Leita í fréttum mbl.is

Af opnum bréfum og skriflegum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.

Eins og kunnugt ætti að vera, skrifaði sl. mánudag Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar, utanríkisráðherra opið bréf, þar sem að hann spurði ráðherrann sex spurninga.

Ekki var um að ræða formlega fyrirspurn þingmanns til ráðherra, líkt og stundum er gert í þinginu. Spurningarnar höfðu því í rauninni ekkert að gera með hlutverk Árna Páls og annarra þingmanna, með að veita framkvæmdavaldinu aðhald í þinginu.

Engu að síður, tveimur sólarhringum síðar, hélt RÚV varla vatni yfir þeim "drætti" sem orðið hafði á svari ráðherrans. Hins vegar var varla að merkja neinn sérstakan viðbúnað á "fréttastofu allra landsmanna", þegar svörin bárust fjórum sólarhringum frá birtingu bréfs Árna.

Kannski að svörin við spurningunum, hafi bara ekki átt jafnmikið erindi við þjóðina og sú staðreynd að Árni Páll, hafi spurt þessara spurninga?

Á síðasta kjörtímabili, lögðu stjórnarandstöðuþingmenn ótal skriflegar fyrirspurnir fyrir þáverandi ráðherra í hinni norrænu velferðarstjórn. Samkvæmt þingsköpum hafa ráðherrar tíu virka daga til þess að svara slíkum fyrirspurnum. Ef ég man rétt.

Einungis var það þó í undantekningatilfellium sem svör við fyrirspurnum þingmanna til ráðherra, kæmu innan þeirra tímamarka. Ef að það þá gerðist nokkurn tímann.

Oftast nær skipti biðin eftir svörum ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar, vikum frekar en dögum, umfram hinn lögboðna skilafrest samkvæmt þingsköpum.

Sjaldnast þótti það nú samt fréttnæmt á "fréttastofu allar landsmanna", þó slíkur dráttur yrði á svari. Jafnvel þó hiklaust megi halda því fram að sleifarlag og slugs ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar, hafi gert þinginu erfiðara fyrir við að rækja sína  lögbundnu  aðhaldsskyldu  gegn framkvæmdavaldinu.

Til þess að gæta allrar sanngirni, þá má alveg áætla að í örfáum tilfellum hafi fyrirspurnirnar verið þess eðlis að "synda hafi þurft upp á náðina" í örfáa daga. En varla í margar vikur. En varla hafa allar skriflegar fyrirspurnir á síðasta kjörtímabili verið þess eðlis að margra vikna dráttur á svari hafi verið á nokkurn hátt réttlætanlegur.

Gaman verður á næstkomandi vetrum að fylgjast með áhuga "fréttastofu allra landsmanna" skriflegum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra núverandi stjórnar. Hvort að skrifa þurfi um það frétt og jafnvel hóa í Gunnar Helga stjórnmálafræðing og leita hans álits. Verði einhver dráttur á svari ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband