Leita í fréttum mbl.is

Á þá að mæta auknum kostnaði borgarsjóðs með minni tekjum?

Útsvarið er í botni... en sjálfsagt einhverjar matarholur í þjónustugjöldum margs konar.
Fyrirsjáanleg er  hækkun fasteignagjalda, reyndar í skrefum skv. væntanlegu frumvarpi innanríkisráðherra.
Svo stóð til að hækka gjaldskrá Bílastæðasjóðs um tugi prósenta í jan. sl. En það var víst bara misskilningur eins og flest allt annað sem illan hljómgrunn hlaut á síðasta kjörtímabili.


Síðasta haust var því lofað að fyrirhgaðar gjaldskrár hækkanir yrðu teknar til baka. En þó með því skilyrði að ef forsendur breyttust, þá gæti orðið hækkun.
Nú hafa forsendur vissulega breyst. Efnahagsástand í landinu með því besta síðan fyrir hrun, þannig að auðvitað ættu útsvar og gjaldskrár að lækka.


En stóraukinn rekstrarkostnaður borgarinnar mun hins vegar ræna borgarbúa þeim ávinningi sem ætti að bíða þeirra í bættu efnahagsástandi. Þeim kostnaðarauka verður ekki mætt nema með auknum tekjum borgarsjóðs (gjaldskrárhækkunum) eða frekari lántökum.  Frekari lántökur þýða aukinn kostnað borgarsjóðs um ókomin ár.


Árið 2013 var borgarsjóður rekinn með "fiffuðum" hagnaði. Lífeyrisskuldbindingum frestað (þarf að borga síðar) og nýtt hækkað eignarmat Félagsbústaða skópu þann hagnað. Engu að síður var handbært fé frá rekstri mun minna en árin á undan, þegar borgarsjóður var rekinn án bókhaldsbrellna þ.e. með tapi.


mbl.is Munu ekki hækka álögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Reksturinn hjá vinstri stjórninni er og verður mjög slakur

 Það blasir við.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.6.2014 kl. 23:36

2 identicon

S og H...kallarðu það "mjög slakt" að bjarga einu verðmætasta fyrirtæki landsins frá gjaldþroti..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 14:32

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Helgi, hvernig var OR bjargað? gjaldskrár hækkaðar upp úr öllu valdi. á hverjum lendir það harðast? eru það ekki þeir tekju lægstu sem borga?

Hvers vegna var gjaldþrot yfir vofandi? vinstrimenn hafa stjórnað OR og eins hefur komið fram, þá voru ákvarðanir sem leiddu til aukinna skulda á árunum 2006-8, teknar á árunum á undan. þe. af Degi B. og öðrum vinstrimönnum.

Reykjavík er eitt skuldugasta sveitarfélag landsins og verður líklega tekið yfir og það skipuð fjárhagsstjórn yfir borginni ef af þessum íbúðum verður. nema gjöldin verði hækkuð á aðra borgara til að niðurgreiða þessar íbúðir.

Fannar frá Rifi, 12.6.2014 kl. 21:42

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá Fannari.

Vinstri fólk hefur stjórnað borginni frá 1994 og rekstur OR seinustu 20ár er eftir því.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.6.2014 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband