24.4.2014 | 14:59
Ábyrg fjármálastjórn í Reykjavík- allra hagur.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 stóð til í fyrstu að stórhækka gjaldskrár borgarinnar til þess að standa undir sífellt hækkandi rekstrarkostnaði borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins voru þó þessar hækkanir dregnar til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að:
Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014."
Með öðrum orðum, ef sami meirihluti stjórnar enn borginni að loknum kosningum í vor, þá hækkar bara gjaldskráin eftir kosningar. Af fenginni reynslu má þá búast við enn meiri hækkunum þá en áætlað var. Enda ekki beinlínis hægt að halda því fram að kosningaloforðalisti Samfylkingar sé sérlega ódýr.
Að öðrum kosti, þ.e. ef annar meirihluti tekur við eftir kosningar, þá lendir það á þeim meirihluta að bregðast við þeirri stöðu sem uppi verður að loknum kosningum.
Það er talið að það kosti Reykjavíkurborg u.þ.b. 300 milljónir að falla frá þessum hækkunum. Án hagræðingar í rekstri borgarinnar verða þeir fjármunir sóttir í vasa borgarbúa með einum eða öðrum hætti.
Þrátt fyrir að horfur séu á því að ráðstöfunartekjur heimilana aukist á næstu misserum, er ekki hægt að ætlast til þess að meðalfjölskylda í borginni, taki á sig anna kjörtímabilið í röð rúmlega 400 þús króna útgjaldaaukningu, vegna gjaldskrár og skattahækkana borgaryfirvalda. Slík þróun, ef ekki verri, er klárlega i kortunum, ef borginni verður stjórnað með þeim hætti og henni hefur verið stjórnað á því kjötímabili, sem að góðu heilli tekur senn enda.
Á kjörtímabilinu hefur kostnaður við skrifstofu borgarstjórnar þrefaldast, farið úr rúmlega 160 milljónum í rúmlega 500 milljónir. Fyrir þeirri hækkun eru engin ástæða önnur en óábyrg fjármálastjórn og bruðl með skattfé almennings. Enda er sú hækkun 300 milljónir umfram verðlagsbreytingar á kjörtímabilinu.
Skrifstofa borgarstjórnar, er bara eitt dæmi mörgum þar sem bruðl og óráðsía vinstri meirihlutans hefur gersamlega farið úr böndunum.
Það er því af nógu að taka til þess að vega upp á móti þessum 300 milljónum sem tapast og meira til.
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að með ábyrgri fjármálastjórn og hagræðingu í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna eigi klárlega að nýta það svigrúm sem af slíku skapast til þess að lækka gjaldskrár og útsvar borgarinnar.
Ábyrg fjármálastjórn mun svo einnig í framhaldinu draga úr þörf borgarinnar að fjármagna rekstur sinn með lántökum og skapa henni svigrúm til þess að greiða niður skuldir sínar, fremur en að auka við þær.
Það er svo að sjálfsögðu stefna Sjálfstæðisflokksins, komist hann til valda í boginni, að setja nóturnar á netið, þ.e. að gera borgarbúum og reyndar öllum öðrum það kleift að fylgjast með á auðveldan hátt í hvað fjármunum borgarinnar er varið.
Grein mín í Morgunblaðinu 23.4 2014.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.