23.7.2013 | 20:32
Nýtt sameiningartákn vinstri manna.
Síðan að Brynjar Níelsson fór að láta að sér kveða með pistlum sínum á Pressunni, má segja að vinstri fólk á Íslandi hafi loksins fundið eitthvað til þess að sameinast um, án þess að allt endi í innbyrðis skærum og skætingi. Það er að snúa út úr öllu sem Brynjar segir og skrifar.
Nokkuð breið sátt er um snúa út úr nýjasta pistli Brynjars með því spyrja hvað Brynjar telji "ónauðsynlega heilbrigðisþjónustu". Úr því að hann skrifar að engum á Íslandi detti í hug að einkavæða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Ef að þetta fólk væri ekki svona upptekið við að snúa út úr því sem Brynjar skrifar, þá myndi það líklegast (og þó) átta sig á því að það sem Brynjar á við er að engum á Íslandi detti í hug að einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Vegna þess að hún er þjóðinni nauðsynleg.
Hins vegar ljá Brynjar og reyndar fleiri máls á því, að skoða megi hvort ekki sé möguleiki á því að einkaaðilar geti framkvæmt einstaka aðgerðir eða rekið heilsugæslu á hagkvæmari hátt en hið opinbera.
Það vita það allir sem vilja vita að slíkt er ekki einkavæðing. Enda er ríkið ekki að afsala sér eða selja nokkrum skapaðan hlut. Heldur er það að leita til þess að kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir borgaranna, á hagstæðara verði en þjónustuaðilar á vegum ríkisins geta boðið.
Rikið semsagt semur við þann sem tekur það aðs sér sem samið er um. Innifalið í þeim samningi er föst tala um kostnað ríkisins og hluta sjúklings.
Væri hins vegar einhver þáttur heilbrigðisþjónustunnar einkavæddur, þá myndi sá sem tæki við þeim þætti þjónustunnar, greiða ríkinu fyrir að hætta að stunda þessa þjónustu. Líklegast myndi hann einnig kaupa af ríkinu þau tól og tæki sem það á til verksins og það húsnæði sem ríkð hafði undir þessa starfsemi. Svo hann sitji nú örugglega einn að þessu verkefni . Ásamt því að hann hefði þá fullan rétt á því að ákveða sjálfur, á hvaða verði hann seldi sína þjónustu.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Nákvæmlega sama um hækkanir
- Erlend netverslun eykst enn
- Fjölbreytileikanum ekki fagnað hjá Trump
- Rafmagnsbílar 42,1% og Kia mest skráð
- Vill endurskoða samninga við stóriðju
- Beint: Fjallað um skýrslu fjármálastöðuleikanefndar
- Formúlan gangi ekki upp
- Samfélagsmiðillinn X seldur til xAI
- Halda fimm útboð yfir daginn
- Skiptum lokið á dótturfélagi Skagans 3x
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þetta Kristinn Karl. Þú ert málefnalegur og hógvær eins og ævinlega. Nú hefur þú valið þér ærið erfitt verkefni sem er að útskýra skrif Brynjars lögmanns. Brynjar hefur ákveðinn stíl og ákveðin markmið.Hann æsir andstæðinga sína með marklausu, samhengislausu rugli og gífuryrðum. Þannig tekst honum stundum að fá umræðuna til að snúast um sig og sínar skoðanir. Markmið er að ná aðhygli, markaðsetja sig í þingmann og stjórnmálamann. Orðafar lögmannsins er mótsagnakennt og sérkennilegt. Mótmælendur fyrir framan stjórnarráðið verða að blóðþyrstum hýenum. Í nýlegum pistli kom í ljós að lögmaðurinn kann ekki að reikna. Hann sagði nýlega að enginn vildi einkavæða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem rökrænt þýðir að einhver hluti er ónauðsynlegur.(mér dettur helst í hug að hann hafi átt við fegrunaraðgerðir). Ef Brynjar hefði sagt : engum dettur í hug að einkavæða heilbrigðisþjónustuna enda er hún öll nauðssynleg, þá hefði skoðun hans legið fyrir. Brynjar getur auðvitað ekki verið sameiningartákn, eins og þú veist mætavel sjálfur. Hann getur hins vegar skotskífa en hann verður það ekki lengi. 'i haust tekur alvara lífsins við ;)
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.