Leita í fréttum mbl.is

Betri þjónusta í dásamlegri Reykjavík.

Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér  að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust.   Tryggja þarf borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt.

Samkvæmt viðamikilli  þjónustukönnun Capacent  hjá  sextán stærstu sveitarfélögunum  landsins  í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti , þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins.

Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað  Þjónustu við borgarbúa  varðar  og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls.  Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna.  En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök  áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo  eitthvað sé nefnt.

Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir.

Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf.  Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta.  Er þá bæði átti við  opinbera aðila jafnt sem einkaaðila.

Strax í upphafi  kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið  kemst á leikskólaaldur.

Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska  börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins.

Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber.   Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim  er þjónustuna skortir.   Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar.

Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða.

 Grein birt á visir.is 22. apríl 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband