Leita í fréttum mbl.is

Hin óyfirstíganlegu átta skref inngöngu í ESB.

Núna segja margir aðspurðir að þeir séu ekkert frekar hlynntir aðild að ESB, að þeir séu jafnvel bara frekar andvígir henni.  En þeir vilji bara sjá þennan samning svo þeir geti hafnað honum í þjóðaratkvæði. 

Gott og vel.  Það er alveg sjónarmið útaf fyrir sig.

En hvert skildi sjónarmið þessa fólks verða væri það spurt, hvort að það væri fylgjandi því að stjórnsýslunni væri drekkt í vinnu, bara svo að hægt væri að ná í samning til þess að hafna?  Vinnu sem að jafnvel væri að einhverjum hluta einskis verð, eftir að samningi hafi verið hafnað.  Einnig yrði spurt hvort að það vildi að fjölda laga yrði breytt og jafnvel fjöldi nýrra laga yrði að veruleika.  Bara svo að hægt væri að sjá samning til að hafna? 

Lög sem að jafnvel mörg hefði ekkert gagn eða gildi eftir að búið væri að hafna þessum samningi.

Er það sanngjörn krafa að stjórnvöld sem ekki bara telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB, leggi af stað í slíka vegferð á meðan meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB?Átta skref inngöngu í ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband