Leita í fréttum mbl.is

Lægri niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum?

. Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum komu til á sínum tíma, sem útspil stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir nokkrum áratugum. Var tilgagnurinn með niðurgreiðslunum tvíþættur, þ.e. að halda verði á landbúnaðarafurðum eins lágu og unnt væri ásamt því að tryggja afkomu þeirra sem framleiddu afurðirnar.

Af og til sprettu upp háværar raddir um að þessum styrkjum verði að linna. Það sé með öllu ótækt að bændastéttinni sé beinlínis haldið uppi með skattfé almennings. Oftar en ekki koma þessar raddir úr börkum þeirra er tala fyrir aðild að ESB. Við gætum bara hætt þessu styrkjabulli og flutt inn landbúnaðarafurðir fyrir mun lægra verð og sparað okkur styrkinn til bændanna.

Ein ástæða þess að afurðirnar að utan væru eða séu ódýrari en þær íslensku, er sú að þær afurðir eru einnig niðurgreiddar þar sem þær eru framleiddar í velfestum tilfellum. Og ef við gengjum í ESB, þá myndi skattfé okkar Íslendinga að hluta til fara í niðurgreiðslu á erlendri framleiðslu landbúnaðarafurða. Enda er staðan sú að við myndum alltaf borga meira til ESB en við fengjum þaðan.

Ef við færum ekki í ESB, sem að reyndar ekki á dagskrá í nánustu framtíð, en myndum samt sem áður hætta að greiða niður innlendar landbúnaðarafurðir, þá yrði það alltaf svo að innflutningurinn gæti ekki sinnt markaðnum að fullu. Bæði vegna þess að einhverjir myndu einfaldlega bara vilja annað en íslenskt, auk þess að afurðir eins og margar mjólkurafurðir yrðu eftir sem áður framleiddar hér en ekki fluttar inn.

Það hefði þær skelfilegu afleiðingar að verð á þeim afurðum sem framleiddar eru hér myndu hækka upp úr öllu valdi. Enda væri framleiðslukostnaðurinn enn sá sami. Hann leggðist bara ofan á afurðaverðið í stað þess að vera að stórum hluta greiddur niður af ríkissjóði. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um það, hvað stórfelldar vöruhækkanir gera fyrir verðbólguna, launin okkar og lánin.

Innflutningurinn sem án efa myndi kosta milljarða tugi af gjaldeyri ár hvert, myndi svo halda krónunni lágri og ýta undir verðbólgu, raunlækkun launa og hækkun lána.

Á endanum þyrftum við eflaust að greiða niður erlendar landbúnaðarafurðir til þess að halda verði á þeim til neytenda niðri.

Til þess að draga úr niðurgreiðslum þarf að ná niður framleiðslukostnaði. Skref í þá átt gæti verið lækkun tolla og vörugjalda á aðföngum til landbúnaðar. Allt frá áburði til landbúnaðarvéla.

Ásamt því að allra leiða yrði leitað til þess að auka hagkvæmni greinarinnar, þannig framboð afurða „beint frá býli“ yrði stóraukið. Þannig að viðskiptamódelið „beint frá býli“, myndi dekka innanlandsmarkaðinn í enn ríkari mæli. Enda bendir margt til þess að að framleiðslukostnaður í því módeli sé lægri en því módeli sem ríkt hefur hér um áraraðir.

Slíkt gæti einnig orðið grunnur að eðlilegri samkeppni í landbúnaði sem stuðlað gæti að því að menn héldu aftur af sér með verðhækkanir.

Þessi þróun myndi án efa fækka störfum í afurðastöðvum sem að nú gera mat úr afurðunum. Þó svo að þær myndu líklegast ekki líða undir lok að fullu. Fækkunin gæti þó orðið minni, ef að framleiðsluaukning yfði þessu samhliða og hagstæðir samningar um útflutning afurða tækjust.

Á móti kæmi þó að á þeim býlum sem færu út í „beint frá býli“ myndi störfum fjölga eitthvað. Auk þess sem að Íslendingar hafa nægt frjótt ímyndunarafl til þess að hefja framleiðslu á einhverju öðru sem skapað gæti störf, aukið fjölbreyttni í atvinnulífi á landsbyggðinni og aukið tekjur þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hverjum þeim sem gagnrýna styrkjakerfi til íslensks landbúnaðar væri hollt að skoða það magn peninga sem ESB notar til þessa málaflokks og deila í þá upphæð með fjöld íbúa innan ESB. Þá mætti einnig gera það sama við Bandaríkin. Sá samanburður við Ísland kæmi sennilega mörgum á óvart!

Þá er ekki víst að til lengdar væri hægt að kaupa landbúnaðarvörur erlendis á þeim verðum sem gilda í viðkomandi löndum. Það má gera ráð fyrir að við yrðum látin borga kostnaðarverð fyrir þær, að aðrar þjóðir kæri sig ekki um að niðurgreiða landbúnaðarvörur til okkar.

Styrkir til landbúnaðar eru viðurkenndir um allan hinn vestræna heim og við Íslendingar eru alls ekki með mesta styrkjakerfið. Hjá okkur er það mun gagnsærra, sérstaklega ef miðað er við ESB og því virðist það kannski meira, en þegar allt er talið er fjarri því að svo sé.

Munurinn er kannski helst sá að hér á landi skila þessir styrkir sér að fullu til bænda og þeirra stofnanna sem þá þjóna, en innan ESB hverfur stór hluti þessara styrkja, skila sér ekki til evrópsk landbúnaðar heldur lenda í höndum fjárglæframanna.

Gunnar Heiðarsson, 12.8.2013 kl. 22:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir þessir styrkir leiða beint til óhagkvæmni og halda verðinu á endanum háu, þannig að ekki bara er neitandinn sjálfur að borga hærra verð en hann þarf, heldur er Jónas grasæta að borga fyrir steikina hans Ólafs kjötætu.

Sem er mjög sósíal.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2013 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband