deilunnar innan þeirra marka er sá sem ræður hann til starfsins ætlast til.  Stjórnvöld réðu þá Lee og Lárus til þess að ná betri samning en Icesave I og II voru, ekki til þess að deila um lagalega túlkun málsins.

 Þó svo að Lárus hafi verið ráðinn að tillögu stjórnarandstöðu og það verið sameiginleg ákvörðun stjórnar og stjórnarandstöðu að ráða Lee, þá var og er málið á forræði fjármálaráðherra og umboð þeirra til samninga í deilunni byggt á því sem ráðherrann, fyrir hönd stjórnvalda ætlast til.

Icesavedeilan sem slík, snýst í rauninni um lagalegan ágreining um það, á hvaða hátt skuli gert upp við bresk og hollensk stjórnvöld, sem tóku að sér hlutverk innistæðueigendana með því að greiða þeim út innistæður þeirra á Icesavereikningunum, í þeim helsta tilgangi að forða bankakerfi landa sinna og eflaust því evrópska frá bankaáhlaupi.

Íslensk stjórnvöld stóðu í þeirri trú að þau hefðu á sínum tíma tekið upp tilskipanir vegna innstæðutrygginga á réttan og löglegan hátt.  Eins er það víst að sé ESA hlutverki sínu vaxið, þá sé stofnunin sömu skoðunnar, í það minnsta hvað lagalegt form áhrærir óháð því pólitíksa mati sem að stofnunin kunni að hafa á málinu, eftir að Icesavedeilan varð til og varð pólitísk í stað þess að vera á lagalegum grunni.

Í ljósi þess að íslensk stjórnvöld töldu sig hafa tekið upp með réttum hætti tilskipunina um innstæðutryggingar og vilja þeirra til þess að fara eftir henni, af fremsta megni, þá er samkvæmt neyðarlögunum er sett voru í okt. 2008 gert ráð fyrir forgangi Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) í kröfur þrotabús gamla Landsbankans.   Í framhaldinu eftir því heimtum úr þrotabúinu myndi framvinda, var TIF ætlað að greiða bresku og hollensku innistæðueigendunum innistæður sínar til baka, eða allt að því hámarki sem tilskipunin kveður á um  (20.887 evrur, ef ég man rétt).

 Þeirri áætlun stjórnvalda var hins vegar hrundið þegar að bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu, til bjargar eigin og eflaust evrópsku fjármálakerfi að borga innistæðueigendunum út innistæðurnar  og krefja í framhaldinu íslensk stjórnvöld um endurgreiðslu þeirrar upphæðar og/eða þess að íslensk stjórnvöld ábyrgðust greiðslur úr þrotabúi Landsbankans til TIF,  sem gæti svo greitt breskum og hollenskum stjórnvöldum, það sem þau greiddu Icesaveinnistæðueigendum óumbeðin.  Í kjölfar þeirra atburða  breyttist Icesavedeilan úr því að vera lögfræðilegt úrlausnarefni í það að vera pólitískt úrlausnarefni.

Ýmsir fræðimenn hafa svo verið kallaðir til sögunnar til þess að lýsa yfir ágæti fyrri samninga og þeirra samninga sem áður hafa verið í umræðunni.    Að halda því fram að hinar  ýmsu  yfirlýsingar fræðimanna, eins og  að Íslands myndi breytast í Kúbu norðursins,  Ísland yrði á pari við Norður-kóreu í lífsgæðum almennings og allar aðrar hrakspár um hér færi allt fjandans til ef fyrri samningar yrðu ekki samþykktir, hafi verið á fræðilegum grunni, en ekki pólitískum, hvort sem því sé haldið fram af fræðimönnunum sjálfum eða öðrum, er í besta falli gengisfelling á fræðum þeirra fræðimanna er selt hafa fræðimennsku sína pólitískum hagsmunum.


Er bókhaldið í Fjármálaráðuneytinu ekki í lagi????

  Það hlýtur að teljast í besta falli óeðlilegt að sá tími sem það tekur að taka saman kostnað vegna samninganefndarinnar í Icesavedeilunni, hlaupi á einhverjum dögum eða vikum.  Allar launagreiðslur og greiðslur vegna þess kostnaðar sem nefndarmennirnir sjálfir hafa lagt út fyrir, hljóta að hafa verið greiddar út á bankareikninga þeirra og af þeim sökum að á að vera nóg að slá inn bókhaldslykilinn fyrir slíkar greiðslur. 

Hvað annan kostnað varðar eins og t.d. hótelkostnað og annan kostnað vegna dvalar nefndarinnar erlendis, þá þarf ekki að efast um það að reikningar fyrir þeim kostnaði hafi borist í ráðuneytið og þeir væntanlega greiddir og færðir í bókhald ráðuneytisins.  Þá upphæð sem liggur þar að baki er einnig hægt að nálgast með því að slá inn bókhaldslykil.

Óeðlilegar tafir á birtingu kostnaðar geta því vart haft aðrar útskýringar, en að menn í Fjármálaráðuneytinu, ráðuneytinu sem heldur utan um fjárreiður ríkisins kunni ekki á það bókhaldskefi sem ráðuneytið notar, allir reikningar ekki borist, en hægðarleikur er að greina frá slíku, við birtingu kostnaðarins, með þeim skilaboðum þegar sá kostnaður liggur fyrir þá verði það upplýst hver hann er og þeirri upphæð bætt við áður birtartölur. 

En kannski er ástæðan bara sú að, svo málið uppfylli öll skilyrði þeirra vinnubragða, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tamið sér, þá sé það beinlínis nauðsynlegt að yfir þessu máli sé leyndarhjúpur, eins og í flestum þeim málum sem þessi stjórn hefur fengist við, hingað til.


mbl.is Enn reiknað í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gera eitthvað einu sinni rétt takk fyrir!!!!

 Núna þegar margt bendir til þess að t.d. áhrif aðgerða  stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna séu að ganga til baka vegna tíðra hækkanna á eldsneytisverði, hamast stór hluti þingmanna, kannski meirihluti, kanski tæpurmeirihluti, að afla þeirri tillögu fylgis á Alþingi að vegna úrskurðar Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninga, skuli bara farin sú leið, sem margir telja að sé hrein og bein sniðganga við úrskurð Hæstaréttar.

  Sú lausn sem rædd er stjórnlagaráð, er sögð sú besta eða sú skásta til þess að bregðast við úrskurði Hæstarétti.  Miðað við þær forsendur sem það mat er rökstutt með, má eflaust kalla þetta skástu eða bestu ,,lausnina".  En er þetta lausn? Er þetta ,,rétta" lausnin? Eða er  þetta ekki bara einhvers konar skítaredding á klúðrinu?

  Eins og tillagan lítur út í dag, þá mun þegar Alþingi kemur til starfa í byrjun október nk. að loknu sumarleyfi, liggja fyrir þinginu nýtt frumvarp að nýrri stjórnarskrá.  Mun það frumvarp fá þá efnislegu meðferð sem frumvörp alla jafna fá, þ.e. þrjár umræður með nefndarfundum á milli.  Að lokinn þriðju umræðu og lokaatkvæðagreiðslu, þarf svo samkvæmt 79. gr núgildandi stjórnarskrá, að rjúfa þing og boða til Alþingiskosninga. Er því engu líkara, en að kjósa eigi til Alþingis að nýju eftir rúmt ár, eða vorið 2012.  Kjörtímabilinu líkur hins vegar ekki að öllu óbreyttu fyrr en vorið 2013.  Varla verður í það minnst, hægt að vænta þess að sátt muni ríkja meðal þjóðarinnar, að frumvarpið liggi í þinginu í eitt ár hið minnsta, áður en efnisleg meðferð þess hefst.  

 Það er því nokkuð ljóst að ætli þingið að sitja út kjörtímabilið, að stjórnlagaráðið eins og reyndar stjórnlagaþingið sjálft, sé ári á undan áætlun, enda nóg að frumvarp að nýrri stjórnarskrá komi fyrir þingið haustið 2012, en ekki haustið 2011.

  Af þeim sökum er að mati undirritaðs réttu viðbrögðin við úrskurði séu að, nefnd sú sem tilnefnt var í til að ræða viðbrögð við Alþingis við úrskurði Hæstaréttar, fái í hendurnar lögin um stjórnlagaþingið, sem samþykkt voru síðasta vor  með það fyrir augum að breyta þeim á þann hátt að hægt verði að kjósa samkvæmt, án þess að fá á baukinn frá Hæstarétti  og að kosið verði að nýju næsta haust, hvort sem það verði uppkosning ( sem undirritaður telur reyndar hæpið svo langt í tíma frá fyrri kosningum) eða þá kosið að nýju með nýjum framboðsfresti og væntanlega nýjum frambjóðendum og þeim fyrr sem enn hefðu hug á því að setjast á stjórnlagaþing. Dagsetningar þær sem áætlaðar voru vegna stjórnlagaþings, breytast ekki nema að því leytinu að þær færast fram um eitt ár.

 Tímann væri þá líka hægt að nota til þess að breyta kosningakerfi því sem kosið var eftir til stjórnlagaþings, enda hafa stuðningsmenn þingsins haldið því fram að flókið kosningakerfi hefði dregið úr kjörsókn til stjórnlagaþings. 

 
mbl.is Helgi andvígur stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pöntuð spá sem fyrr.....!!!

Í hvert einasta skipti sem þurft hefur að afla nýjum Icesavesamningi fylgi, hvort sem það er Icesave I, II eða III, hafa dottið líkt og af himnum ofan, spár frá skilanefnd Landsbankans um betri heimtur í þrotabúið.  Samkvæmt þessari spá, stefnir nánast í gróða af Icesave. 
 
 Þegar tilboðið um 47 milljarða eingreiðslu + heimtur í búinu gegn afnámi ríkisábyrgðar var lagt fram, er alveg morgunljóst að tölur þær sem sem nefndar eru í þessari spá  hafi verið  lagðar fram, tilboðinu til stuðnings. Siðan má reikna með því að samninganefndir Breta og Hollendinga, hafi látið yfirfara tilboðið og þar með þá spá um heimtur í búið sem nú liggur fyrir, eða spá sem liggur nærri þessari.
 
  Samkvæmt þessu uppgjöri eða spá, þá eru Bretar og Hollendingar að tapa á því að hafa hafnað tilboðinu. Bretar og Hollendingar hefðu aldrei hafnað boði, sem þeir gætu ,,grætt" á að taka, heldur hefðu þeir tekið því og málið án efa verið úr sögunni.
 
 Afhverju halda Bretar og Hollendingar fast það að ríkisábyrgð verði að vera á heimtum úr búinu?  Meta Bretar og Hollendingar kannski stöðu á markaði einhver misseri fram í tímann, en skilanefndin ekki?  Meta Bretar og Hollendingar líkurnar á því að áætluð upphæð fyrir þær heimtur sem um ræðir verði töluvert lægri en spá skilanefndarinnar gerir ráð fyrir? 
 
  Er það kannski vegna þess að hin eina sanna dómstólaáhætta, lítur ekki að EFTA-dómstólnum, heldur að Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti sem gætu hnekkt neyðarlögunum og þar með virkjað ríkisábyrgð upp á allt að 1.200 milljarða? Sem félli þá á ríkissjóð og þar með skattgreiðendur.  (Til samanburðar þá er talið að nú séu innistæður íslenskum bönkum ca. 1500 milljarðar)

 Svo hlýtur það að vera vafasamt að telja frestun greiðslna úr búinu ekki verða lengri en nemur þeim tíma er líða mun er þangað til Héraðsdómur kveður upp sinn dóm, enda hefur sá dómur ekki lokaorðið og líkur á áfrýjun meiri en minni, tapi þeir málinu, sem stefnt hafa skilanefnd Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eða þá skilanefndin sjálf.
 
 Að þessu ofansögðu þá á hátt og snjallt NEI,  aldrei jafn vel við og í þjóðaratkvæðinu vegna Icesave III, þann 9. apríl nk. 

mbl.is Endurheimtur batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var verið að axla ábyrgð eða tappa af þrýstingi?

  Eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar, þá beindust spjótin fyrst og fremst að Innanríkisráðherra, sem fulltrúa Framkvæmdavaldsins sem framkvæmdi kosningarnar og að Landskjörstjórn sem að bar ábyrgð á kosningunum fyrir hönd löggjafans.

 Voru uppi kröfur um að bæði ráðherrann og landskjörstjórnin segðu af sér vegna kosninganna.  Hefði ráðherrann sagt af sér, þá hefði eflaust landskjörstjórnin fylgt með.  En úr því að landskjörstjórnin sagði bara af sér, þá má líta svo á að landskjörstjórnin hefði fríað ráðherrann, frá sínum hlut ábyrgðarinnar og tekið alla ábyrgð á sig sjálf.

Ákvörðun þingflokks Vinstri grænna um að tilnefna Ástráð Haraldsson formann þeirrar landskjörstjórnar sagði af sér í kjölfar Hæstaréttar í landskjörstjórn á ný, ýtir undir þær kenningar að afsögn landskjörstjórnar hafi á sínum tíma, lítið haft með að gera að landskjörstjórnin hafi verið að axla einhverja ábyrgð. Heldur hafi afsögnin fyrst og fremst, verið í þeim tilgangi einum að létta þrýstingi af innanríkisráðherra, sem kemur jú þingflokki Vg.  Það væri reyndar athyglisvert að vita hvort Ögmundur hafi greitt því atkvæði í þingflokknum að Ástráður yrði endurskipaður.

 Þó eflaust séu hverfandi líkur á því að þingsályktunnartillagan um stjórnlagaráðið verði felld í þinginu, þá má samt alveg í ljósi endurskipunnar Ástráðs í kjörstjórnina, velta því upp hvað gæti gerst, yrði tillagan felld.

  Þá stæðu eftir þrír möguleikar varðandi stjórnlagaþingsnefndarráðið: Að hætta við allt saman og láta Alþingi vinna þá vinnu sem upp á vantar við endurskoðun stjórnarskrárinnar, uppkosning ( kosið aftur með þá 522 sem voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningum) eða þá að kjósa aftur frá upphafi, með nýjum framboðsfresti og þá jafnvel nýjum frambjóðendum.   Trúverðugleiki landskjörstjórnar í endurteknum kosningum með Ástráð innanborðs, yrði við þær aðstæður, vel undir frostmarki.

 Einnig er alveg hægt að halda því fram að trúverðugleiki landskjörstjórnar í Icesave-þjoðaratkvæðinu, með Ástráð innanborðs, er fráleitt óumdeilanlegur.


47 milljarðir og málið dautt!!!

Fram hefur komið, þó það hafi ekki farið hátt, að Bretum og Hollendingum hafi verið boðin 47 milljarða eingreiðsla strax og svo það sem myndi heimtast úr þrotabúi Landsbankans, gegn því að ríkisábyrgðinni á heimtur bankans yrði sleppt.

 Neyðarlögin sem sett voru í október 2008, gerðu ráð fyrir því að kröfur vegna Icesave hefðu forgang í þrotabú Landsbankans.  Þannig að sé til þess litið, hvað skásta sviðsmynd vegna Icesave III er sögð kosta og fullyrðingar skilanefndar Landsbankans þess efnis að, nær öruggt sé að náist upp í Icesavekröfurnar, þá virðist tilboð Íslendinga vera nokkuð sanngjarnt og gott, þó eflaust megi deila um þessa 47 milljarða.  En það er önnur Ella. 

 Það segir sig auðvitað sjálft að viðsemjendur okkar höfnuðu þessu tilboði, enda bíður Icesave III örlaga sinna í þjóðaratkvæði 9. apríl nk.

 Samkvæmt þessu tilboði eru viðsemjendur okkar að fá í eingreiðslu upphæð, sem er innan þeirra marka sem bjartsýnustu menn telja að falla muni á ríkið vegna Icesave, gegn því að ekki verði ríkisábyrgð á heimtur úr þrotabúi bankans.  

Afhverju sögðu þeir nei?  Treysta þeir ekki útreikningum skilanefndar Landsbankans? Treysta þeir því ekki að neyðarlögin haldi fyrir dómi?  Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi, geta fallið allt að 1200 milljarðar á íslenska ríkið, þar sem nánast öruggt verður að ekki næst upp í Icesavekröfurnar, nema að hluta til.  Eða meta þeir kannski eignir þrotabúsins á annan hátt en skilanefndin og sjá ekki fram á að þrotabúið standi undir því sem upp á vantar og vilja því að íslenska ríkið (skattgreiðendur) borgi það sem upp á vantar?

 Núna í dag eða næstu daga er von á uppgjöri eða áætlun skilanefndar Landsbankans um heimtur úr þrotabúinu.  Það þarf enga spádómsgáfu til þess að fullyrða það, að auðvitað verður haldið því fram að þrotabúið eigi fyrir Icesavekröfunni og vel það.    Það verður með öðrum orðum látið líta svo út að íslenskum skattgreiðendum sé óhætt að ábyrgjast Icesavekröfurnar og ríkisábyrgðin sé meira formsatriði heldur en hitt.

   Við skulum hafa það í huga þegar skilanefndin skilar þessari áætlun sinni um heimtur úr þrotabúinu að þær eru nú ekki öruggari en svo að bæði Bretar og Hollendingar, treysta þeim útreikningum ekki betur en svo að þeir búast vart við því að fá greitt úr þrotabúinu, nema íslenskir skattgreiðendur hlaupi undir bagga.  

 Hafi Bretar og Hollendingar ekki trú á því, að þeir fái kröfur sínar á þrotabú Landsbankans greiddar án útgjalda íslenska skattgreiðenda, þá er engin ástæða fyrir íslenska skattgreiðendur að trúa því að þeir sleppi við útgjöld vegna Icesave, með því að segja ,,já" við Icesave III.   Segjum hátt og snjallt ,,NEI" þann 9. apríl nk.


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband