Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Þegar öllu er á botninn hvolft......

  Þá tryggir sú staðreynd, að Ísland er fullvalda þjóð, eign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.  Það er svo hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma, að setja þau lög er gilda um afnotarétt auðlindinni. 

 Í kjölfar svartrar skýrslu um yfirvofandi hrun fiskistofnana, var í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, undir forsæti Steingríms Hermannssonar, sett lög um stjórn fiskveiða (kvótakerfið).  Á örfáum árum, þrátt fyrir kvótakerfið og verndarstefnu Hafró, þá drógust aflaheimildir það mikið saman, að allar þær útgerðir, er kvóta fengu úthlutað í upphafi, gátu ekki lengur rekið sig með minnkandi aflaheimildum, ár eftir ár.

 Þegar hér var komið við sögu, þá var hér við völd ríkisstjórn, Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgaraflokks.  Lagði sú stjórn fram frumvarp er varð að lögum árið 1990, um framsal aflaheimilda milli útgerða, svo þær útgerðir sem engan grundvöll höfðu lengur vegna aflasamdráttar, gætu ,,selt" sig út úr greininni.  Einnig gátu þá þær útgerðir er enn höfðu rekstrargrundvöll, losað sig við aflaheimildir í þeim tegundum, sem verr félliu að rekstri sínum, í skiptum fyrir þær tegundir sem hentuðu rekstrinum betur.

 Kannski eru núverandi stjórnvöld, Mistakastjórnin, í þeim sporum að þurfa að breyta lögum um stjórn fiskveiða.  Hins vegar benda orð Björns Vals ekki til þess, að það takist, svo sátt verði um í landinu, frekar en flest annað sem að þessi stjórn hefur reynt að hrinda í framkvæmd, vegna þeirra elda er loga á milli og innan stjórnarflokkana. 

 Þó svo að LÍÚ sé kannski lítill hluti af SA og sjómannafélögin eflaust lítill hluti af ASÍ, þá er afkoma félagsmanna, bæði ASÍ og SA víðsvegar um landið háð því, að sjávarútvegurinn gangi sem best hringinn í kringum landið.  Það er því með ólíkindum að að ASÍ skuli standa í ,,garginu með Samfó, um gíslatöku SA á kjaraviðræðum.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjáleiðir og sannfæring þingheims.

 Einhverjir svokallaðir óháðir álitsgjafar og jafnvel frambjóðendur til stjórnlagaþings, hafa ekki tekið illa í þá hugmynd að Alþingi smokri þeim 25 er kosnir voru í ógildri kosningu um hjáleið framhjá Hæstarétti og kalla þá fyrirbærið stjórnarskrár eða stjórnlaganefnd. 

Til þess að slíkt getur orðið að veruleika, þá hlýtur það að liggja ljóst fyrir að breyta þarf þeim hluta laga um stjórnlagaþing, er fjallar um hvernig valdir (kosnir) skulu fulltrúar á stjórnlagaþing.  Þar með væri það í raun ákvörðun Alþingis, hverjir sitji þetta stjórnlagaþing og semji nýjá stjórnarskrá.

Það hlýtur þá að vekja upp nokkrar spurningar:
Er þingheimur sáttur við þá aðila er kosnir voru ógildri kosningu til setu á stjórnlagaþingi?
Er þingheimur sáttur við skiptinguna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á stjórnlagaþinginu?
Finnst þingheimi nógu stór hluti fulltrúa á stjórnlagaþingi, búa yfir nægri þekkingu til þess að semja þjóðinni nýja stjórnarskrá?
Sættir þingheimur sig við, að einn  þeirra 25 er kosnir voru og fengu sæti á stjórnlagaþingi, hafi á kjördag verið varaþingmaður Vg. í Suðvesturkjördæmi og sé það í rauninni ennþá?
Skildu allir þeir sem fengu sæti á stjórnlagaþinginu sætta sig við, að vera ekki lengur fulltrúar fólksins á stjórnlagaþingi, heldur Alþingis?

 Þegar menn taka sæti á Alþingi, undirrita menn drengskaparheit um að fylgja í einu öllu sinni dýpstu sannfæringu í einu og öllu.  Það er því allt eins líklegt að stór hluti þingheims, hafi enga sannfæringu fyrir hæfni einhverra þeirra 25 er kosnir voru.  Sé svo, þá hamlar drengskaparheitið þeim að kjósa þá fulltrúa er þeir treysta ekki til verksins.


Þetta ætti að hafa dómínóáhrif en............

... en líklegast er það bjartsýni að ætlast til þess.

 Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksmaður Vinstri grænna,  sagðist reyndar vera hissa á afsögninni, þar sem landskjörstjórnin, hefði staðið sig mjög vel og í einu og öllu farið að því er stjórnvöld lögðu til.  Það hlýtur þá að liggja beinast við að, það stjórnvald er hvað mest hafði sig frammi í undirbúningi kosningana og lagði línurnar, varðandi flest þau atriði er Hæstiréttur fann að, hugsi sinn gang alvarlega. 

Þá á ég ekki við að það stjórnvald, sem í daglegu tali gengur undir Innanríkisráðuneytið, eða öllu heldur ráðherra þess ráðuneytis, noti hvert tækifæri sem gefst, til þess að tala um ákvörðun Hæstaréttar af léttúð.  Tala um að þau atriði er Hæstiréttur fann að séu, í eðli sínu smávægileg og þar fram eftir götunum. Ráðherrann hefur látið að því liggja, að eitthvað annað hafi vakið fyrir dómurunum sex, en að dæma eftir lögum.  En það er einmitt hlutverk dómstóla, að dæma eftir lögum, en ekki einhverjum ímynduðum vilja þjóðarinnar. 

Slíkar aðdróttanir ráðherrans, þó bornar séu fram undir rós, ættu alla jafna að duga til þess, að ráðherrann segi af sér, eða þá hinn svokallaði ,,verkstjórii" framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra, víki honum úr embætti.  Reyndar virðist forsætisráðherra, vera jafnilla lesin í stjórnarskránni og innanríkisráðherra, þannig að það er víst borin von að það sem stendur í síðustu  línum, hér að ofan, verði að veruleika.

 


 


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt viðmiðið!!!

Síðuritari ritaði í gærkvöldi blogg um hin nýju viðmið tvö, sem komið hafa fram í umræðunni, síðan Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar.  Nú ber svo við að Ögmundur hefur sett nýtt viðmið, varðandi það að axla ábyrgð.  Auðvitað ætlar Ögmundur að axla ábyrgð og taka þátt í umræðunni og leiða það fram í dagsljósið hvað fór úrskeiðis.

Maður skildi nú ætla það að óreyndu, að sjálfur innanríkisráðherrann, sem hefur málefni dómstólana á sinni könnu hafi lesið úrskurð Hæstaréttar.  Þar kemur fram hvað fór úrskeiðis, sem varð til þess að Hæstiréttur ógilti kosningarnar.  Þar kemur einnig fram að af þeim sex atriðum sem að fóru úrskeiðis, bar ráðuneyti Ögmunds ábyrgð á fjórum þeirra.  

Það má alveg orða þetta þannig, að það sem fór úrskeiðis var að starfsmenn Ögmunds í Innanríkisráðuneytinu, unnu ekki undirbúninginn við kosningarnar samkvæmt þeim lögum, sem um þær voru í gildi, annars hefði Hæstiréttur ekki ógilt kosningarnar.  Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar. 


Landskjörstjórn fórnað fyrir Ögmund?

Fram kom í fréttum sjónvarps í kvöld, að Dóms og mannréttindaráðuneytið, nú innanríkisráðuneytið, beri ábyrgð á fjórum af þeim sex atriðum sem að baki lágu ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings.

  Starfsmenn Dómsmála/innanríkisráðuneytis, hönnuðu kjörkassana og pappaskilrúmin, er komu í stað kjörklefa, líkt og setja þarf upp séu kosningar leynilegar. Einnig voru það starfsmenn ráðuneytisins sem ákváðu gerð kjörseðlana,  ásamt því að þau tilmæli um að ekki mætti brjóta kjörseðlana saman komu frá ráðuneytinu. 

Landskjörstjórn þykir hins vegar hafa klikkað á því, að hafa ekki séð til þess, að annað hvort væru fulltrúar frambjóðenda viðstaddir talningu, eða einhverjir málsmetandi einstaklingar.   Auk þess sem fundið var að því að einungis var hægt að fylgjast með talningunni í gegnum ,,kíkjuglugga", eins og landsstjórn ákvað, heldur hefði talning þurft að fara fram fyrir opnum dyrum.

 Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, þá bera ráðherrar viðkomandi ráðuneyta ábyrgð á því sem undirmenn þeirra aðhafast.  Í þessu tilfelli heitir ráðherrann Ögmundur Jónasson.  Já þessi Ögmundur sem sett hefur þau viðmið, að sé ólöglegt athæfi framið, þá sé ekki þörf að breðgast við, skaðist enginn, vegna lögbrotsins.  Úrskurður Hæstaréttar kom Ögmundi einnig á óvart, með tilliti til almannahagsmuna.  Það hlýtur að vera leitun að ráðherra dómsmála í hinum vestræna heimi, sem þykir það æskilegra en ekki að horft sé framhjá lögbrotum, vegna almannahagsmuna.  Það er alla jafna samt sem áður þannig, að lög eru oftast nær sett, með það fyrir augum að gæta almannahagsmuna.  Úrskurður og/eða opinberun á lögbroti, hlýtur því að vera almannahagsmunum í hag, en ekki þöggun á lögbrotum, eins og virðist vera sýn Ögmundar á málinu.

 Að þessu ofansögðu hlýtur því  það að vera undirliggjandi, að sé krafa á afsögn landsstjórnar, að Ögmundur fari sömu leið.  Ögmundur myndi þá vinna sér sess, sem fyrsti ráðherra Íslendinga sem hrökklast tvisvar úr sömu ríkisstjórninni.


mbl.is Segir að landskjörstjórn verði að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitað að bakdyrum út úr Hæstarétti.......

Mér þykir nú stjórnvöld og fylgisveinar þeirra og meyjar, með höndla þetta stjórnlagaþing af fullmikilli léttúð.
  Það hlýtur að orka mjög tvímælis, þar sem þjóðin gargaði á þetta stjórnlagaþing, eða þannig.
 Eru þessir aðilar   þá ekki að sýna lýðræðisdraumum þjóðarinnar, lítilsvirðingu með þessari léttúð, vegna úrskurðar Hæstaréttar?

Þessu fólki hlýtur að vera það ljóst, að það var ekki verið að kjósa í skemmtinefnd Bessevisserafélags Íslands, það var verið að kjósa fólk til þess að skrifa þjóðinni nýja stjórnarskrá.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný viðmið- Nýtt Ísland?!!

Úrskurður Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna, hefur kallað fram, í það minnsta, tvenn ný viðmið á Nýja Íslandi.

 Hið fyrra er hugarsmíð innanríkisráðherra lýðveldisins, æðsta yfirmanni löggæslu og dómsmála.
Það er í stuttu máli þannig að, það þurfi í sjálfu sér ekkert að fara að lögum, ef enginn skaði verður unninn með lögbrotinu.  
  Fólki sem verður það á, að aka kannski aðeins of hratt, geta þá borið við að það hafi nú engin orðið fyrir bílnum og því væri það í sjálfu sér í lagi, þó reglur um hámarkshraða hefðu verið brotnar.
  Eins gætu þeir sem aka yfir á rauðu ljósi, skýlt sér á bakvið það að enginn bíll hefði verið að koma á móti grænu lósi og sloppið þarmeð með sekt.
 Líklegast er svo líka ölvunarakstur heimill svo framarlega, sem að hinn ölvaði ökumaður keyrir ekki á eitthvað eða einhvern.

Siðara viðmiðið er ættað úr smiðju Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi þingflokksformanns Vinstri grænna.
  Þar segir að ætli menn að axla ábyrgð á svona klúðri, líkt og stjórnlagaþingskosningin var, þá verði þeir að láta kjósa aftur.
 Maður spyr sig þá hvort, Jóhanna og Össur, séu að axla ábyrgð á setu sinni og gjörningum í ,,Hrunstjórninni", með því að sitja sem fastast í ,,Mistakastjórninni"?


Hæstiréttur ,,dissaður".

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag: ,,Ýmislegt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heimiluðu að Alþingi kysi 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, hugsanlega þá sömu sem kosnir voru í nóvember, meti Alþingi umboð þeirra fullnægjandi."

 Hvernig getur umboð sem fengið er fram á ólöglegan hátt verið fullnægjandi?
Afhverju ættu þessir 25 er voru kosnir í ógildri kosningu, að standa framar hinum 497 er buðu sig fram til starfa á stjórnlagaþingi?

 Sé kosningin ógild, þá gildir það sama um niðurstöðu hennar.  Þessir 25 væru þá vart í umboði þjóðarinnar, heldur Alþingis.  


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gat hann fengið ,,gilt" kjörbréf?

Andrés þessi var í framboði, þrátt fyrir það að vera varaþingmaður á sama tíma og kosningarnar fóru fram og er varaþingmaður ennþá reyndar.
Andrés var í 5. sæti á lista VG í SV-kjördæmi. VG fékk tvo þingmenn, þannig að alla jafna eru menn 3 og 4 varamenn kjörinna fulltrúa. Andrés varð hins vegar varaþingmaður, þegar Guðfríður Lilja ...fór í fæðingarorlof, nokkrum vikum fyrir stjórnlagaþingskosningarnar.

mbl.is Valdhafar vilja ekki breyta stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Ögmundur nokkurn tímann, í hjarta sínu, á móti Icesave?

Ögmundur og Lilja Mós, hafa í sjálfu sér ekkert verið á móti Icesave, nema að því marki sem dugir til að næra grasrót Vg. Þegar kosið var um Icesave II þá greiddu þau reyndar atkvæði gegn samningnum, enda var búið að reikna það út að tveir til þrír Vg- liðar máttu greiða atkvæði gegn samningum, án þess hann félli.

Hins vegar fór svo að þegar skömmu síðar voru greidd atkvæði um það að vísa samningnum til þjóðarinnar, þá greiddu þau bæði atkvæði gegn þeirri tillögu, enda hefðu þá stjórnarflokkarnir orðið undir í atkvæðagreiðslunni.

Það er því alveg morgunljóst, að hefðu þessir þingmenn í hjarta sínu verið á móti Icesave II þá hefðu þeir að sjálfsögðu barist til síðasta manns í málinu og ekki greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu, eins og Ögmundur og Lilja gerðu.

 Reyndar braut Ögmundur blað í sögu þingsins, með því að hvetja forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar, þó svo að hvorki hann né Lilja Mós, hefðu haft kjark til slíks.  

mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband